Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Page 22

Vinnan - 01.03.1943, Page 22
D. RUSSELL AÐ BAKI VÍGLÍNUNNAR Vladimir Dimitrovich Vassilief sat í blaSsölustöð sinni, þögull og hugsandi. Hann hafði hreiðrað um sig á horni Lieberstrasse, einni af útgötum Berlínarborgar, þar sem fjöldi var af allskonar knæpum og næturum- ferð mikil. Það voru að vísu engir auðkýfingar, sem sóttu þess- ar knæpur, en þær drógu til sín því meira af þeim, sem lægra voru settir í þjóðfélaginu. Og Vassilief kunni vel við sig þarna. Viðskipta- mennirnir, sem fram hjá fóru, voru örlátari á skilding- ana, eftir nætursvallið á knæpunum, en þeir, sem fyrr voru á ferli á kvöldin. Og meðan beðið var eftir þeim, hafði hann tíma til að hvíla hugann í ríki minninganna og draumanna. Og draumarnir voru honum lífsnauðsyn. Það voru þeir, sem höfðu veitt honum kjark á hinum löngu út- legðarárum og fleytt honum gegnum örbirgðina, sem bugað hafði svo marga af félögum hans og samherjum. Þótt aldurinn væri ekki hár, aðeins 50 ár, höfðu þjáningar liðna tímans sett ellimörk á svip hans. En síðustu mánuðina hafði hann yngzt upp að nýju og nú brann í æðum hans sársaukakenndur órói. Loks var fyrstu af atvinnurekendum almennt, en flestir munu þó að lokum hafa undirritað loforð um að fylgja kaup- taxtanum, sem félagið hafði auglýst. Félagið starfaði í fyrstu af talsverðum áhuga, en upp úr aldamótunum fór smám saman að dofna yfir starfsemi þess, eftir að Anton lét af formennskunni og Jóhannes Oddsson flutti til Reykjavíkur. Að síðustu lognaðist það út af, líklega á árunum 1901—02. í ársbyrjun 1904 hefur félagið starfsemi að nýju undir forustu Hermanns Þorsteinssonar, síðar kaup- manns á Seyðisfirði. Var nafni þess jafnframt breytt og hefir félagið heitið síðan Verkamannafélagið Fram. í byrjun var félagið fámennt og starfsemi þess í mol- um, en eftir 1912 verður breyting á þessu til batnaðar og félagatalan vex. Alls eru nú í félaginu um 190 meðlimir. Arið 1932 var stofnuð sérstök kvennadeild innan vé- banda félagsins, en deild þessi var lögð niður aftur, eft- ir að stofnað var, árið 1938, sérstakt verkakvennafélag á staðnum, Verkakvennafélagið Brynja. I því félagi eru nú um 90 meðlimir. F. H. hefnd að koma fram fyrir skort hans og örbirgð, grimmileg hefnd fyrir vonirnar, sem brugðizt höfðu og draumana, sem aldrei fengu að rætast. Hann las með athygli í blöðunum fréttirnar frá Rúss- landi. Einmitt þetta hafði hann þráð — hefnd yfir þá, sem spillt höfðu lífi hans, hefnd fyrir fátæktina, út- legðina og einstæðingsskapinn. Þennan hefndarþorsta hafði hann gróðursett í huga sonar síns frá barnæsku, hatrið hafði frá byrjun verið grunntónninn í uppeldi hans, hatrið til Bolshevikkanna, sem höfðu rænt þá eignum þeirra og flæmt þá í útlegð. Og barátta hans hafði borið árangur. Nú var draum- urinn að rætast. En fregnir dr. Göbbels af hrakförum rússneska hersins sefuðu aðeins um stundarsakir hið takmarkalausa hatur hans — eins og saltur svaladrykk- ur; hefndarþorstinn varð því ákafari sem meira var drukkið. Hatrinu varð nú ekki svalað lengur með boð- orði hefnigirninnar: „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Fyrir auga heimtaði hann augu og tennur fyrir tönn. Sonur hans var á austurvígstöðvunum — til þess að krefjast réttar síns. Undir forustu nazistanna skyldi ránsfengurinn verða endurheimtur, með margföldum rentum. Hann þráði þessi reikningsskil. Þau voru takmark hans í lífinu og þegar því takmarki væri náð, skyldi hann brenna til ösku þetta viðbjóðslega dagblaðarusl og gera drauma sína að veruleika, eins og prinsinn í æfintýrinu. Hann leit einu sinn enn yfir fréttadálkinn frá Rúss- landi — teigaði þar hvert orð, eins og þyrstur maður svaladrykk. Því næst spennti hann á sig heyrnartólið frá litla viðtækinu sínu, sem sonur hans hafði smíðað. Hann hafði verið þjálfaður í því sérstaklega, að smíða slík tæki — örlítil ferðatæki, sem hægt var að heyra fréttir á frá öðrum löndum — ósannar fréttir auðvit- að — frá Rússum komu að minnsta kosti engar sannar fréttir. Hann fylltist aðdáun, er hann hugsaði til sonar síns. Spengilegur var hann á velli, eins og þýzkur herforingi, en draumlyndur, eins og Rússi, þegar hann reikaði með föður sínum um horfin minningalönd, til fornrar auðlegðar, til kvenna og óhófslifnaðar, þar sem bænda- stéttin var aftur orðin ambátt hinna ríku — eins og vera bar. 20 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.