Vinnan - 01.10.1946, Page 6
/ ——-----------------------N
AF ALÞJÓÐAVETTVANGI
__________________________/
Hinn 20. sept. kom framkvæmdanefnd Alþjóða-
sambands verkalýðsfélaganna saman á fund í
Washington, réttu ári síðar en fulltrúar frá 69
löndum komu saman í París til að mynda samtök
er væru þess megnug að leysa þau vandamál, er
biðu úrlausnar verkalýðsins um heim allan.
Framkvæmdanefndin mun á þessum fundi sín-
um athuga árangra liðins starfsárs, baráttuna gegn
Franco-Spáni, kröfurnar um að Alþjóðasamband-
ið verði fullgildur aðili í Bandalagi hinna sam-
einuðu þjóða, útrýmingu nazismans í Þýzkalandi
og önnur þau mál er það hefur aðallega látið sig
varða á þessu ári.
Gert er ráð fyrir, að ástandið í Iran, Grikklandi
og Kína verði tekið til umræðu á fundinum. —
Louis Saillant, aðalritari Alþjóðasambandsins,
ferðaðist um Iran í sumar og telur hann ástand
og lífskjör verkalýðsins þar með öllu óviðunandi.
Leon Jouhaux mun skýra frá ferð sinni um Grikk-
land og þeim ofsóknum, er verkalýðshreyfingin
þar sætir af hendi afturhaldsins, og hann var
sjálfur vitni að.
Kæra hefur borizt frá kínverska verkalýðssam-
bandinu urn að Kuomintangstjórnin hafi látið
fangelsa foringja þess og gert eignir þess upp-
tækar.
í Alþjóðasambandinu eru nú að heita má öll
verklýðssambönd heimsins, að undanteknu A.F.L.
sem ennþá heldur fast í einangrunarafstöðu sína.
Tveir þeirra manna, er hátt bar við stofnun
Alþjóðasambandsins, sitja ekki þennan fund, þeir
Sidney Hillman, hinn glæsilegi foringi C. I. O.,
er lézt í júlí s.I. og brezki verkalýðsforinginn
Walter Citrine, barón, sem tekið hefur við stjórn-
arstörfum í hinum þjóðnýttu kolanámum Bret-
lands. (Eftir A. L. N.)
Brezka verkalýðssambandið hefur hafið baráttu
gegn framkvæmd stjórnarinnar á lögunum um
styrk til barnafjölskyldna.
Lögunum er ætlað að veita fátæku barnafólki
aðstoð til að ala börn sín upp á sómasamlegan
hátt. En framkvæmdin er þannig, að fólk, sem
nýtur sjúkra-, atvinnuleysis- eða annarra styrkja,
fær ekki barnastyrkinn nema að litlu leyti. Fram-
kvæmdin er því sú, að þeir sem komast það vel
af að þurfa ekki opinberrar aðstoðar, fá fullan
barnastyrk, en hinir, sem verst eru settir en mesta
hafa þörfina fyrir hann, fá lítið eða ekkert.
-K
Verkamenn í stáliðnaði Kanada hafa einróma
hafnað málamiðlunartillögu ríkisstjórnarinnar
um 12 og hálfs cents kauphækkun á klukkustund.
Verkamennirnir, sem upprunalega kröfðust 19
og hálfs cents hækkunar á klst., hafa tjáð sig geta
fallist á 15i/£ cents hækkun, en minna ekki.
+
Hafnarverkamenn í London hafa um langan
tíma barizt fyrir því að fá það samningbundið,
að allir hafnarverkamenn skyldu vera félags-
bundnir í sama félagi, Transport and General
Workers Union. Með samningi við London Pass-
enger Transport Board um mánaðamótin ágúst
—sept. fengu þeir þessari kröfu sinni framgengt.
Útlit er fyrir verkfall sænskra bankastarfs-
manna. Samningar hafa nú staðið um 6 mánaða
tíma um kröfur þeirra um fullar bætur vegna
aukinnar dýrtíðar, styttri vinnutíma og rétt til að
vera skipulagðir í sínu stéttarfélagi. Atvinnurek-
endur vilja ekki fallast á að starfsmenn í hæstu
launaflokkum séu í stéttarfélaginu. Félagssam-
tök bankamanna telja 7400 meðlimi.
+
Mikil óánægja ríkir nú meðal járnbrautar-
verkamanna á brezka hernámssvæðinu í Þýzka-
landi yfir því að gamall nazisti, Fritz Busch, hefur
verið skipaður framkvæmdastjóri járnbrautanna.
Frá þingi sænska landssambandsins
Laugardaginn 7. september 1946 kl. 3 e. h. var
13. allsherjarþing sænska landssambandsins sett í
Konsertliuset í Stokkhólmi. Til þings voru mættir
um 300 fulltrúar frá hinum ýmsu fagsamböndum.
Þá sat þingið geysilegur fjöldi gesta, innlendra og
erlendra. Meðal hinna innlendu má nefna full-
272
VINNAN