Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Page 21

Vinnan - 01.10.1946, Page 21
Ilse Guðnason núverandi jjármálaritari Guðmunda Gunnarsdóttir núverandi ritari Ólajia Sigurðardóttir núverandi gjaldkeri ágætlega í þessari baráttu, héldu verkfallsvörð og létu hvergi sinn hlut. — Voru þá í fyrsta sinn gerð- ir samningar milli atvinnurekenda og verka- kvennafélags í Eyjum. Árið 1932 var um margt sögulegt á sviði verka- kvennasamtakanna í Eyjum, fyrst Kveldúlfsdeil- an, kvennadeildin er þá gerð að sjálfstæðu félagi með sérstjórn og aðskilinn fjárhag, en þó deild í ,,Drífanda“ sem fyrr. —• Þetta ár er stofnað nýtt verkakvennafélag, er nefndist „Snót“. I stjórn Verkakvennafélagsins „Drífanda“ sátu þessar konur lengst af: Guðrún Jónsdóttir, for- maður, Marta Þorleifsdóttir, ritari, og Ólafía Óía- dóttir, gjaldkeri. Fundarsókn var oftast ágæt, t. d. eru 8. nóv. 1932 98 konur á fundi, 30. jan. 1933 eru 103 kon- ur á fundi, en þá var félagatala nokkuð á annað hundrað. Kauptaxti félagsins var um þessar mundir sá í aðalatriðum, að dagvinna var kr. 1.10, næturv. kr. 1.40, mánaðarkaup kr. 200.00. Taxti þessi var ekki viðurkenndur, en flestir atvinnurekendur greiddu hann. Árið 1936 verður Vkf. ,,Drífandi“ algerlega ó- háð verkamannafélaginu og nefnist þá Verka- kvennafélag Vestmannaeyja. Formaður var kos- in Ólafía Óladóttir, en aðrar konur í aðalstjórn Marta Þorleifsdóttir og Margrét Sigurþórsdóttir. Verður nú að víkja að sögu „Snótar" í fáum dráttum. 6. nóvember 1932 stofna 20 konur Verka- kvennafélagið „Snót“ að Breiðabliki. Fyrir þeim fundi lá tilboð frá Verkakvennafélaginu „Dríf- anda“ þess efnis, að „Drífanda“‘-konur og verð- andi „Snótar“-konur sameinist undir merkjum nýs félags, er hefði sem flestar vinnandi konur innan sinna vébanda. Þessu boði var algerlega hafnað. í fyrstu stjórn „Snótar“ voru kosnar: Kristín Ólafsdóttir, form., Margrét Sigurþórsdóttir, rit- ari, og Guðný Erlendsdóttir, gjadkeri. Kristín var form. félagsins til ársins 1938, en Margrét hafði Þóranna Ögmundsdóttir i stjórn Verkakvjél. Hvöt Guðrun Jónsdóttir i stjórn Hvatar og síðar form. i verkakv.deild Drífanda VINNAN 287

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.