Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 20
Sjómenn búast til brottjarar. ræðna um málið. Var miðlunartillaga nefndarinnar samþykkt á fundi í Bárunni, 4. des. 1902. Árið 1906 var stofnað Verkamannafélagið Dagsbrún. Eftir það fór smám saman að dofna yfir Bárufélaginu og árið 1909 hætti það starfsemi sinni með öllu. Deild- unum í Hafnarfirði, Keflavík og á Akranesi var breytt í kaupfélög, en Stokkseyrar- og Eyrarbakkadeildin störfuðu áfram sem verkalýðsfélög. Stokkseyrardeildin hefir þó breytt um nafn og heitir nú Verkalýðsfélagið Bjarmi. 2. Verkamannafélag Seyðisfjarðar Fjörutíu og fimm ár eru liðin, síðan lagður var grundvöllur að víðtækustu félagshreyfingunni, sem þekkzt hefir á þessu landi — félagssamtökum verka- manna — en þessi hreyfing átti upptök sín í smáþorpi austur á landi og vagga hennar stóð þar fyrst á fátæk- legu verkamannsheimili, í litlu timburhúsi, eign Jó- hannesar Oddssonar, Miðbæ á Seyðisfirði. Þetta hús stendur enn, fátæklegt eins og fyrr, en lát- laust og óbrotið, eins og minningarnar um brautryðj- endurna, sem þar lögðu frumdrögin að fyrstu hags- munasamtökum íslenzkrar alþýðu. Umræður munu hafa byrjað um félagsstofnun þessa á Seyðisfirði haustið 1896, en hvenær félagið hóf starf- semi sína, veit nú enginn með vissu, því að fundagerðir eru engar til frá fyrstu árum félagsins. Líklegt má þó telja, að stofnfundurinn hafi verið haldinn seint á árinu 1896, eða í byrjun ársins 1897. Fundur þessi var hald- inn, eins og fyrr var getið, á heimili Jóhannesar Odds- sonar, Miðbæ á Seyðisfirði. Hinn 1. maí árið 1897 voru endanlega samþykkt í félaginu lög þess og auka- lög. Ákveðið var að nefna félagið Verkamannafélag Seyðisfjarðar. Brautryðjendurnir áttu að sjálfsögðu við ýmsa örð- ugleika að etja í byrjun, meðan samin var í aðalatrið- um stefnuskrá félagsins og starfshættir þess ákveðnir. En í þeim efnum nutu þeir leiðbeininga hjá einum landa sinna frá Ameríku, sem var í heimsókn um þetta leyti hjá ættingjum sínum á Seyðisfirði. Maður þessi var Bergsveinn M. Long. Hann hafði dvalið vestan hafs um 15 ára skeið og tekið þar allmikinn þátt í félags- samtökum verkamanna. Var hann löndurn sínum hinn hjálplegasti við stofnun félagsins og samdi uppkast að lögum þess. En starfskrafta hans naut hér skemur en æskilegt hefði verið. Sumarið 1897 hvarf hann aftur til Ameríku og þar andaðist hann, árið 1937, nær átt- ræður að aldri. Aðal hvatamenn félagsstofnunarinnar voru, auk nokkurra manna annarra, þeir Anton Sigurðsson og Jóhannes Oddsson. Anton var fæddur 25. sept. 1870 að Hálsi í Svarfað- ardal. Vorið 1892 lauk hann prófi frá Möðruvallaskóla og flutti sama ár til Seyðisfjarðar. Byrjaði hann þar að læra skósmíði og setti að námi loknu upp skóvinnu- stofu á staðnum. Haustið 1902 flutti hann búferlum til Akureyrar og réðist um veturinn stýrimaður á fisk- 18 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.