Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Page 16

Vinnan - 01.03.1943, Page 16
 SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR 1. Sjómannafélagið Báran í Reykjavík Laust fyrir síðustu aldamót hefst nýtt tímabil í ís- lenzkum atvinnumálum, um leið og fiskveiðar byrja á þilskipum í stærri stíl en áður. Með breytingu þessari var lagður grundvöllur að nýrri stétt í þjóðfélaginu, stétt, sem hafði að vísu verið til áður meðal þjóðarinn- ar, en dreifð og ósamstæð og í raun og veru tæpast að- greind frá alþýðu manna almennt. Hin nýju atvinnu- tæki ollu breytingum á þessu. íslenzkir sjómenn stóðu nú andspænis nauðsyn þess að skapa sér fullkomið lífs- uppeldi af ákveðnum framleiðslutækjum — hinum nýja skipastól — sem rekin yrðu að sjálfsögðu með öðru sniði en áður hafði tíðkazt. Stóriðja var að hefjast í hinu frumstæða þjóðfélagi okkar. Einstakir menn meðal sjómanna komu auga á þessi sannindi og beyttu áhrifum sínum til þess að vekja sjó- menn til meðvitundar um sameiginleg hagsmunamál sín og krefjast olbogarúms fyrir þá í íslenzku þjóðfé- lagi. Skipstjórar höfðu myndað félagsskap með sér í árs- byrjun 1893, með stofnun Skipstjórafélagsins Aldan. í september árið eftir stofnuðu útgerðarmenn sérstakt félag, til þess að gæta hagsmuna sinna gagnvart kröf- um sjómanna. Var frumkvöðull þeirrar félagsstofnunar Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, en hann hafði gengizt fyrir því, að keyptir voru á þessu ári (1894) átta kútt- erar til landsins, stór skip og vönduð. Með þeim fram- kvæmdum hófst í raun og veru blómaöld þilskipaút- vegsins. Árið 1901 var þilskipatalan alls orðin 140. Útgerðarmannafélagið hóf starfsemi sína með því að semja og birta reglugerð um ráðningarkjör sjó- manna. Óánægja var þá talsverð meðal undirmanna, einkum vegna fæðisins, sem bæði var lélegt og illa fram reitt. Almennt voru þá hafðir unglingar, 15 ára og yngri, til þess að matreiöa fyrir skipverja, sem voru 15—25 á hverju skipi. Fór því matreiðslan oft í handaskolum, sem vonlegt var. Margir voru og óánægð- ir með kjörin a sKÍpunum, og eftir birtingu reglugerð- arinnar fóru ýmsir meðal sjómanna að hugsa mál sín alvarlega. Riðu þeir fyrstir á vaðið Otto N. Þorláksson og Geir Sigurðsson, sem báðir voru þá nemendur í Stýrimanna- Undir yfirskrift þessari verða fyrst um sinn birtar frá- sagnir af íslenzkum verkalýðssamtökum og saga þeirra rakin í stórum dráttum. skólanum. Ræddu þeir við ýmsa sjómenn um að stofna með sér félagsskap og var málinu vel tekið víöast hvar. Fóru þeir því næst að svipast um eftir hæfum manni, til þess að veita félaginu forstöðu, þvi að hvorugur vildi hætta á slíkt, vegna prófsins um voriö. Varð að lokum fyrir valinu Jón Jónsson frá Miðhúsum, síðar skipstjóri, gagnfræöingur úr Flensborgarskólanum. Stofnfundur félagsins var haldinn á veitingastaðnum Geysi (Skólavörðustíg 12) hinn 14. nóv. 1894. Fund- urinn hófst kl. 8 að kvöldi og voru mættir á staönum 30 sjómenn. I stjórn voru kosnir: Jón Jónsson, formað- ur, Hafliði Jónsson frá Mýrarholti og Geir Sigurðsson. Samþykkt var að nefna félagið „Sjómannafélagið Báran“. Að loknum fundi, kl. 12 á miönætti, héldu fundar- menn niður í miðbæ fylktu liði og sungu hástöfum: „Vei þeim fólum, sem frelsi vort svíkja — ■—“ Það voru vögguljóö fyrsta sjómannafélagsins, sem stofnað var á íslandi. Félaginu var, að vonum, tekiö fálega af útgerðar- mönnum, og meðal sjómanna voru margir, sem ekki vildu fyrst í stað gerast meðlimir þess, af ótta við að útgerðarmenn létu þá gjalda þess síðar. Á þessu varð þó bráÖlega breyting til batnaðar. Starfsemi Bárunnar beindist nær eingöngu að því í byrjun að treysta félagssamtökin inn á við og hafa siðbætandi menningaráhrif á stéttina í heild. Kennir þar áhrifa Góðtemplarareglunnar, en í þeim félagsskap voru meðlimir ýmsir þeirra manna, sem fremstir stóðu í þessum samtökum sjómanna. Vildu umbótamenn þess- ir fyrst og fremst má af sjómönnunum þann ómenning- arblett, sem á þeim hvíldi sérstaklega, vegna áfengis- nautnar og annarrar óreglu, svo að dómar manna í þeim efnum yrðu ekki ættarfylgja hinnar ungu stéttar í framtíöinni. Fundir voru haldnir vikulega og voru oft fengnir þangað menn, sem ekki voru í félaginu, til þess að flytja þar erindi. Tveir af mönnum þessum, sem oft- ast létu til sín heyra og drengilegast studdu þá menn- ingarviöleitni, sem hér var um að ræða, voru geröir að heiðursfélögum, til þess að fullnægja því ákvæði félagslaganna, að ekki máttu vera á fundunum aðrir 14 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.