Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Page 12

Vinnan - 01.10.1946, Page 12
Jakob Benediktsson talar á útifundinum a Lækjartorgi um fylgismönnum sínum nauðsyn þess að selja af hendi það frelsi og sjálfstæði, sem Jón Sigurðs- son liafði barizt manna mest og bezt fyrir, að íslenzk þjóð fengi endurheimt. Þegar aðkomu- menn gengu inn í salinn og létu í ljós andúð sína á atferli Seljalandsmanna, féllust þeim hendur og varð fundarfall, unz komumenn gengu út aftur. Eigi vildi fólk frá liverfa, og stóð fylkingin fyrir utan húsið allt til kvölds. En þá áræddu Seijalandsmenn að gægjast út, og héldu brott, ósárir, en ákaflega móðir. Daginn eftir, 23. september, var allsherjarverk- fall gegn herstöðvasamningnum til þess að krefj- ast þjóðaratkvæðis. Hófst það klukkan eitt eftir hádegi og stóð til jafnlengdar næsta dag. Var þetta fyrsta allsherjarverkfallið á íslandi, og var algert, svo algert, að meðan alþingi íslendinga var gert að mangarabúð, þar sem verzlað var með frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, eins og það væri fánýtt glingur, lokuðu margir kaupmenn verzlun- um sínum í mótmælaskyni við samning Ólafs Thors, og fjöldi ófélagsbundinna manna lagði niður vinnu. Sama dag var haldinn útifundur á Lækjartorgi að tilhlutan stjórnar Alþýðusambandsins og full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Á fund- inum voru um átta þúsundir manna. Málshefj- andi var þar einnig Stefán Ögmundsson, vara- forseti Alþýðusambandsins, en auk hans töluðu meðal annarra, Jón Rafnsson framkvæmdastj., Eggert Þorbjarnarson form. fulltrúaráðs verka- lýðsfél. í Reykjavík, Jakob Benediktsson magister og dr. Björn Sigfússon. Björn Bjarnason ritari sambandsins og Guðgeir Jónsson fyrrv. forseti þess stjórnuðu fundinum. í lok fundarins voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi tillögur: „Vér leyfum oss hér með að senda hinu háa alþingi eftirfarandi samþykkt: Fjölmennur útifundur, haldinn 23. sept. 1946 í Reykjavík, skorar á alþingi að samþykkja ekki samningsuppkast það, er nú liggur fyrir alþingi frá stjórn Bandaríkja Norður-Ameríku, án þess að þjóðinni verði gefinn kostur á að tjá vilja sinn í þessu máli með þjóðaratkvæðagreiðslu." „Fjölmennur útifundur felur stjórn verkfalls- ins að senda nefnd manna á fund stjórnar Alþýðu- flokksins og þingmanna hans til þess að krefjast liðsinnis þeirra við að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn við Bandaríkin.“ „Vér þúsundir íslendinga, samankomnir á fundi í Reykjavík 23. sept 1946, leyfum oss að beina þeirri ósk til yðar, herra forseti, að þér, á þessari örlagastund þjóðarinnar, beitið áhrifum yðar gagnvart alþingi og farið þess á leit, að þing- ið láti tillögu þá um samninga milli Bandaríkja N orður-Ameríku og Islands, sem nú liggur fyrir alþingi, ekki öðlast samþykki án þess hún legg- ist undir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Frá fjölda verkalýðsfélaga og annarra félaga víðs vegar af landinu bárust áskoranir til alþingis um að samþykkja ekki samningsuppkastið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá létu menntamenn vorir ekki heldur á sér standa. Á fundi sínum, 22. september, samþykkti Stúdenta- 278 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.