Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 8

Vinnan - 01.10.1946, Side 8
íslands hefði ekki verið fært um að inna þau störf af hendi, sem það hefur skilað íslenzkri alþýðu síðustu árin, ef þessa grundvallaratriðis hefði ekki verið gætt. Skipulagsbreytingin frá 1940 hefur verið aflgjafi þeirrar vaxandi samheldni sem stétt- arfélög Alþýðusambandsins hafa sótt þrótt sinn í, og gert hafa samtök vinnandi fólks að stórveldi á okkar mælikvarða. Það verður rneðal verkefna þess Alþýðusam- bandsþings, sem nú er framundan, að vega og meta starf og stefnu sambandsins undangengið kjörtímabil og marka jafnframt þá stefnu og fram- kvæmdir, sem fylgt skuli næstu tvö ár. Að sjálf- sögðu mun miðstjórn sambandsins undirbúa stærstu og þýðingarmestu málin, sem fyrir þingið verða lögð. Meðal þeirra verða óhjákvæmilega kaupgjalds- og kjaramál sambandsfélaganna, at- vinnumálin, dýrtíðar- og verðlagsmálin, laga- breytingar- og skipulagsmál samtakanna, og svo síðast en ekki sízt. sjálfstæðismálið, sem hlýtur að verða mál málanna á þessu þingi, eins og nú er komið. Allt eru þetta stórmál, sem varða alla verkalýðshreyfinguna, hvern einstakan með- lim hennar, og flest þeirra snerta hag og afkomu mikils hluta þjóðarinnar, ekki einungis á allra næstu tímum heldur jafnvel um ófyrirsjáanlega framtíð. Auk þessara og annarra megin mála, sem vitað er að 19. þing Alþýðusambands íslands verður að taka afstöðu til og ráða fram úr, eftir því sem fært er, munu fulltrúar hinna einstöku sambandsfé- laga koma þar á framfæri hinutn margvíslegu hugðarefnum umbjóðenda sinna, ýmist stað- bundnum áhugamálum eða snertandi að meira eða minna leyti hag og velferð verkalýðsstéttar- innar almennt. íslenzkar launþegastéttir eiga mikið í húfi, að giftusamlega takizt um störf næsta Alþýðusam- bandsþings. Vinnandi fólkið í landinu hefur stór- bætt kjör sín og aðstöðu undanfarandi ár, síðan stefna hinnar stéttarlegu einingar varð sérréttind- um og sundrun yfirsterkari. Samtök alþýðunnar hafa á skömmum tíma orðið slíkt vald, að ekki hefur reynzt fært að ganga framhjá þeim eða hundsa vilja þeirra. Þeim hefur tekizt að ráða meiru um stefnu og framkvæmdir í almenn- um þjóðmálum en nokkurn hefði órað fyrir, fyr- ir tiltölulega fáum árum. Alþýðusamtökin hafa ekki látið sér nægja starfið að hækkun kaups og öðrum kjarabótum alþýðunnar, þau hafa jafn- framt haft forustu um mestu atvinnuframkvæmd- ir og umbltingu í atvinnuháttum, sem um getur í sögu landsins. Án þeirra forustu og framlags eru engar líkur til að tekizt hefði að létta dauðri hönd afturhalds og úrræðaleysis af atvinnulífi og framfaramálum íslenzku þjóðarinnar haustið 1944. Og án sigurs einingarstefnunnar hefði Al- þýðusamband ísland ekki ráðið yfir þeim styrk- leika og forustuhæfni, sem nauðsynlegur var til að tryggja framgang nýbyggingarinnar og þar með möguleika til vaxandi velmegunar þjóðarinnar í framtíðinni. Allt bendir nú til þess að afturhaldsöflum þjóðarinnar þyki skerfur alþýðunnar nægur og btiast megi við árásartilraunum á lífskjör hennar og fráhvarf frá stefnu framfara og nýbyggingar. Til þess bendir, meðal annars, sú fjármálastefna, sem „þjóðbankinn“ hefur fylgt að undanförnu og virðist beinlínis sett til höfuðs nýbyggingu at- vinnuvegannna. Verður ekki annað greint, en að með þessum og öðrum álíka ráðstöfunum vald- hafanna, sé markvisst unnið að því að kyrkja í fæðingunni mikinn hluta þess nýgróðurs atvinnu- veganna, sem vaxið hefur í skjóli nýbyggingar- stefnunnar og bera átti uppi atvinnu- og lífasaf- komu hinnar vinnandi alþýðu. Hér verða vinnandi stéttirnar að setja strik í útreikning afturhaldsins. Alþýðan getur aldrei sætt sig við endurkomu þess eymdarástands, sem ríkti fyrir atbeina afturhaldsins allt frá upphafi kreppunnar og fram að styrjöld. Og fyrsta ráð- stöfunin, sem hún þarf að gera til þess að hindra þessi áform en tryggja blómlegt atvinnulíf og al- menna velmegun, er að efla stórlega samtök sín, verkalýðsfélögin og heildarsamtök þeirra, Alþýðu- samband Islands, treysta eininguna innan þeirra og auka hæfni þeirra til forystu og leiðsagnar fyrir þeim farmfaraöflum íslenzku þjóðarinnar, sem eru þrátt fyrir annan smávægilegri ágreining sammála um að hindra beri fyrirætlanir hrun- stefnumanna. 19. þing sambandsins þarf því að leggja grundvöll að víðtæku samstarfi allra þjóð- hollra og framfarasinnaðra íslendinga. Aðeins slíkt samstarf, slíkt bandalag þjóðarinnar gegn skemmdaröflunum, getur tryggt áframhald ný- byggingarinnar, undirstöðu nægrar atvinnu og mannsæmandi fjárhagsafkomu alþýðunnar. 19. þing Alþýðusambands íslands kemur saman á örlagaríkum tímum. Störfum þess mun verða fylgt af vakandi athygli og eftirvæntingu af lands- mönnum öllum. Marki það sömu stefnu í meg- indráttum og gert liefur Alþýðusamband'ið að sterkustu samtakaheild þjóðarinnar, ætti sú stund ekki að vera langt undan að alþýðan geti sett svip úrlausna sinna og stefnu á þróun þjóðfélagsmála næstu árin í enn ríkara mæli en fram að þessu. 274 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.