Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 30
JURI SEMJONOFF:
SALT JARÐAR
Beinagrind og pelikanar
Ævintýr kornyrkjunnar, söguljóð nútímans um
kornið, mundi aldrei hafa eignazt stoð í veru-
leikanum án vísindalegs úrvals sáðtegundanna,
og það var óhugsandi án áburðar. Það er ekki að
ástæðulausu, að kennslubók í landbúnaði frá
átjándu öld lofsyngur áburðinn sem hið eina
ráð „drottins til þess að gera hina bölvuðu jörð
frjósama á ný“.
Það er eldri saga en frá því í gær, að bændur
beri á jarðræktarland sitt. Kínverskir og japansk-
ir bændur hafa borið á frá því áður en sögur
hófust. I Ódysseifskviðu er getið um áburð.
Haugurinn safnaðist saman á búi Ódysseifs, unz
húskarlar óku honum á akrana. Rómverjar
hagnýttu forina úr skólpræsunum, og veittu
henni yfir nærliggjandi garða, eins og tíðkast í
fjölda borga á okkar dögum. Inkaþjóðirnar báru
fisk og krækling á akra sína, löngu áður en Spán-
verjar réðust inn í land þeirra.
Rómverjar og Gallar notuðu kalk til áburðar.
Rómverski rithöfundurinn Varro lýsir því, þegar
Rómverjar komu til Rínarhéraðanna, þar sem
„menn grófu eftir hvítri krít“ og báru hana á
akrana (mergill eða kalk?). Við vitum að sönnu
ekki, hvort hér voru galliskir eða germanskir
þjóðflokkar að verki. Nokkrum öldum seinna
notuðu Germanir húsdýraáburð, en höfðu mjög
lítið af honum, en létu jarðveginn hins vegar
jafna sig með því að standa ósáinn. Á sextándu
öhl notuðu Þjóðverjar kalk, liúsdýraáburð og
úlfabaunir til áburðar.
Á dögum Liebigs þekktu menn helzt til hinna
gamalkunnu áburðaraðferða, húsdýrasaurs, forar
og kalks. Englendingar sýsluðu á þeim tímum
meðal annars við hnappagerð og hnífasmíði.
Hnífssköftin og hnapparnir voru gerðir úr beini,
og féll til mikill afgangur af því. Einhverjum
kom til liugar að mala mjöl úr beinunum og
dreifa því á akrana sem áburði. Á árunum
1840—50 sigldu skip með beinafarm til Englands
hvaðanæva af jörðinni. Alls konar bein voru
keypt, — dýrabeinagrindur, já, meira að segja
mannabein úr gömlum kirkjugörðum voru sett
í beinakvörnina. Árleg beinanotkun Englend-
inga nam á þeim árum um 100.000 smálestum.
Beinamjölið inniheldur fósfat og kalk og er
því fyrirtaks áburður. En sá slæmi böggull fylgir
skammrifi, að það leysist seint npp í jarðvegin-
um, — það er óuppleysanlegt í vatni, en leysist
upp í sýrum, sem fyrst verða að síast frá rótum
plantnanna. Engum kom til liugar, að mennirn-
ir gætu sjálfir búið til sýruna, og gert beinamjöl-
ið nothæft áður en það kom í jörðina. Engum
hafði dottið það í hug fyrr en Liebig stakk upp á
þessu, og Englendingar voru varla búnir að
heyra um þessa hugmynd fyrr en þeir breyttu
henni í veruleika.
Englendingar voru svo grandvarir að viður-
kenna, að hugmyndin um þessar áburðarendur-
bætur væri frá þýzkum manni, og kölluðu því
þetta nýja beinamjöl „German compost“. Þeir
urðu fyrstir til þess að koma hugmyndum Lie-
bigs til framkvæmda. Smágózeigandi frá Rot-
hamsted, J. B. Lawes, var brautryðjandi á þessu
sviði. Hann var 26 ára að aldri, þegar hann
kynntist bók Liebigs, — en sjálfur hafði hann
áður gert ýmsar ræktunartilraunir. Hann ól
plönturnar upp í jurtapottum, en gróðursetti
þær síðan á ökrunum. Hann hafði fyrir löngu
veitt því athygli, að venjulegt beinamjöl stoðaði
lítið, — og þegar hann las í bók Liebigs um
brennisteinssýruna, var sem augu hans opnuðust.
Tveim árum síðar fékk hann einkaleyfi í Eng-
lendi á aðferð sinn til þess að búa til „superfós-
fat“.
Þetta var ekkert smáræði. En Lawes afrekaði
enn rneira. Hann breytti jörð sinni í landbúnað-
artilraunastöð og fékk sér til aðstoðar ungan
efnafræðing, J. H. Gilbert að nafni. Hann var
nýkominn frá námi í Giessen og var lærisveinn
Liebigs sjálfs. Upp frá því unnu þeir vinirnir
saman á Rothamsted í 58 ár.
Tekjurnar, sem Lawes fékk af súperfósfat-
22
VINNAN