Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 34
Scott sendi mann upp í skúrana eftir sjónauk- anum sínum. Mal og félagi hans voru á leiðinni niður ána, á eftir flóttamönnunum. Áhafnir beggja bátanna réru eins og óðir menn. Bátur Mals þaut áfram með feikna Jiraða. Það var enginn vafi á því, að hann myndi ná hinum á næstu tveim kílómetr- unum. Þeir lögðust báðir, Mal og maðurinn í stafninum, niður á linén til þess að vera nær yfirborði vatnsins. Báturinn þeirra þaut niður eftir ánni og skildi eftir sig livíta, freyðandi kjöl- rák, sem breiddi úr sér til beggja hliða. Maðurinn kom aftur lilaupandi frá kofunum með sjónaukann handa Scott. „Ég skal sýna þessum djöfuls Kanadamönn- um livað það kostar að strjúka úr vinnu,“ grenj- aði Scott og hrifsaði sjónaukann af manninum. Nú virtist að bátarnir væru aðeins nokkrar bátslengdir livor frá öðrum. Fyrri báturinn var kominn um tvo kílómetra niður ána, og bátur Mals dró á hann við hvert áratog. Scott tók ekki sjónaukann frá augunum. Skógarhöggsmennirn- ir þyrptust niður á bakkann og störðu í ofvæni til þess að reyna að sjá þegar Mal næði mönnun- um. Það yrði sjón, sem vert væri að sjá. Senni- lega myndi Mal stinga hausunum á þeim niður í vatnið og halda þeim þannig, þar til þeim lægi við drukknun, áður en hann drægi þá upp í bát- inn sinn og færði Scott þá aftur. Scott hafði tilbúið verk handa þeim, sem myndi draga bardagalöngunina úr þeim. Bátur Mals var að ná liinum. Mennirnir í fyrri bátnum réru af öllum kröftum, en Mal jók stöð- ugt hraðann. Á næsta augnabliki lágu bátarnir samhliða, aðeins árarlengd hvor frá öðrum. Og svo, áður en nokkur hafði áttað sig livað gerzt hafði, var Mal kominn fram úr, og fyrri báturinn var orð- inn bátslengd á eftir. „Fari það nú í heitasta öskraði Scott og þeytti sjónaukanum niður í grjótið. Hann var svo ofsareiður, að hann kom ekki upp nokkru orði. Mal hafði leikið á hann. Hann sparkaði í mölbrotinn sjónaukann á árbakkanum og hreytti illyrðum í karlana. „Hvert þó í hvítglóandi . . .“ grenjaði hann eins hátt og röddin leyfði. Nú voru báðir bátarnir alveg úr augsýn. Ann- ar báturinn var raunar kominn um einn kíló- metra á undan hinum. Scott skipaði mönnunum aftur til verka í skóg- inum. Þegar þeir voru farnir, gekk hann hægt upp brekkuna heim að kofunum. Mal hafði leik- ið illilega á hann. SUMARMORGUNN í BERSERKJAHRAUNI Léttir draumablœju af bláuín tindi. Blikar hátt í skýi geislarún. Sveipar hjalla. dalalœðu-lindi. Leggur svalan gust. af hcestu brún. Varkár skolli skýzt í urðarleyni. Skartar sólargulli morgunris. Hraunsins kynjaverur verða að steini. Vappar húmsins mynd í forna dys. F v-------------------------------------------S Mal kom lieim til sín seinnihluta næsta dags og opnaði dyrnar á kofanum sínum. Hundurinn svaf undir veggnum, en vaknaði þegar þefurinn af Mal barst að vitum hans. Mal kveikti upp eld og fór að matreiða handa sér og liundinum. Þegar þeir voru búnir að borða, tók Mal banjó- ið sitt og ýtti bílnum út úr skúrnum og niður götuna, alla leið að Hótel Penobscot. Signý sat úti á svölunum og ruggaði sér í stólnum sínum. Þegar liún sá Mal koma með bílinn sinn, hallaði hún sér aftur á bak og ruggaði sér hraðar og hrað- ar. Mal ýtti bílnum sínurn niður götuna og stað- næmdist við hótelið. Hann opnaði dyrnar og hann og hundurinn fóru inn' og settust í aftur- sætið. Mal skellti hurðinni aftur og tók fram banjóið. Síðan tók hann að spila lag fyrir Signýju. Hundurinn liringaði sig og sofnaði. Mal liam- aðist á banjóinu. Plúnketí plúnk .... plúnketí plúnk .... plúnketí plink! Signý réri fram og aftur og brosti niður á göt- una til Mals, sem sat í vagninum sínum og þótti vænt um að vera komirin í bæinn aftur. Mal kom sér þægilega fyrir, með fæturna uppi á baki framsætisins. Signý sótti bein handa hund- inum, og Mal opnaði bíldyrnar. Hundurinn hljóp út eftir beininu og upp í bílinn aftur, og tók að naga beinið. Mal skellti aftur bílhurð- inni og greip banjóið á ný. Plúnketí plúnk .... plúnketí plúnk .... plúnketí plink! Lagði streymdi upp á svalirnar á Hótel Penob- scot og niður eftir götunni og upp eftir henni. 26 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.