Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Síða 25

Vinnan - 01.03.1943, Síða 25
NÝJUM ÁFANGA NÁÐ Hinn 10. f. m. voru samþykkt á Alþingi lög um or- lof fyrir launastéttir landsins. Er hér um að ræða rétt- arbót, sem telja verður stórsigur í hagsmunabaráttu ís- lenzks verkalýðs. Með lögunum er öllum, sem vinna í annarra þjónustu, tryggt a. m. k. 12 daga orlof á hverju ári —- með fullum launum. Til þess að verkamönnum og öðrum launaþegum gef- ist kostur á að kynnast lögum þessum, verða þau birt hér orðrétt, eins og endanlega var frá þeim gengið. Lögin eru þannig: 1. gr. Lög þessi gilda um allt fólk, sem starfar í þjónustu annarra, hvort heldur einstaklinga eða hins opinbera. Undan- teknir eru þó: a. Iðnnemar, sbr. 9. gr. laga nr. 100 11. júní 1938, um iðnað- arnám. b. Starfsmenn fiskiskipa, sem ráðnir eru eftir reglum um hrein hlutaskipti og hlutarmaður tekur þátt í útgerðarkostnaði að meira eða minna leyti. Þó skal, ef hlutarmaður óskar þess, greiða honum orlofsfé þannig, að helmingur þess sé tekinn af kaupi hans sjálfs, en hinn helminginn greiði útgerðar- maður. 2. gr. Lög þessi rýra í engu orlofsrétt þeirra, sem samkvæmt samningi eða venju eiga eða kunna að eignast betri orlofsrétt en í lögum þessum er ákveðið. Samningar um takmarkanir á orlofsrétti samkvæmt lögum þessum eru ógildir. 3. gr. Sérhver, sem lög þessi ná til, hefir rétt og skyldu til orlofs ár hvert jafnmarga virka daga og hánn hefir unnið marga almanaksmánuði samanlagt næsta orlofsár á undan, en orlofsár merkir í lögum þessum tímabilið frá 15. maí til 14. maí næsta ár á eftir. Telst í þessu sambandi hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri tími er ekki talinn með. Það telst vinnutími samkvæmt þessari grein, þótt maður sé frá vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær kaup greitt, eða hann er í orlofi. 4. gr. Sá, sem fer í orlof, á rétt á að fá greitt sem orlofsfé 4°/o — fjóra af hundraði — af kaupi því, sem hann hefir borið úr býtum fyrir vinnu sína næsta orlofsár á undan. Nú hefir maður unnið eftirvinnu- nætur- eða helgidagavinnu, og greiðist þá orlofsfé aðeins af þeirri upphæð, sem greidd hefði verið fyrir þá vinnh, ef það hefði verið dagvinna. Þó skulu farmenn fá greitt orlofsfé af eftirvinnukaupi eins og það er á hverjum tíma. Orlofsfé greiðir sá eða þeir, sem orlofsrétthafi hefir unnið hjá á orlofsárinu, og fer greiðsla fram með orlofsmerkjum hvert skipti sem útborgun vinnulauna fer fram. Ákvæði þetta gildir þó ekki um starfsmenn, sem eru í fastri stöðu. Þegar þeir fara í orlof og hafa unnið lijá sama vinnu- veitanda samfleytt næsta orlofsár á undan, halda þeir kaupi sínu óskertu orlofsdagana, jafnháu og þeir hefðu unnið venju- legan vinnutíma. Kaup fyrir orlofsdagana skulu þeir fá greitt næsta virkan dag áður en orlof hefst. Nú fer maður úr fastri stöðu, og greiðir vinnuveitandi þá með orlofsmerkjum orlofsfé af kaupi því, er starfsmaðurinn vann fyrir á því orlofsári. Starfsmaður, sem er í fastri stöðu, þegar hann fer í orlof, en hefir ekki unnið hjá sama vinnuveitanda samfellt næsta orlofs- ár á undan, fær greitt orlofsfé með orlofsmerkjum næsta virk- an dag áður en orlof hefst, og miðast það við kaup það, er hann vann fyrir hjá núverandi vinnuveitanda á orlofsárinu. Krafa um greiðslu orlofsfjár er forgangskrafa í dánar- eða þrotabúi vinnuveitanda til jafns við kröfur þær, sem um ræðir í 83. gr. b, 5. lið, skiptalaganna, nr. 3, 12. apríl 1878. 5. gr. Nú tekur maður ekki kaup beint frá vinnuveitanda, heldur fær kaupið greitt t. d. með þjórfé að öllu eða nokkru leyti, og skal upphæð orlofsfjár þá miðast við framtal tekna til skatts næsta ár á undan, eða áætlun skattanefndar um vinnu- tekjur, ef ekki var talið fram til skatts. 6. gr. Eigi skal reikna orlofsfé af greiðslum, sem ætlaðar eru til borgunar á sérstökum kostnaði vegna starfsins, t. d. ferðakostnaði, og ekki teljast skattskyldar. Sama gildir um áhættuþóknanir, sem greiddar eru vegna stríðshættu. 7. gr. Nú er kaup greitt með fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum að öllu leyti eða einhverju, og greiðist þá orlofs- fé af verðmæti þess, sem miðast við mat skattanefndar á hlunn- indum þessum til tekna við síðustu ákvörðun tekjuskatts. 8. gr. Ríkisstjórnin hlutast til um, að póststjórnin gefi út orlofsmerki og orlofsbækur á þann hátt, er fyrir er mælt í lög- um þessum og reglugerð, er sett skal samkvæmt þeim. ( reglugerðinni skal ákveða gerð merkjanna, með hvaða upp- hæðum í aurum eða krónum þau skulu gefin út og hvernig sölu þeirra skuli hagað. Orlofsmerki skulu vera til sölu og orlosfbækur til afhending- ar í öllum póststöðvum, þar sem póstfrímerki eru seld. Merkin skulu seld vinnuveitendum með ákvæðisverði og starfsmönnum afhentar ókeypis þær bækur, sem eru þeirn nauð- synlegar. 1 bækurnar skal starfsmaður rita nafn sitt, stétt og heimili, um leið og bókin er afhent og í viðurvist þess er afhendir hon- um bókina. Hver bók skal aðeins gilda fyrir eitt orlofsár, og skal það tilgreint fremst í bókinni, og má aðeins festa í þær orlofsmerki fyrir vinnu á því orlofsári. 1 reglugerð skulu sett ákvæði um gerð bókanna og notkun, svo og um önnur atriði varðandi framkvæmd laga þessara, er þurfa þykir. Allur kostnaður við orlofsmerki og orlofsbækur greiðist úr ríkissjóði. Þegar kaupgreiðandi afhendir starfsmanni orlofsmerki, skal kaupgreiðandi sjálfur festa þau í orlofsbók starfsmannsins, á þann hátt, er fyrir er mælt í reglugerð um orlof, og skrifa í bók- ina það, sem reglugerðin ákveður. 9. gr. Orlof skal veitt í einu lagi á tímabilinu 1. júní til 15. september. Þó skal þeim, er vinna við sveitavinnu eða síldveiði, veitt orlof á öðrum tímum árs eftir því, sem nánar verður á- kveðið í reglugerð, og er ríkisstjórninni með sama hætti heim- ilt að ákveða, að víkja frá ákvæðum í upphafi greinarinnar um fleiri starfsgreinir, er nauðsynlegt þykir, að aðrar reglur gildi um. Aðilar geta með samkomulagi ákveðið, að orlofi skuli skipta og að það skuli veitt á öðrum tímum árs en í 1. mgr. segir. 10. gr. Nú er starfsmaður í starfi á þeim tíma, þegar hann vill fara í orlof, og ákveður vinnuveitandi þá, með a. m. k. viku VINNAN 23

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.