Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 30

Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 30
hans. Kínverska bóndanum er þetta hinn ómiss- andi áburður. Rísinn er staðbundnari en brauðkornið. Vatns- veitnanna verður að gæta með sömu nákvæmni og Hollendingar gæta flóðgarðanna. Kynslóð eft- ir kynslóð hefur unnið að þessu, og livorki þekkt helgidaga né átta klukkustunda vinnu. Eins og öll þjóðfélög, sem byggjast á miklum vatnsveit- um, hættir rísríkjunum til samdráttar í stjórnar- högum og fullkomins einveldis. Valdið verður að vera skilyrðislaust og óbifanlegt, svo að hve- nær sem þörf krefur, sé liægt að bjóða íbúunum út til baráttu gegn þessum þráláta voða. Valda- barátta keisara og páfa, sem rýrði myndugleika ríkisins, mundi framkalla vatnsflóð eða þurrka í rísyrkjuríki. Og meðan drottnarar „þurru akr- anna“ létu þar við sitja að nefna sig smurða af guði, gengu einvaldsherrar „áveitu akranna“ miklu lengra. Þeir röktu ætt sína beint til guð- anna, voru synir himinsins, faraóar eða keisari og páfi í einni persónu eins og kalífarnir. Copeland, hinn ameríski rísyrkjufræðingur, heldur því fram, að rísyrkjuþjóðir skeri sig ævin- lega úr, hvað friðsemi snertir. Eldri saga Kín- verja og saga Japana síðustu árin fella ekki stoðir undir þessa skoðun. Miklu skynsamlegri er sú skoðun, sem K. Haushofer hefur hreyft. Hann bendir á, hversu auðvelt sé að eyðileggja vatns- veiturnar, — fjandmannainnrás er því þúsund sinnum hættulegri í rísyrkjulandi en í hveiti- og rúgyrkjulandi. Fjandmennirnir jaurfa ekki einu sinni að eyðileggja vatnsveituskurðina. Séu þeir ekki hreinsaðir og þeim haldið við í tvö eða þrjú ár, stendur hungursneyðin fyrir dyrum. Af þess- ari ástæðu vaka rísyrkjuþjóðir betur yfir landa- mærum sínum en hveitiyrkjuþjóðirnar. Þeim hættir alltaf til jæss að umlykja sig með „kín- verskum múr“, og það er líka orsök þess, að allar rísyrkjuþjóðir eru tortryggnar gagnvart aðkomu- mönnutn. Það eru ekki liðin nema 80 ár síðan Ameríkumenn opnuðu Japan fyrir hvítum mönn- um, og þeir urðu að gera það með valdi, og það var aðeíns nokkrunr árum eftir að „port“ Kína- veldis höfðu verið opnuð. Hyggnir Kínverjar sáu þó mætavel, hvílík hætta þeim var búin af þessari „eintegundar- yrkju“, það er að segja að vera algerlega háðir einhliða akuryrkju. Um langa lrríð var það líka bannað, að kínverskir bændur ræktuðu rísinn einan saman. Við hliðina á musteri himins og jarðar í Peking var „heilagur reitur“ (tilrauna- reit mundum við kalla hann), þar sem keisarinn plægði með eigin hendi og sáði í fimm tegund- um af heilögum jarðargróða: rís, hirse, hveiti, byggi og baunum. En þetta dró skammt til þess að svipta rísinn þeim sessi, sem hann hafði sem aðalfæða þjóðarinnár. Hversu ákaft sem Austurlandaþjóðirnar reyndu að hamla á móti „hvítu djöflunum“, urðu jrær þó að lokurn að láta í minni pokann. Aðeins tveimur af rísyrkjuríkjum Asíu heppnaðist að varðveita sjálfstæði sitt: Japan og Síam. Og hvern- ig er nú komið högum rísforðabúranna, sem fæddu gulu þjóðirnar? Nú á dögum er rís ekki einungis ræktaður í hin- um fjarlægari Austurlöndum, heldur einnig í Vestur-Asíu, Afríku, Evrópu og Ameríku. Á ítal- íu, mesta rísræktarlandi Evrópu, er uppskeran Fanney, skipið sem Fiskirnála- nefnd gerði út á sildfiski með hringnót s. I. sumar. Árangur varð ekki góður, en þó þykir ekki full- reynt, hver framtið sé í sliku veiði- tecki. 296 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.