Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Síða 26

Vinnan - 01.03.1943, Síða 26
fyrirvara, hvenær honum skuli veitt orlof, nema samkomulag verði um annað. Ritar vinnuveitandi í orlofsbók starfsmanns vottorð um það, hvaða daga orlof hans skuli standa yfir. 11. gr. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof á þeim tíma, er vinnuveitandi ákveður samkv. 10. gr., skal hann sanna forföll sín með vottorði sjúkrasamlagslæknis síns, ef hann er í sjúkrasamlagi, en annars héraðslæknis. Læknisvottorð skal ritað í orlofsbók. Getur starfsmaður þá krafizt orlofs og greiðslu andvirðis orlofsmerkja á öðrum tímum en ákveðið er í 9. gr., en þó ekki síðar en svo, að orlofi hans sé lokið fyrir 31. maí næst- an á eftir. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof fyrir þann tíma,á hann rétt á að fá greitt andvirði oriofsmerkja sinna, ef hann sannar veikindi sín á sama hátt og að ofan greinir. 12. gr. Nú er maður ekki í starfi, þegar hann vill fara í or- lof, eða er orðinn sjálfstæður atvinnurekandi eða, hættur að starfa í þjónustu annarra af öðrum ástæðum, og skal hann þá snúa sér til oddvita, bæjar- eða borgarstjóra, þar sem hann er heimilisfastur, og gefa skriflega yfirlýsingu um, að hann ætli að fara í orlof tiltekna daga, en sá, sem við yfirlýsingunni tek- ur, ritar vottorð í orlofsbók hlutaðeiganda um, að hann hafi tekið við yfirlýsingunni, og um innihald hennar, enda sé yfir- lýsingin geymd í hans vörzlum. 13. gr. Þegar ritað hefir verið í orlofsbók vottorð samkvæmt því, sem segir í 10. og 12. gr., snýr starfsmaður sér til einhverrar póststöðvar og fær þar, hinn síðasta virkan dag áður en orlof hefst eða síðar, greidda í peningum samanlagða upphæð or- lofsmerkja, sem fest eru í orlofsbókina, gegn afhendingu bókar- innar með áritaðri kvittun fyrir móttöku upphæðarinnar. Nú er orlofsbók ekki lögð fram í póststöð til innlausnar fyrir 15. september fyrir næsta orlofsár á undan, og fellur þá andvirði orlofsmerkjanna til ríkissjóðs, nema sérstök heimild sé í lögum þessum eða reglugerð samkvæmt þeim til þess að fresta inn- lausn bókarinnar. Þó getur ráðherra, þegar sérstaklega stendur á, veitt frest í þessu efni til loka yfirstandandi orlofsárs. Andvirði orlofsmerkja greiðist dánarbúi manns, sé það sannað með dánarvottorði, rituðu í orlofsbók, að hann sé látinn. 14. gr. Nú er orlofi skipt samkvæmt heimild í 9. gr. laga þessara, og skal þá stíla vottorð þau, sem um ræðir í 10. gr. og 12. gr., í samræmi við það. Verður síðan aðeins greiddur í það sinn sá hluti samanlagðrar upphæðar orlofsmerkja í orlofs- bók, sem svarar til þess hluta orlofs, er vottorðið ræðir um. Skal rita í orlofsbókina kvittun fyrir greiðslunni, en afhenda hókina síðan þeirri póststöð, sem greiðir eftirstöðvar orlofs- merkjanna. 15. gr. Kröfur á hendur vinnuveitendum samkvæmt lögum þessum falla úr gildi fyrir fyrning, ef þær hafa ekki verið við- urkenndar eða lögsókn hafin innan loka næsta orlofsárs eftir að kröfurnar stofnuðust. 16. gr. Oheimilt er manni að vinna fyrir kaupi í starfsgrein sinni meðan hann er í orlofi. 17. gr. Framsal orlofsmerkja og flutningur orlofsmerkja milli ára er óheimill. 18. gr. Það varðar sektum, er renna í ríkissjóð, ef: 1) Vinnuveitandi lætur starfsmann sinn ekki fá orlof eða or- lofsfé samkvæmt lögum þessum, nema um ítrekað brot sé að ræða, því þá má dæma hann til varðhalds. 2) Vinnuveitandi gerir samning við starfsmann sinn, sem bannaður er í 2. gr. 2. mgr. 3) Starfsmaður brýtur ákvæði 16. og 17. gr., og skal þá jafn- framt, ef brotið er ítrekað, ákveða með dómi missi orlofs- réttar næsta orlofsár eftir að dómur er kveðinn upp. Mál út af brotum þessum skulu sæta meðferð almennra lög- reglumála. Sökin fyrnist, ef mál er eigi höfðað áður en næsta orlofsári lýkur eftir að brot var framið. 19. gr. Ef eigi er öðru vísi ákveðið í lögum þessum, skulu öll mál út af réttindum og skyldum samkvæmt þeim og til full- nægingar öllum kröfum í því sambandi heyra undir félagsdóm. Saga löggjafar þeirrar, sem að ofan greinir, er í aðalatriðum á þessa leið: í október 1941 skipaði þáverandi félagsmálaráð- herra, Stefán Jóh. Stefánsson, fimm manna nefnd til undirbúnings löggjafar um orlof fyrir verkafólk, en þingmenn Alþýðuflokksins höfðu áður flutt á Alþingi þingsályktunartillögu um málið, sem náð hafði sam- þykki. Að loknu starfi sínu skilaði nefndin frumvarpi, sem mælt var með af öllum nefndarmönnum, nema fulltrúa atvinnurekenda. Á fyrra ársþinginu 1942 var frumvarpið flutt af Sigurjóni Á. Ólafssyni, eins og gengið hafði verið frá því af meiri hluta milliþinganefndar. En frumvarpið náði ekki afgreiðslu á því þingi. Á Alþingi því er nú situr var frumvarpið flutt að nýju af Guðmundi 1. Guðmundssyni og samþykkt að lokum sem lög, eins og fyrr var getið, 10. febr. SELJUM ALLAR TEGUNDIR AF KEXl OG KÖKUM SÍMAR: 3600 • 5600 SÍMNEFNI: ESJA PÓSTHÓLF 753 ESJU KEX ER YÐAR KEX! 24 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.