Vinnan - 01.10.1946, Page 19
að af fagmönnum, því þau bera það með sér, að
svo sé. En þessar línur eru ritaðar til þess að
hrinda fram þeirri spurningu, hvort veitinga-
menn eigi ekki að vinna að því með Matsveina-
og veitingaþjónafélagi Islands, að hér á landi
skapist innlend veitingamannastétt, en til þess að
svo verði, þarf:
í fyrsta lagi: Að gera námssamning við nem-
ana, eins og iðnnámslöggjöfin gerir ráð fyrir.
í öðru lagi: Að stofna skóla, til þess að mennta
nemana í ýmsu bóklegu, en það mál er konr-
ið dálítið áleiðis, þó ekki nægilega langt.
í þriðja lagi: Að ekki verði öðrunr veitt veit-
ingaleyfi en þeim mönnunr, sem iðnréttindi
hafa í þessum greitrum.
Matsveina- og veitingaþjónafélag íslands hefur
sent bæjarstjórn Reykjavíkur ályktun félagsfund-
ar frá 23. maí s.h, þar sem farið er fram á, að veit-
ingaleyfi verði ekki veitt öðrum mönnunr en
þeim, er uppfylla þriðja lið hér að framan, þ. e.
hafa iðnréttindi í matreiðsluiðn eða framreiðslu-
iðn. Háttvirt bæjarstjórn Reykjavíkur lrefur ekki,
eftir því sem virðist, getað fallizt á þessa beiðni
félagsins. Vonandi að það breytist, áður en um
langt líður. Þess skal þó getið, að nokkrir bæjar-
fulltrúar í Reykjavík lrafa sýnt þessari ályktun
félagsins fullan skilning.
Eins og þessi grein ber með sér, er meiri liugur
í nrönnum fyrir því að byggja veitingahús og
gistihús, en íninna hugsað um að reksturinn sé í
samræmi við kröfur annarra þjóða.
Þetta þarf að breytast. Við viljum ekki vera
eftirbátar annarra, fremur á þessu sviði en öðr-
um.
Á kaífihúsinu
— Ekki stígur hann í vitið hann Agnar, en veiztu af hverju?
— Ætli það sé ekki af því hve vitið í honum er stutt?
— Nei lagsmaður, þar skjátlast þér, — það er af því, að
hann reiðir það í þverpokum.
■ -'h
Frá sveinsprófi á Þinguöllum 19. sept 1945 (ma'reiðslumenn). Talið frá vinstri: Þárður S. Arason, Böðvar Steinþórsson, Kjartan
Guðjónsson, María Jensdóttir, Þorgeir Pétursson, Þórir Jónsson þrófdómari, Sveinsína Guðmundsdóttir, Kristján Ásgeirsson.
VINNAN
285