Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 7

Vinnan - 01.10.1946, Side 7
GUÐMUNDU'R VIGFÚSSON: Verkefni og viðhorf Þegar Vinnan kemur að þessu sinni fyrir al- menningssjónir mun fulltrúakosningum til 19. þings Alþýðusambands Islands verða hvarvetna lokið. Eins og oft áður hefur nokkurt kapp verið í kosningu þingfulltrúanna og henni fylgt af at- hygli og áhuga langt út fyrir raðir verkalýðshreyf- ingarinnar. Þetta sýnir hve ljóst öllum landslýð er orðið, að skipan verkalýðsmálanna hefur mik- ið að segja um þá þróun og stefnu, sem ráðandi er í landinu á hverjum tíma. Hér skal engu spáð um skipan 19. þingsins, en óþarfi er að draga á það nokkra dul, að sterkar líkur benda til þess að stefna hinnar stéttarlegu einingar, sem sameiningarmenn hafa barizt fyrir og borið uppi á undanförnum árum, eigi öruggu og vaxandi fylgi að fagna innan verkalýðsfélag- anna um allt land. Reynsla undanfarandi ára lief- ur kennt verkalýðsstéttinni að skilja og meta yfir- burði stéttarlegs samstarfs og bróðurhugs. Og ef til vill hefur verkalýðsstéttinni, og reyndar þjóð- inni allri, aldrei verið nauðsynlegra en einmitt nú, að hafa á að skipa einhuga og samhentri verkalýðshreyfingu, byggðri upp á fullkomnum jafnréttis- og lýðræðisgrunrvelli. Alþýðusamband trúa frá ríkisstjórninni, sósíaldemókrataflokkn- um, sósíaldemókratíska kvennasambandinu, sam- bandi ungra sósíaldemókrata, samvinnufélaga- sambandinu og kvikmyndasambandinu Films. Hinir erlendu gestir voru fulltrúar Alþjóðasam- bands verkalýðsins, alþjóðlegu verkamálaskrif- stofunnar og alþýðusambanda: Danmerkur, Nor- egs, Finnlands, íslands, Ameríku, Belgíu, Eng- lands, Frakklands, Hollands, Luxemburg, Pól- lands, Sviss, Ráðstjórnarríkjanna, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands og Austurríkis. Þingsetning fór fram með mikilli viðhöfn. Með- an fulltrúar og gestir gengu til sæta, var leikinn einleikur á orgel, síðan lék fjölmenn hljómsveit úr sænska hljómlistarsambandinu, karlakór verka- manna í Stokkhólmi söng nokkur lög, flutt var hátíðakantata helguð sambandinu, og loks reis þingheimur úr sætum og söng Internationalinn. Þá steig forseti landssambandsins, August Lind- berg, í ræðustólinn og minntist þeirra trúnaðar- manna sænsku verkalýðshreyfingarinnar, er hnig- ið höfðu í valinn frá því er síðasta þing var háð, bauð gesti velkomna og kynnti þá, en síðan flutti hann langa yfirlitsræðu um starfsemi sambands- ins milli þinga. Er hann hafði lokið máli sínu, gaf hann gestunum orðið, og tóku ræður þeirra þann dag allan og fyrri hluta næsta dags. Þá hófust hin eiginlegu þingstörf og stóðu alla næstu viku. VINNAN Það er ljóst af framanskráðu, að þess er enginn kostur í þessari örstuttu greinargerð, að skýra frá efni þessarar ræðna né lieldur þeim málum, er rædd voru á þinginu. En ég vænti þess, að „Vinn- an‘“ geti síðar flutt lesendum sínum megininntak þess, svo að íslenzkur verkalýður geti fært sér í nyt hina margháttuðu, mikilsverðu og dýrkeyptu reynslu, er verkalýðshreyfing annarra landa hefur öðlazt á hinum síðustu árum. Gestrisni Svía var með fádæmum. Er hægt að tala um of mikla gestrisni? Illviljaður maður gæti með nokkrum rétti sagt, að við hefðum ekki feng- ið að hreyfa okkur nema í fylgd einhvers úr „flokknum". Þeir báru okkur á höndum sér, svo að við komum aldrei til jarðar. Dagarnir hófust með dýrðlegum veizlum, síðan liófust ferðalög á fagra og merka staði, og að ferðalokum var setzt að hlöðnum borðum á Hasselbacken, Berns sal- onger eða í gullna sal Ráðhússins. Að miðnætti háttuðu menn ölmóðir og dansrjóðir í dúnmjúk rúm á beztu gistihúsum borgarinnar. Og það var morgunn og það var kvöld.... Þökk sé þeim fyrir ástúðlegar móttökur! Heill hinni sænsku verkalýðshreyfingu! Lund, 1. október 1946 Einar Bragi Sigurðsson. 273

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.