Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Síða 24

Vinnan - 01.10.1946, Síða 24
JÓN JÓHANNESSON : DAGUR VIÐ SKY (BROT) Um morgnana skein sólin á vot stræti, og húsin risu björt og hrein úr daggbaði næturinnar, og himinninn var blár og andvarinn byrjaður að hlýna. Það var þann tíma meðan hið eiginlega fólk var ekki enn komið á stjá, meðan fótatakið ómaði í þögninni í stað þess að deyja í ysnum, meðan einstaka gljálökkuð bifreið leið hljóðlát um götu með syfjaðan mann við stýrið, en hróp blaðasölu- drengjanna heyrðust hvergi. Það voru fallegir morgnar. Og ungur verkamaður eigraði niður stíg og horfði á eftir körlunum, hvernig þeir fóru að þramma einir sér eftir auðum gangstéttum niður að höfninni. Og stundum komu morgnarnir með regni og kulda, stundum með dimmum stormskýjum yfir þökum húsanna ;og ryki á hverri götu,. En, hvernig sem morgnarnir komu, fékk hann enga vinnu. Konan, sem gaf honum að borða, sagði ein- hverju sinni við hann: Andskotinn hafi það, Ingólfur, sem ég hélt þú kæmir oftar. Eða ertu kannske ekkert svangur? Ojú, sagði hann. Jæja, sagði hún, þú ættir þá að fara upp í sveit og vinna fyrir þér. Það er enginn efi á því, sagði hann. Því hér er ekkert að hafa nema dauða og djöf- ul, eða ekki tel ég það, sagði hún. Það má nú segja, sagði hann. Og ég hef ekki efni á að gefa fólki að éta fyrir ekki neitt, sagði hún. Hvað skulda ég þér mikið, Guðrún? sagði hann. Ætlarðu kannski að borga? sagði hún. Nei, sagði hann. Láttu þá ekki allt lenda í kjaftæði, sagði hún, reyndu heldur að hafa gott af þessum fiski. Og hann hélt áfram að eigra niður að höfninni, í breytileik morgnanna, á gatslitnum skóm og snúnum, þessum látlausu en áhrifaríku mann- drápstækjum, sem svo lengi lrafa verið augljós- asti vottur um afrek íslenzkra ríkisstjórna. Og í brjósti sínu kenndi hann ekki svo mikils sem gruns um varma frá þeirri heilögu gleði, sem eitt sinn brann eins og jólaljós í hjarta píslarvottsins meðan menningin var að kreista líftóruna undan nöglunum á honum. Hann var mjög gugginn. Það var eins og allir hefðu snúið við honum bak- inu, allir nema konan, sem gaf honum að borða — og stúlkan hans. Stúlkan hans, hún Hanna, þessi yndislega telpa að austan, sem bjó í litlu þakherbergi í gömlu timburhúsi vestur í bæ, sagði af hinum eðlisbundna góðleik hjartans, að það gerði ekk- ert til þótt hann fengi enga vinnu, og ekkert til þótt hann væri ljótur, og ekkert til þótt allt væri eins og á andskotans vitlausra spítala. Og hún kyssti hann á samanbitnar varirnar og brosti. Og hárið á henni var hlýtt og bjart eins og sólskinið en myrkur himinn stilltrar nætur bjó henni í augum. Hann sagði henni það sjálfur í kvæði, sem hann orti, þegar hún varð 20 ára. Það var langt kvæði og fallegt. Og meðan hann var að lesa henni kvæðið, hallaði hún sér þreytt og sæl að barmi hans og sofnaði. Ef hann heimsótti hana á kvöldin og hitti þannig á að hún var ekki farin út með einhverri vinstúlku sinni, þá settist hún við hliðina á hon- um á gamlan dívaninn sinn með gamalli, snjáðri ábreiðunni og öllum saumuðu silkipúðunum og eyspaði eins og köttur. Stundum var hún hús- móðurleg og sagði: Viltu kaffi, elskan? Og það var ilmandi kaffi með uppþornuðu vínarbrauði úr bakaríinu hinumegin götunnar. Og hún horfði á hann meðan hann var að drekka kaffið og éta vínarbrauðið og sagði, guð, hvað hann væri svang- ur. Og hún pikkaði með einhverjum fingrinum á sér í magann á honum og sagðið þetta væri eng- inn magi, og mikið gæti atvinnuleysið verið tík- arlegt. En það gerir ekkert til, elskan. Okkur liggur ekkert á að giftast og þú getur sofið hjá mér, þegar þig langar til. Og hann leitaði vara 290 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.