Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Page 13

Vinnan - 01.10.1946, Page 13
ráð Háskóla íslands eftirfarandi erindi til al- þingis: „Stúdentaráð Háskóla Islands lítur svo á, að í samningsuppkasti því, sem nú liggur fyrir alþingi um réttindi Bandaríkjanna á íslandi, sé íslend- ingum ekki tryggður sá réttur, sem fullvalda þjóð lilýtur að krefjast. Stúdentaráð telur, að betur yrði að tryggja brottflutning alls herafla Bandaríkjanna í Reykja- vík og óskoraðan umráðarétt þjóðarinnar yfir öllu hennar landi, heldur en gert er í nefndu samningsuppkasti. Stúdentaráð lítur einnig svo á, að slíkan samn- ing, sem hér um ræðir, sé ekki rétt að gera til lengri tíma en eins árs. Stúdentaráð telur nauðsynlegt að orða samn- ingin svo skýrt, ótvírætt og ýtarlega, að sem minnst hætta sé á því, að til ágreinings aðila kunni að koma. Alþjóðadómstólar, sem vald hafa um slíkan ágreining, eru svo seinvirkir, að örlagaríkt gæti orðið fyrir íslendinga. Stúdentaráð leyfir sér því að skora á hið háa alþingi að samþykkja ekki nefnt samningsupp- kast, eins og það liggur fyrir nú.“ Ennfremur skoraði stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur á alþingi að samþykkja ekki samn- ingsuppkastið. Og á almennum fundi eldri og yngri stúdenta, senr haldinn var í Háskólanum, voru samþykktar eftirfarandi áskoranir nær ein- róma: „Almennur fundur eldri og yngri stúdenta haldinn í Háskólanum að tilhlutan Stúdenta- félags Reykjavíkur og Stúdentaráðs Háskóla ís- lands þann 23. sept. 1946 beinir þeirri áskorun til allra íslendinga, að þeir standi dyggilega á verði um réttindi og sjálfstæði landsins, en sýni Guðgeir Jónsson talar d útifundinum á Lœkjartorgi VINNAN 279

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.