Vinnan - 01.10.1946, Page 10
Fólksfjöldinn.á útifundinum á Lækjartorgi
Ameríku. Jafnframt lét hann í ljós mjög dular-
fullan ótta við einhverja þjóð í austri, sem virðist
hafa verið honum þyrnir í augum um langt skeið.
Eigi vita menn með vissu, hver er orsök þessa
ótta, en af því, liversu honum er óljúft að nefna
nafn þessarar þjóðar í skrifum sínum, þótt hann
hins vegar minnist hennar oft á óbeinan hátt,
ráða menn helzt, að téð þjóð sé gömul unnusta
hans, sem hann hafi brugðið heitum við og flýi
nú vegna samvizkubits. Þó telja menn þennan
ótta með öllu ástæðulaus'an, því að enginn veit
til þess, að hin austræna þjóð hafi nokkru sinni
sótzt sérlega fast eftir ástum Jónasar.
Þegar stríðinu lauk og setuliðið sýndi á sér tak-
markað ferðasnið, tóku menn að efast mjög um
hina amerísku orðheldni. Jafnframt komst á kreik
orðrómur um, að ýmsum íslendingum og jafn-
vel helzt þeim, sem áður höfðu talað hvað fagur-
legast um frelsi og sjálfstæði þióðarinnar, væri
dvöl hins bandaríska setuliðs hér mjög kærkomin.
Gekk jafnvel svo langt, að fyrir síðustu alþingis-
kosningar voru uppi háværar raddir um það, þótt
þess hefði ekki átt að þurfa, að krefja frambjóð-
endur loforðs um að berjast á alþingi gegn þrá-
setu Bandaríkjahers hér. Blöð stjórnmálaflokk-
anna tóku mjög loðna afstöðu til málsins að und-
anteknum blöðum Sósíalistaflokksins osr mál-
o
gagni Alþýðusambandsins. Þau tóku frá upphafi
mjög ákveðna afstöðu gegn alíri erlendri íhlutun
um íslenzk málefni og kröfðust brottfarar setu-
liðsins þegar í stað.
Kvíði manna og uggur um framtíð hins ný-
fengna frelsis og sjálfstæðis íslenzku þjóðarinnar
óx dag frá degi, unz menn þurftu ekki lengur að
vera í neinum vafa, þegar hinn illræmdi her-
stöðvasamningur, senr Morgunblaðið kallaði á
sínu sakleysislega og ísmeygilega máli „flugvallar-
málið“, var lagður fyrir alþingi 20. september
síðastliðinn, og jafnframt varð kunnugt, að for-
sætisráðherrann, Ólafur Thors, hafði tryggt samn-
ingnunr fylgi meiri hluta alþingis, en samkvæmt
þessum samningi eiga Bandaríkin, svo sem kunn-
ugt er, að hafa full afnot Keflavíkurflugvallarins
til herflutninga, og er lrann óuppsegjanlegur í
sex og hálft ár.
Strax og samningurinn var lagður fram á al-
VIN N A N
276