Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.10.1946, Blaðsíða 11
þingi reis sterk mótmælaalda gegn honum meðal þjóðarinnar. Tók stjórn Alþýðusambands Islands þegar í stað forystuna í baráttunni gegn honum, og á fundi sínum sama daginn og samningsupp- kastið var lagt fram, gerði hún eftirfarandi sam þykkt: „Með skírskotun til ályktunar stj. Alþýðu- sambands Islands frá 2. nóv. 1945, sem stéttarfé- lög alþýðunnar um land allt hafa áréttað, þar sem mómælt er afsali íslenzkra landsréttinda og hvatt er til þjóðareiningar gegn hvers konar erlendri á- sælni, mótmælir stjórn Alþýðusambandsins samn- ingsuppkasti því, sem nú liggur fyrir Alþingi sem dulbúnum herstöðvasam'ningi, er raunverulega veitir Bandaríkjunum hernaðaryfirráð á íslenzku landsvæði og skerðir sjálfstæði þjóðarinnar. Sambandið gerir þá kröfu til nýkjörinna full- trria á alþingi Islendinga, að þeir sýni þann trún- að við íslenzku þjóðina og þau heilindi gagnvart gefnum loforðum, að þeir felli samningsuppkast- ið og vísi ákveðið á bug öllum tilraunum til skerðingar á íslenzkum landsréttindum í hvaða gervi, sem þær birtast. Alþýðusamband íslands heitir á alþýðu lands- ins og íslenzku þjóðina alla að búast til varnar sjálfstæði og frelsi ættjarðarinnar og mótmæla einum rómi því afsali á íslenzkum landsréttind- um, sem hið ameríska samningsuppkast boðar.“ Tveimur dögum seinna, 22. september, var haldinn að tilhlutan stjórnar Alþýðusambandsins, almennnr fundur um samningsuppkastið í porti Miðbæjarskólans. Komu þar fram íulltrúar frá Alþýðusambandinu, stúdentum, Bandalagi ís- lenzkra listamanna o. fl. Málshefjandi var Stefán Ögmundsson varaforseti Alþýðusambands ís- lands, og var mál hans snjallt og skörulegt. Auk hans töluðu, meðal annarra, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, Sigurbjörn Einarsson dósent og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Fundur- inn var geysifjölsóttur og létu menn óspart í ljós andúð sína á samningsuppkastinu og hinum íslenzku kvislingum. Að honum loknum gengu fundarmenn fylktu liði niður að samkomuhúsi sjálfstæðismanna við Austurvöll, en þar stóðu helztu forríðarar Sjálfstæðisflokksins, andspænis styttu Jóns Sigurðssonar, og útmáluðu fyrir fáein- Lögregluþjónar ineð gasgrimur við sjálfstœðishúsið VINNAN 277

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.