Vinnan - 01.10.1946, Síða 31
Síldvcrhun
700.000 smálestir. Spánverjar skera upp 300.000
smálestir, Sovétþjóðirnar og Egyptar 400.000
hvor fyrir sig og Bandaríkin eitthvað nálægt
900.00 smálestum. Á smærri mælikvarða er hveiti-
ræktin í Porútgal og Balkanríkjunum nokkur
rísuppskera er einnig í Ungverjalandi, Litlu-
Asíu, og í nokkrum Afríkunýlendum er og nokk-
ur hveitirækt (einkum á Madagaskar). Samanlagt
framleiða þessi lönd ekki nema 2—3% af öllum
þeim rís, sem þarf til þess að fóðra 600 milljónir
rísætna. Allt, sem á vantar, er framleitt í Suð-
austur-Asíu. Indverska rxsuppskeran neraur 48
milljónum smálesta, japanska uppskeran 11—12
milljónum, — ef 'Laiwan (Formósa), Chosen
(Kórea) og Mansjúkúó eru taldar með kemst hún
upp í hér um bil 15 milljónir smálesta. Hve mikil
rísuppskera Kínverja er, getur enginn vitað með
vissu, en ekki fer sú áætlun fjarri lagi, að hún sé
eitthvað svipuð og í Indlandi. Síamsbúar fram-
leiða hér um bil 5 milljónir smálesta. Hin tvö
sjálfstæðu Asíuríki, Japan og Síam, framleiða því
um það bil sjötta hluta þess ríss, sem ræktaður er
í öllum heiminum, en af honum éta Austurlanda-
búar 97-98%.
Ef við hyggjum nákvæmlega að innflutnings-
skýrslunum, kemur það á daginn, að fjórði hlut-
inn af öllum þeim rís, sem notaður er umfram
eigin framleiðslu í Austurlöndum, er fluttxxr inn
frá Síam. Álíka mikill er innflutningurinn frá
franska Indó-Kína og helmingurinn kemur frá
löndum Englendinga í Burma.
Þessar tölur sýna okkur glöggt „valdahlutföll-
in“ í Austurlöndum. Gulu þjóðiinar hafa fengið
þeim hvítu lykilinn að matbúri sínu, og á þeim
grundvelli hvílir valdaaðstaða hvítra manna þar
eystra að miklu leyti. Þegar Japanir hvetja Aust-
urlandaþjóðirnar til þess að sameinast í eina
„þjóðaheild“, er þessari áskorun í fyrsta lagi
beint til hinna rísétandi þjóða. Það er þáttur
Japana í baráttunni um rísinn.
Hveiti og rís, vestur og austur, — tvær heims-
skoðanir, tvenns konar menning, tvær sálir. Hver
vogar sér að leggja dóm á, hvor þeirra sé „þýð-
ingarmeiri“ og „nauðsynlegri“ fyrir mannkynið?
Hveitið lokkar mennina eitthvað út í buskann.
Rísinn snýr sálum þeirra að eilífðinni.
Voldugur forstjóri kemur inn til bílasala og er að hugsa
um að kaupa bifreið.
— Er nokkur hætta á að rafgeymirinn bili? spyr hann.
— Nei, svarar bílasalinn, engin hætta á því.
— Er þá nokkur þörf fyrir þessa sveif?
— Allur er varinn góður, svarar bílasalinn.
Forstjórinn var ekki ánægður með svarið og ætlar að hverfa
á brott.
Þá kallar sölumaðurinn á eftir honum og segir:
— Heyrið þér herra forstjóri: — Þér vitið að allir karlmenn
hafa tvær geirvörtur, en vitið þcr til hvers þær eru ætlaðar?
— Nei, það vissi forstjórinn ekki.
— Þeim er aðeins ætlað að gera sitt gagn, ef svo ólíklega
skyldi fara að þeir yrðu barnshafandi. Forstjórinn keypti
þegar bílinn.
VINNAN
297