Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 20
Einar Finnsson form. 1917—1927 Guttormur Anclrésson form. 1927—1930 Jón Bergsteinsson form. 1930—1933 margra ára skeið var varla nokkuð verk unnið samkvæmt verðskránni. Á fundi félagsins 9. marz 1918 er samþykkt að hækka kaupið upp í kr. 0,95 unr klst., og gangi sú lrækkun í gildi 1. apríl það ár. Einhverri mót- spyrnu mun þó samþykkt þessi hafa mætt, því á fundi 28. marz er samþykkt gerð um kr. 0,90 lág- markskaupgjald um klst., og skyldi það öðlast gildi 1. apríl eins og áður hafði verið samþykkt, og náði sú Jiækkun franr að ganga. Þá er ný kaupliækkun á næsta ári. Var kaup- gjaldið ákveðið kr. 1,25 um klst. og gekk það i gildi 12. jan. það ár (1919). Á þeim fundi er og ákveðið eftirvinnu- og næturvinnukaup fyrir fé- lagsmenn kr. 2,00 um klst., og virðist að ekki hafi verið greiddur sérstakur taxti fyrir það áður. Árið 1920, 7. febrúar, er samþykkt að kaup- gjaldið verði kr. 1,75 um klst. frá 1. marz. Og á fundi stjórnar og fulltrúaráðs þ. 27. júlí það ár, er samþykkt að færa lágmarkstímakaup úr kr. 1,75 upp í kr. 2,00 um klst. í þrjú og hálft ár er félagið búið að starfa. Það hefur á þeim tínra hækkað kaupgjald meðlima sinna á hverju ári, og tvisvar á því síðasta. Og kaupgjaldið hefur þokast á þessum tínra úr kr. 0,75 upp í kr. 2,00 á klst. Þessar kauphækkanir urðu á þeim árum, þegar verkalýðsfélögin börð- ust fyrir hækkun á kaupi meðlima sinna í áttina til samræmis hinni ört vaxandi dýrtíð, senr sigldi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar (1914—18). En þetta kaupgjald — kr. 2.00 — stendur aðeins í eitt og hálft ár. Þann 19. febrúar 1922 var sanr- þykkt, að lágmarkskaupgjald félagsmanna sknli vera kr. 1.85 um klst. Sú samþykkt stendur ó- breytt til 22. apríl 1927 — í 5 ár —, en þá er sam- þykkt, að kaupgjaldið skuli vera 1.75 um klst. og gekk sú lækkun í gildi 1. maí það ár. Svo líða 10 ár. — Kaupgjaldið helzt óbreytt, og unr engar hagsbætur fyrir stéttina er að ræða. Að vísu skál þess getið, að þann 4. febrúar 1934 er samþykkt á fundi í félaginu að krefjast hálftíma kaffihlés tvisvar á dag, sem ekki kæmi til frá- dráttar á vinnutíma, og var sú samþykkt viður- kennd. Þessir kaffitímar höfðu að einhverju leyti verið teknir áður, en full viðurkenning ekki feng- in á þeim fyrr, enda engin»félagssamþykkt um þetta gerð áður. Árið 1937 er svo kaupgjaldið hækkað upp í kr. 1.90, og var um það gerður samningur við Múr- arameistarafélag Reykjavíkur og gekk sú kaup- hækkun í gildi 1. júní það ár. Árið 1941 eru samþykktar allverulegar kjara- bætur; voru þær á þá leið að stytta skyldi vinnu- vikuna urn 4 klst., þannig, að vinnu skyldi lokið kl. 1 á laugardögum í stað kl. 6 eins og áður var. Jafnframt var grunnkaupið hækkað upp í kr. 2.04 um klst. í stað kr. 1.90. Kjarabætur þessar gengu í gildi 20. júlí 1941. Upphaflegá átti þessi breyting þó ekki að gilda nenra aðeins yfir sumar- mánuðina, en brátt var að því horfið, að hún skyldi gilda áfram, unz öðruvísi yrði ákveðið. Þegar vetrarstarfið hófst svo um haustið, var byrjað að undirbúa nýjar kjarabætur, er skyldu ganga í gildi unr áramótin. Og á fundi, senr hald- inn var í félaginu 10. des. það ár, var endanlega gengið frá breytingu launakjaranna: Vinnuvika skyldi enn styttast um 2 klst., þannig, að unnið yrði 10 klst. alla virka daga vikunnar, nema á laugardögum skyldi aðeins unnið 4 klst. Jafn- franrt skyldi grunnkaup hækka upp 1 kr. 2.20 unr klst. Auk þessa skyldu greiddir til sumarleyfis 6 aurar á lrvern unninn dagvinnutíma, 9 aurar á lrvern unninn eftirvinnutíma og 12 aurar á hvern nætur- og helgidagavinnutíma. Þetta síðastnefxrda 12 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.