Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 22

Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 22
Marta Þorleifsdóttir ritari i Vkv.félagi Vestm. og meðstj. i Snót frá 1938 Ólafía Óladóttir varaformaður Snótar frá 1938 Dagmey Einarsdóttir gjaldkeri Snótar 1938-1943 skamma dvöl í félaginu og gekk í hitt verka- kvennafélagið. „Snót“ fékk þegar inntöku í Alþýðusamband Islands, en þá voru ekki önnur félög hlutgeng í Alþ.samb. ísl. en þau, er lutu yfirráðum Alþýðu- flokksins í einu og öllu. Félagsstofnun þessi mæltist all-misjafnlega fyr- ir, þar sem annað fjölmennt verkakvennafélag var fyrir á staðnum. Helztu viðfangsefni félagsins á næstu fundum er stofnun sjúkrasjóðs og tilraunir til samninga við atvinnurekendur. 7. jan. 1933 er lagður fram kauptaxti, er var í aðalatriðum þessi: Tímakaup 80 aurar pr. klst., eftir- og næturvinna kr. 1.00 pr. klst., mánaðar- kaup 180 kr., miðað við 10 stunda vinnu. Atvinnurekendur voru ófúsir til samninga, þó vildu sumir greiða 200 kr. mánaðarkaup, ef vinnutími væri ótakmarkaður. Þótti slíkt boð alls óviðunandi. Þá kom tilboð frá Verkakvennafélaginu „Dríf- anda“ um að bæði félögin legðu fram sameigin- Margrét Sigurþórsdóttir form. Snótar 1938-1943 legan taxta og fylgdu honum fram sem eitt félag væri, en því var hafnað af „Snót“. 7. febr. 1935 heldur „Snót“ útbreiðslufund og eru mættar allmargar konur úr „Drífanda". Jón Sigurðsson, þáverandi fulltrúi A. í., var og mætt- ur sem oftar. Er kaupgjaldsbaráttan enn á dag- skr: Tillaga kom fram um að „Snót“ og „Dríf- anda“-deildin stofnuðu sjálfstætt félag, en „Snót- ar“‘-konur og Jón Sig. lögðust mjög gegn tillög- unni. Töldu Drífanda-konur starf hans miða að því að viðhalda og jafnvel auka sundrung og óeiningu í verkakvennasamtökunum í bænum. í apríl 1937 náði „Snót“ samningum með að- stoð Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt þeim mun hafa verið greitt 80 aurar í dagvinnu og kr. 1.00 í næturvinnu. Starf félagsins var dauft um þessar mundir. Vildu sumar félagskonur samvinnu við Vkf. Vest- mannaeyja, en er ekkert ávannst í því efni, gengu þær úr félaginu, en öðrum var vikið úr því. Loks kom þar, að bæði félögin sameinast, með þeim hætti, að 114 konur úr Vkf. Vestmannaeyja Kristín Jakobsen formaður i Verkakvfél. Hvöt 288 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.