Vinnan


Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 37

Vinnan - 01.10.1946, Qupperneq 37
Fulltrúar Norðurlanda á 19. þingi A. S. í. Eins og áður hefur verið skýrt £rá bauð miðstjórn Alþýðu- sambandsins verkalýðssamböndunum á Norðurlöndum að senda fulltrúa á sambandsþingið í haust. Svör hafa nú borizt frá öllum nema Finnum. Fulltrúi Norðmanna verður Alfreð Skar, fulltrúi Dana verður Carl P. Jensen, ritari danska verka- lýðssambandsins, fulltrúi Færeyinga verður Magnus Thors- heim, formaður færeyska verkalýðssambandsins og fulltrúi Svía verður Torvald Karlbom, skólastjóri í Brunnsvik. Kjarasamningur Siómannafél. Akureyrar og S. I. S. 3. okt. var undirritaður samningur milli Sjómannafélags Ak- ureyrar og Sambands ísl. samvinnufélaga, um kaup og kjör háseta og aðstoðarmanna í vél á hinu nýja skipi S. í. S. „Hvassa- felli“, en útgerðarheimili skipsins er á Akureyri. Samkvæmt samningnum eru kjör skipverja á Hvassafelli þau sömu og gilda á skipum Eimskipafélagsins. Grunnkaup á mánuði fyrir viðvaninga er kr. 286.00, fyrir fullgilda háseta kr. 440.00 og að- stoðarmann í vél kr. 550.00. Auk þess hafi skipverjar kr. 30.00 á mánuði fyrir að þeir leggja sér til kojuföt og matarílát. Til 1. maí 1947 er áhættuþóknun kr. 240.00 á mánuði, en fellur þá niður. Kjarasamningur verkamanna á Sauðárkrcki 1. sept. var undirritaður kjarasamningur milli Verkamanna- félagsins Fram á Sauðárkróki og atvinurekenda. Grunnkaup verkamanna í almennri dagvinnu hækkaði úr kr. 2.20 i kr. 2.55 á klst., skipavinna hækkaði úr kr. 2.74 í kr. 3.00 á klst., kaup drengja hækkaði úr kr. 1.76 í kr. 2.00 á klst. Mánaðarkaup manna sem vinna fasta vinnu 2—4 mánuði hækkaði úr kr. 435.00 í kr. 525.00 á mánuði og þeirra sem vinna 4 mánuði eða lengur úr kr. 407.00 í kr. 480.00 á mánuði. Kaup bílstjóra, sem keyra fyrir prósentur hækkaði úr 30% í 37% af brúttótekj- um bifreiðarinnar. Flánings- og gálgavinna, sem áður var greidd með 15% hærra kaupi en almenn vinna skal samkvæmt nýja samningnum greidd 20% hærra. Kjarasamningur á Blönduósi 19. sept. var undirritaður kjarasamningur milli Verkalýðs- félags Austur-Húnvetninga á Blönduósi og Sláturfélags Aust- ur-Húnvetninga. Samkvæmt þessum samningi hækkaði kaup í almennri vinnu hjá Sláturfélaginu í sama kaup og áður höfðu náðzt samningar um við Kaupfélag Austur-Húnvetninga. Kjarasamningur verkakvenna á Sauðárkrók Þann 8. ágúst var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkakvennafélagsins Aldan á Sauðárkróki og atvinnurekenda þar. Samkvæmt hinum nýja samningi hækkaði grunnkaup verkakvenna í dagvinnu úr kr. 1.60 í kr. 1.80 á klst. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Jafnframt hækkaði ákvæðisvinna við síldarsöltun upp í Siglufjarðarkjör. Kjarasamningur verzlunarmanna á Siglufirði Þann 30. ágúst var undirritaður fyrsti kjarasamningur verzl- unarfólks á Siglufirði. Samningsaðilar eru Verzlunarmannafé- lag Siglufjarðar annarsvegar og Kaupmannafélag Siglnfjarðar og Kaupfélag Siglfirðinga hins vegar. Samkvæmt þessum samningi er mánaðargrunnkaup stúlkna með verzlunarmenntun eða 3ja ára starfsreynslu kr. 300.00 fyrsta árið, kr. 350.00 annað árið og kr. 400.00 þar eftir. Mán- aðargrunnkaup annarra stúlkna, þ. e. þeirra, sem ekki hafa verzlunarmenntun eða fyrrgreinda starfsreynslu að baki, er kr. 250.00 fyrsta árið, kr. 300.00 annað árið og kr. 350.00 þar eftir. Mánaðargrunnkaup karla með verzlunarmenntun eða fyrr get- inn starfstíma að baki er kr. 425.00 á fyrsta ári, kr. 475.00 á öðru ári, kr. 525.00 á þriðja ári og kr. 575.00 úr því. Mánaðar- grunnkaup karla án verzlunarskólamenntun eða 3ja ára starfs- tíma er kr. 325.00 fyrsta árið, kr. 350.00 annað árið og kr. 400.00 þar eftir. Þeir verzlunarmenn, sem kunna að hafa betri kjör, skulu halda þeim óskertum. Samningurinn gildir frá 1. júlí 1946 til 1. jan. 1948. Nýr kjarasamningur á EskiíirSi 15. okt var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verka- mannafélagsins Arvakur og Verkakvennafélagsins Framtíð annars vegar og atvinnurekenda á Eskifirði. Samkvæmt þessum samningi hækkaði grunnkaup karlmanna í almennri dagvinnu úr kr. 2.30 í kr. 2.60 á klst. Skipavinna hækkaði úr kr. 2.60 í kr. 2.90 á klst. og skipavinna við kol, salt sement og timbur úr kr. 3.00 í kr. 3.30 á klst. Grunnkaup kvenna hækkaði úr kr. 1.70 í kr. 1.90 á klst. Grunnkaup unglinga 13—16 ára hækkaði og úr kr. 1.70 í kr. 1.90 á klst. — Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Nýr kjarasamningur Baldurs á Isafirði Þann 13. okt. undirritaði Verkalýðsfélagið Baldur og atvinnu- rekendur á Isafirði nýja kjarasamninga. Samkvæmt þessum samningum hækkaði grunnkaup verka- manna í almennri dagvinnu úr kr. 2.45 í kr. 2.65 á klst. Grunn- kaup í skipavinnu hækkaði úr kr. 2.69 í kr. 2.91 á klst. og í skipavinnu við kol, sement, út- og uppskipun á salti úr kr. 3.00 í kr. 3.24 á klst. Blöndun við hrærivélar og steypuhrærsla á bretti greiðist og með sama kaupi. Vinna við ísun fisks í fisk- tökuskipum hækkaði úr kr. 4.26 í kr. 4.60 á klst. og greiðist alltaf sama kaup, án tillits til hvenær vinnan er framkvæmd. Grunnkaup kvenna (og unglinga) hækkaði úr kr. 1.75 í kr. 1.89 á klst. — Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Séu verkamenn ráðnir upp á mánaðarkaup skal það vera kr. 502.20 á mánuði, miðað við 8 stunda vinnu á dag. Kaup bif- reiðastjóra, sem aka í tímavinnu, er kr. 2.97 á klst. í dagvinnu, en bifreiðastjórar, sem ráðnir eru upp á mánaðarkáup, skulu hafa kr. 529.20 á mánuði, og er það miðað við 8 stunda vinnu á dag. — Þessi kauphækkun verkafólks á Isafirði nemur 8% Septembervísilalan Vegna flutnings á prentsmiðjunni, sem Vinnan er prentuð í, hefur útkoma þessa heftis tafizt allmikið. Af þeim sökum var ekki hægt að birta Kaupgjaldstíðindi fyrir októbermánuð, eins og til stóð. En til leiðbeiningar skal þess getið, að sept- embervísitalan, sem kaupgjald í október er reiknað eftir. var 294 stig — eða 2 stigum lægri en vísitala næsta mánaðar á undan. r s VERK AMEJÍIV! Sendið Vinnunni greinar um áhugamál ykkar. V___________________________________________________y VINNAN 30;

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.