Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Side 27

Vinnan - 01.10.1946, Side 27
Það var hollenzkur skipstjóri, sem færði lands- stjóranum fyrri sekkinn að gjöf. Sagnaritarinn segir, að hann hafi komið við í Virginíu „á leið sinni frá Madagascar til Hollands". Það leynir sér ekki, að hinn hollenzki skipstjóri hefur farið dálítið óvenjulega leið, við getum tæplega sagt, að Norður-Ameríka væri á leið hans. En fram- koma hans verður skiljanlegri, þegar við minn- umst þess, að á seytjándu öld voru fluttir heilir skipsfarmar af negrum frá Madagaskar til tóbaks- og baðmullarekranna í Ameríku. Skipstjórinn hafði því ekki aðeins rís með sér til Virginíu, heldur einnig þræla til þess að rækta hann. Þar með er spurningunni svarað, hvers vegna fyrsti ríssekkurinn hafði ekki heppnina með sér. Hinn „illhryssingslega“ Sir William Berkeley skorti vinnukraft til ræktunarinnar. En hinn „ágæti“ Sir Thomas Smith hafði nógum mannafla á að skipa eftir fimmtíu ára negrainnflutning. Þessi litla saga opnar okkur sýn yfir þýðingar- mesta viðfangsefni rísyrkjunnar. Rísinn krefur mestrar starfsorku af öllum jarðargróðri, sem notaður er til manneldis. Áður en farið er að yrkja jörðina, er nauðsynlegt að koma upp seytlu- veitu, þó að ófullkomin sé. Það verður að grafa niður akurinn, þar sem rísnum er sáð, unz hann er orðinn áþekkastur bollabakka með hækkandi brúnum. Vatni er veitt á allt saman, og þessi „kaffærða“ mold, sem er eins og þung, rennblaut for, þar sem menn og skepnur liggja í, er plægð og herfuð. Á undan sáningu eru rískornin látin spíra í vatni, og því næst vaxa í sérstökum reit- um, unz þau hafa skotið stöngli og blöðum, og þá er þeim loks sáð í akurinn. Nokkrum dögum fyrir sáningu er dregið úr vatninu á akrinum og á meðan á sáningunni stendur, en strax og henni er lokið, er vatninu veitt á að nýju. Það er ekki fyrr en líður að uppskeru, sem akrarnir eru þurrkaðir. Allan tímann, sem unnið er á akrinum, eða í tvo mánuði, standa mennirnir frá morgni til kvölds upp að knjám í vatni og for. Enn er það eitt, sem vert er að veita athygli: allan tímann, sem rísinn er að vaxa, gætir akuryrkjumaðurinn hvers einasta korns sérstaklega og tekur hverri plöntu tak. Eins og ungu plöntunum er sáð hverri á eftir annarri, verður líka við uppskeruna að slá hvert rísstrá út af fyrir sig rétt fyrir neðan axið. Því næst er hálmurinn sleginn sérstaklega. Skyldi nokkur bóndi, sem sáir rúg eða hveiti, kannast við slíka fyrirhöfn? Starfsaðferð sú, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, á við rísræktina á Java. í öðrum lönd- um eru aðferðirnar að ýmsu leyti töluvert frá- brugðnar. En alls staðar verður að gæta sömu nærfærni, því að rísinn þrífst ekki nema með mik- illi umhyggju. Liggi akurinn lægra en vatnsból- ið, eru engin sérstök vandkvæði á um áveituna. En oftast er þessu hins vegar farið, og því hafa menn af þúsund ára reynslu komizt upp á lag með ýnrsar aðferðir til þess að ná vatninu, allt frá því að taka sér fötu í hönd og bera vatnið, eins og gert er í Kína og Japan, og upp til raf- knúinna dælustöðva í Kaliforníu. En á milli þessara tveggja yztu skauta er fjöldi millistiga: „Paternoster-hjól“ síamska bóndans, sem öll hans börn og hver heimilismaður stíga nótt og dag, bufflaáveiturnar í Kína og á Filippseyjunum og loks vatnshjólið, sem við rekum okkur á alls staðar, þar sem fallhæð vatnsins er nóg. Hver treystir sér til þess að meta alla þá vinnu, sem liggur að baki hinum ævintýralegu ríshjöllum á Bali, sem glampar á eins og skuggsjá um allar fjallahlíðar. Hinir „svífandi garðar“ Semiramis drottningar í Babýlon voru líka vökvaðir með á- veitum, en hvað eru þeir í samanburði við hina „svífandi rísakra“ á Bali. , Rísræktin er þannig sú grein akuryrkjunnar, sem krefur strangastrar vinnu. I strjálbyggðum löndum er hún blátt áfram óhugsandi. Við rís- yrkjuna verða smábörn og eldgamlir karlar að láta hendur standa fram úr ermum, en ef heim- ilisfólki bóndans fjölgar, verður hann líka að auka uppskeruna. Þessu verður þó aðeins náð að vissu takmarki. Þá tekur við offjölgunin, sem þekkt er frá öllum löndum, þar sem rísyrkja er gömul í hettunni. Engin korntegund eykur mannfjölgunina til jafns við rísinn, og þéttbýl- ustu svæði jarðarinnar eru ríslöndin: Kína, Ind- land og Austur-Indlandseyjar. í Belgíu, þéttbýl- asta landi Evrópu, búa 252 menn á hverjum fer- kílómetra, á Java 266, og í ýmsum öðrum rís- héruðum er mannfjöldanum þrengt meira saman en í mörgum borgum Evrópu. Keboemenhéraðið í Kedóefylki á Java er þéttbýlasta landbúnaðar- hérað heimsins. Þar búa 903 menn á hverjunr fer- kílómetra. Til samanburðar má geta þess, að í Berlín brxa að meðaltali 4554 íbúar á hverjum ferkílómetra, í Hamborg 2775 og í Bremen 1314. Af þessu sést, að Keboemenhéraðið stendur þess- um stórborgum ekki langt að baki, og þess verður að gæta, að hér er ekki bara um húsnæði að ræða, heldur einnig fæði handa öllum þessum fjölda. Rísuppskeran á þessum slóðum nemur árlega 182 kílóum af hreinsuðum rís handa hverjum íbúa. Vafalaust er engin hætta á því, að þeir VINNAN 293

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.