Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 10
/ >v AF ALÞJÓÐAVETTVANGI v__________________________) Kínverskum verkalýðsíoringia sýnt banatilræði af leynilögreglu stjórnarinnar Kínverski verkalýðsforinginn Chu Hsueh-fan, einn af varaforsetum Alþjóðasambandsins (W. F. T. U.), sem leitað hafði hælis í brezku nýlend- unni í Hongkong, fyrir ofsóknum Chiang Kai- sheks, varð nýlega fyrir árás af: hendi leynilög- regiunnar kínversku, og særðist hættulega. Kínverska verkalýðshreyfingin hefur undan farið sætt ofsóknum af hendi Kuomintang, eigur hennar, þar á meðal sjúkrahús og hressingarhæli, sem voru gjöf frá verkalýðssamböndum Banda- ríkjanna, hafa verið gerð upptæk. C. I. O. og A. F. I.. mótmæltu þessum aðgerðum og svaraði kínverska stjórnin því til, að hún væri búin að skila þessutn eignum aftur í hendur félaganna, en þrátt fyrir þá yfirlýsingu er það ógert ennþá. Chu Hsueh-fan naut hylli Chiang Kai-shek fram að þeim tíma, er Itann tók afstöðu gegn borgarastyrjöldinni, sem Kuomintang rekur gegn kínverskum kommúnistum, og afskiptum Banda- ríkjahers af innanlandsmálum Kína. Þar við bætist svo, að Clru neitaði að taka sæti á gerfiþingi því, er Chiang Kai-shek hefur út- nefnt, og lýsti þeirri stofnun sem ólýðræðislegri og ekki í neinu samræmi við vilja þjóðarinnar. Einnig neitaði hann að verða við þeirri kröfu ríkisstjórnarinnar að reka verkalýðsfélögin úr þeim hlutum Kína, er kommúnistar ráða, úr verkalýðssambandin u. Fyrir þessi „afbrot“ varð hann að flýja inn á umráðasvæði Breta, en leigumorðingjar stjórnar- innar eltu hann þangað þótt þeim heppnaðist ekki að hafa líf hans. (Eftir A. L. N.) Samstarfsnefnd C. I. O. og Sovétsambandsins C. I. O. og verkalýðssamband Sovétríkjanna hafa skipað nefnd til að vinna að auknu samstarfi tnilli verkaiýðssamtaka Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Nefndin hélt fyrsta fund sinn í Washington í sept. síðastl. Fuiltrúar Sovétríkjanna voru: U. P. Tarasov, E. I. Sidorenko, N. A. Gaisenok, V. I. Beresine og U. i. Tikhomirov. Fulltrúar C. I. O. voru: Philip Murray, R. J.Thomas, Frank Rosenblum, Micha- el Ross og Lee Pressman. Leiðtogar nefndarinnar, Parasov og M urray, gáfu, að fundinum loknum, út sameiginlega yfir- lýsingu um árangur hans: „Fulltrúar C. I. O. og Verkaiýðssambands Sovétríkjanna liafa lokið fyrsta fundi Amerísku- Sovét samstarfsnefndarinnar. Bönd traustrar vin- áttu voru tengd milli verkamanna Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna í styrjöldinni og sigrin- um yfir fasismanum. Vér erum staðráðnir í því að auka og styrkja þessa vináttu. Við höfum á fundum okkar rætt vandlega skipulag og starf- semi verkalýðssamtakanna í löndum okkar. Þess- ar umræður munu styrkja þá sameiginlegu við- leitni okkar að bæta hag vinnandi fólks, og að tryggja fullkomin lýðréttindi því til iianda. Verkalýður þessara tveggja voldugu þjóða — Bandaríkjanna og Sovétríkjanna —, sem vörðu frelsi sitt og sjálfstæði, vill frið og er staðráðinn í því að koma í veg fyrir allar tilraunir aftur- haldsaflanna til sundrungar milli þjóðanna. Samstarfsnefndin telur það hlutverk sitt að styrkja sem auðið er samstarf milli verkaivðs- samtaka Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Styrkja baráttuna fyrir auknum rétti samtakanna og ein- stakiingsins. Að berjast sameiginlega fyrir því, að Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna verði að fullu viðurkennt af Bandalagi hinna sameinuðu þjóða, fyrir verndun friðarins og auknum lýð- réttindum, gagnkvæmri aðstoð verkalýðssamtak- anna í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og skiptum á fulltrúum til aukinnar kynningar. Vér skorum á allan verkalýð þjóða okkar að \ inna saman í bróðurlegri einingu. Það er bezta ieiðin til viðhalds friði, lýðræði og jöfnuði þjóða í milli. (W. F. T. U. Bulletin) A fundi framkvæmdanefndar Alþjóðasam- bandsins, 24. sept s. 1„ var ákveðið að kalla mið- stjórnina saman til fundar í Prag í júní 1947. 2 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.