Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 9

Vinnan - 01.10.1946, Side 9
HERSTÖÐVAMÁLIÐ Enda þótt alþjóð sé kunnug hin hneykslanlega afgreiðsla meiri hluta alþingis á herstöðvamálinu og það kunni að þykja eftir dúk og disk að fara að rifja það mál upp af nýju, vill „Vinnan“ fara nokkrum orðum um aðdraganda þess og átök þaa, er áttu sér stað meðan verið var að ákveða örlög þjóðarinnar á alþingi um ófyrirsjáanlega framtíð — og ekki sízt vegna þess, að leiðtogar samtaka liinna vinnandi stétta í landinu, stjórn Alþýðu- sambands íslands, höfðu, ásamt menntamönnum vorum, rithöfundum og listamönnum, forystu í baráttunni gegn landráðastarfsemi hinna lítil- þægu þjóna hins ameríska dollaravalds á alþingi íslendinga. Svo sem kunnugt er, sömdum við óvéfengjan- lega um það við Bandaríkjamenn árið 1941, að þeir hyrfu héðan þegar í stað að loknu stríði með allan her sinn. Allt um það var talsverður uggur í mönnum við það, að Bandaríkin myndu tregð- ast við að halda þennan samning, þótt hinu hafi fáir búizt við, áð til væru rnenn á íslandi, sem væru þess albúnir að ljá þeim liðsyrði sitt til slíkra samningsrofa. Eigi að síður tók brátt að bera á því, að „gamla konu langaði í ferðalag" — í vesturátt. Þessi gamla matróna var jónas Jóns- son. Hann hafði snemma á hernámsárunum sett upp skotthúfuna, snurfusað sig og reynt að gera sig sem allra útgengilegastan í augum setuliðsins, og eftir að ráðamenn málgagna flokks hans höfðu harðlokað fyrir honum öllurn innandyraþægind- um sínurn bæði syðra og nyrðra, hafði hann í heimilisriti sínu, Ófeigi — sem mun heitinn eftir Ófeigi í Skörðum, en væri réttnefndur Feigur Fallandason — birt hvern hundinn öðrum lengri um nauðsyn þess, að Islendingar byndust eins konar hjúskapartengslum við Bandaríki Norður- Frá útifundinum á Lrekjartorgi VINNAN 275

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.