Vinnan - 01.09.1947, Side 5
STEFÁN ÖGMUNDSSON:
Hvað hefur komið fyrir?
Gagnkvæm samhjálp vinnandi manna er grundvöllur
og jafnframt höfuðdyggð verkalýðshreyfingarinnar.
Og viðurkennt er, að því þroskaðri, sem skilningurinn
til gagnkvæmrar aðstoðar er í félagsheild, því traustari
er hún í vörn og bitrari í sókn stéttarinnar.
Meginerfiðleikar brautryðjenda verkalýðshreyfingar-
innar voru í því fólgnir að þroska samhjálpartilfinn-
ingu fólks, sem átti við sömu erfiðleika að stríða í
lífsbaráttunni og dreifa öllum þeim ókjörum forheimsk-
unar og hindurvitna, sem ráðandi stétt hafði sáldrað
í augu þess.
Af auðstéttinni voru öll vandkvæði talin á samstöðu
vinnandi manna í verkalýðsfélagi. Mismunandi skoðan-
ir í trúarefnum og stjórnmálum og rógburður milli ein-
stakra manna var óspart notað; skæðustu vopnin
gegn skipulagðri samhjálp voru samt jafnan þau að
svelta þann sterka, en kaupa þann veika. Sá, sem for-
ustuna hafði og eggjaði til sameiginlegra átaka, var
einangraður, níddur og sviptur hverju handtaki til lífs-
bjargar; hinum, sem yfir minni skapfestu átti að ráða,
var talin hæfa betri aðstaða.
I þessum átökum hefur verkalýðshreyfingin smátt og
smátt unnið á, henni hefur tekizt að skapa samhjálp-
inni þá vörn, ekki aðeins í lögum félaga og heildarsam-
taka, heldur og einnig í siðgæðisvitund fólksins, að hver
sá, sem rýfur eininguna, brýtur samning eða verkfall,
er vargur í véum.
Síðasta þing Alþýðusambandsins sýndi enn ljósar en
vitað var, stóraukinn skilning verkalýðsfélaganna á því
að standa saman um hagsmunamálin þrátt fyrir mis-
munandi skoðanir á öðrum efnum og láta hinn sívax-
andi áróður peningavaldsins í engu raska grundvelli
samhjálpar verkalýðsins.
Það hlýtur því að hafa komið óvænt flestum þeim,
er sátu síðasta Alþýðusambandsþing, að nokkrum mán-
uðum síðar var hafin slík árás á einingu sambandsins,
að óþekkt er með öllu. Engin vopn voru til spöruð, og
nú voru ekki aðeins gamlir rýtingar fægðir upp og allar
bumbur barðar, heldur var einnig þeim tækjum snúið
til sundrungar íslenzkum verkalýð, sem hann áður taldi
bezt til að skapa einingu og samhjálp griðland. Blað-
ið, sem hjartfólgnast var öllum þeim, sem muna erfið-
leika fyrstu spora íslenzkra verkalýðssamtaka og ekki
aðeins ber nafn alþýðunnar, heldur var einnig gim-
steinn hennar og lífsvon — þetta málgagn var nú, eins
og raunar um alllangt skeið, notað gegn framsókn
hinn öra vöxt verkalýðshreyfingarinnar víða um heim,
í Asíu og um alla Evrópu er hún í hröðum vexti, og í
Bandaríkjunum, þrátt fyrir allar ofsóknir af hendi
stjórnarvaldanna, vinnur hún stöðugt aukið álit.
Alþjóðasambandið sameinar innan sinna vébanda
verkalýð allra lýðræðislanda heimsins. Það hefur gert
sína áætlun um baráttuna gegn afturhaldinu. Þar er
krafizt:
— verndið réttindi verkalýðssamtakanna, hvar og
hvenær sem á þau er ráðist;
— aukið baráttuna gegn fasismanum og afturhaldi
í öllum þess myndum;
— verndun friðarins í samvinnu við samtök H. S. Þ.
Næstu verkefni allra verkalýðsfélaga:
1. Baráttan fyrir launum, er veiti verkalýðnum við-
unandi lífskjör.
2. Baráttan fyrir þjóðfélagstryggingum, er veiti
verkamönnum og fjölskyldum þeirra fullkomið
öryggi.
3. Aukið starfið í verkalýðsfélögunum og gerið sam-
tök ykkar að voldugum tækjum í baráttunni fyrir
betra lífi.
Grundvöllurinn að Alþjóðasambandinu var lagður í
síðari heimsstyrjöldinni. Það varð til fyrir einingar- og
baráttuvilja verkalýðsins. Rödd þess verður að vera
sterk og styrkur þess mikill, svo það valdi þeim verk-
efnum, sem framundan eru.
Þess vegna skorum við á hvern vinnandi mann og
konu um heim allan að leggja fram krafta sína og
tryggja með því framgang stefnuskrárinnar.
Afturhaldsöflin eru sterk, en styrkur þeirra jafnast
þó ekki á við styrk heimsverkalýðsins.
Vel skipulagðir og sameinaðir innan vébanda Al-
þjóðasambandsins getum við boðið byrginn hverju því
valdi, sem ætlar að hindra sigur vorn í baráttunni fyrir
friði, lýðræði og hamingju alls mannkyns.
Alþjóðasambcmd verkalýðsfélaga
(W. F. T. U.)
VINNAN
183