Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Page 13

Vinnan - 01.03.1943, Page 13
HALLDÓR KILJAN LAXNESS ÞRJAR SAFNANIR Göring hinn digri hafði rétt fyrir sér í því um dag- inn á tíu ára stjórnarafmæli þýzkra fasista, að í þessu stríði skipta ekki þjóðlönd máli. Landamæri eru hé- gómi, enda ekki barizt um þau. I þessu stríði er aðeins eitt land, heimurinn. Stríðið er menningarstríð, það er barizt um hugsjónir. Það er barizt um, hvers konar lífshættir eigi aS ríkja í heiminum, hvers konar menn- ing. A hið siðferðilega gjaldþrot auðskipulagsins, sem opinherast í fasismanum, að fá að valda afsiðun heims- ins, eða á sósíalisminn að marka stefnu þróunarinnar, hugsjón lífsins, hins unga, rísandi mannkyns? jafnvel þótt ýmsir fátækir menn á íslandi hafi í Finn- landsdeilunni svo kölluðu látið fasista og sálufélaga þeirra blekkja sig til að vinna með fjárframlögum gegn þeim vörnum, sem þá var óhjákvæmilegt að tryggja einni fjölmennustu verklýSsmiðstöð heimsins, Lenin- grad, boðaði Finnlandssöfnunin okkur Islendingunr eina góða kenningu og þarfa nýjung, þá, að einnig vér tilheyrum heiminum. Hún beindi hugum manna á sam- kann að hafa verið afskiptur um í áþján og kúgun og óbærilegum lífskjörum á 19. öld, þar sem hinsvegar má gera sér vonir um að á Bretlandi sé sá vilji að sigra, að bæta fyrir syndir feðranna á þessu sviði í vaxandi mæli, við núlifandi kynslóð og hinar komandi. AS vísu kemur það, sem á kann að vinnast í þeim efnum ekki sem nein náðargjöf. Það er árangurinn af baráttu verkalýðsstéttarinnar sjálfrar. Henni leggst aldrei neitt til, nema það, sem hún ávinnur sér sjálf með samtökum sínum, manndómi og þekkingu. Þetta er reynsla allra þjóða og allra tíma, lærdómur, sem aldrei má gleymast. Heldur ekki okkur hér á Islandi. Því að saga okkar í iðnþróunarmálum og verkalýðsmálum er ekkert annað en ofurlítil spegilmynd af sögu annarra þjóða. Á þeim vettvangi er ekkert til, sem heitir að fara sína eigin leið. Sörnu hagrænu lögmálin taka til allra; þau spenna um gjörvalla veröld. ÞjóSlegar kerlingabækur um sérstakt eðli starfsins og aðstöðu verkalýðsstéttarinnar hér á íslandi, er ekk- ert annað en volað fleipur, sem andstæðingar verka- lýðsstéttarinnar nota til að blekkja. ÞaS hefir alls stað- ar verið reynt að prédika slíkar firrur — og þær hafa alls staðar reynzt blekking. Framh. í nœsta blaði. þjóðlegar brautir með svo áþreifanlegum hætti, að mælt varð í krónum og aurum. Þótt Finnlandssöfnunin væri góð, var þó Noregs- söfnunin enn betri: hér átti safnféð nefnilega að renna til þjóðar, sem, gagnstætt Finnurn, hafði í stríðinu kosið sér hlut gegn yfirlýstum höturum kynflokk- anna,brjótum alþýðusamtakanna og ofurkúgurum þjóð- anna. Smáþjóð þessi, Noregsmenn, hafði áunnið sér lotningu heimsins og sérstaka þökk frændþjóða sinna fyrir að láta ekkert ofurefli brjóta vilja sinn til vopn- aðrar varnar gegn þeim höfuðóvini norræns hugarfars, sem ekkert mál skilur nema vopnsins, þýzkum fasist- um. En sá hængur var á þessari söfnun, að svo var fyrir mælt í upphafi, aS fé því sem safnaðist skyldi ekki varið til styrktar málstað Norðmanna í þessu stríði þeirra, eins og virtist þó sjálfsagt, heldur skuli það greiðast, þegar baráttu þeirra er lokiS. Peningarnir máttu ekki koma Norðmönnum aS neinu sýnilegu hakli í þeirn aðkallandi höfuðvanda líöandi stundar, sem einn skiptir máli og heimtar framlögur allra tiltækra krafta óskoraðar. En um leið og tilskilið er, að féð skuli ekki koma Norðmönnum að haldi í því stríði, sem þeir heyja nú um líf sitt, þá er mjög undir hælinn lagt, hvert gagn þeim verði að fénu eftir að þau átök eru hjá liSin, sem allt er nú undir komið. Færi svo, að fasistar bæru sigur úr býtum í stríði þessu, yrði Noregur skiki af ríki þeirra, og samskotafé okkar rynni þá af sjálfu sér VINNAN 11

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.