Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Side 6

Vinnan - 01.09.1947, Side 6
verkalýðsins til bættra lífskjara, og viðhafði sömu hróp- yrði að samtökum hans, sem við þekkjum bezt úr blöð- um peningavaldsins, þegar mest þykir við liggja að alþýðan hlýti forsjá þess. Hvernig verður íslenzkum verkalýðssinna innan- brjósts, þegar árásirnar á heildarsamtökin eru hrópað- ar úr röðum samtakanna, svo að ekki verða greind raddaskil þeirra og hinna óhjúpuðu andstæðinga? Þegar herör er uppskorin og verkfallsbrot og uppreisn gegn Alþýðusamtökunum eru talin til æðstu dyggða, en „fulltrúi verkalýðsins“ í landsstj órninni kallar það glæpsamlegt athæfi, að verkalýðssamtökin beiti sér fyr- ir því að hamla gegn skerðingu lífskjara vinnandi fólks með hækkun launa? Þegar það er talið svívirðilegt at- hæfi af sterkasta verkalýðsfélagi Norðurlands, Þrótti á Siglufirði, að Ijá samhjálp sína verkalýðsfélögunum á Norðurlandi til þess að færa kjör þeirra til samræmis við það, sem Þrótti hafði tekizt að ná með áratuga harðsóttri baráttu? Hrópað er um hræðslu og gungu- hátt verkalýðsins, þegar hann semur frá sér stéttardóm, sem ætlað var að svipta hann samtakaréttinum. Unnendur verkalýðssamtakanna setur að vonum hljóða yfir slíkum hamförum, en þeir, sem verst skil- yrði hafa átt til þess að fylgjast með gangi málanna, kemur ef til vill í hug, að einhver fótur kunni að vera fyrir þeim fullyrðingum Alþýðublaðsins og allra gömlu andstæðingablaðanna, að forusta Alþýðusam- bandsins hafi misnotað aðstöðu sína til þess að etja verkalýðnum út í verkföll gegn vilja hans og til tjóns fyrir hagsmuni hans. Við skulum athuga slíkar hugleiðingar. Það, sem úlfaþyturinn mikli stóð um, eru deilurnar um síldveiðikjör sjómanna, kjör verkamanna í síldar- verksmiðjunum norðanlands og kjör Dagsbrúnarverka- manna. Er það gegn samþykktum Alþýðusambandsins, sem allir þessir aðilar leggja út í kjaradeilur eftir að sannað er, að dýrtíðarvísitalan er fölsuð í sívaxandi mæli og síðasta Alþingi samþykkir 45 milljón króna tollahækkanir, sem þjóðin greiðir, og vinnandi stéttirn- ar auðvitað að mestum hluta, en síðan er varið til þess að greiða niður verð á vörum, sem áhrif geta haft á vísitöluna til launahækkunar þessara sömu stétta? Þingtíðindi Alþýðusambandsins svara þessari spurn- ingu: Á flestum þingum Alþýðusambandsins hefur krafan um afnám tolla á nauðsynjavörum verið samþykkt ein- um rómi. Á síðasta þingi þess eru samþykktar eftirfar- andi ályktanir: Um kjaramál verkalýðsins, 2. liður: „Kostað verði kapps um að fá fram sanngjarna leið- réttingu á dýrtíðarvísitölunni og spyrnt gegn hvers kon- ar tilraunum til að skerða frekar en orðið er hag laun- þeganna í sambandi við útreikning hennar.“ — Vígorð Símonofs Meðan lán og líf þér endast, leggðu andans hjörvi þínum beint í hjörtu böðlum fólksins, bú þeim gröf með öðrum svínum. Þeirra fyrirlitning lízt mér ljúíust umbun, sönnun dyggðar. Og þú veizt þá, að þeir óttast eggjar þinnar björtu sigðar. B. S. __________________________________________________/ Og ennfremur: Frá sjávarútvegsnefnd, 1. liður: „Að tryggja öllum hlutráðnum mönnum lágmarks- kaup að minsta kosti til jafns við kaup landverkamanna, sem vinna venjulegan vinnudag við sambærilega vinnu. .... Sjómanna- og verkalýðsfélögin leggi áherzlu á að fá þessi ákvæði inn í alla samninga sína . . . . “ Og í 5. lið: „Þingið leggur til, að verkalýðsfélögin segi upp gild- andi síldveiðisamningum með það fyrir augum, að samræma kjörin algerlega og hækka kauptryggingu í samræmi við það, sem segir í 1. lið . . . . “ Þessi fyrirmæli æðsta valds íslenzkra verkalýðssam- taka þurfa ekki skýringa við. Gegn sameinuðu aftur- haldi gerðardómsflokkanna, með Alþýðuflokksforust- una í bakið, tókst Alþýðusambandi íslands að leiða all- ar deilurnar til farsælla lykta, endurheimta nokkurn hluta þess í hendur verkamanna, sem tekið var með tollahækkuninni, bæta kauptryggingu síldarsj ómanna að miklum mun og vinna stórfelldan einingarsigur yfir fjendum verkalýðssamtakanna. En það fer ekki hjá því, að um leið og hollvinir verkalýðshreyfingarinnar fagna þessum sigrum hennar, finnist þeim sem yfir skyggi, er þeir hugsa til þess, að grundvallarlögmál samhj álparinnar voru brotin, lands- lögum misbeitt, hvatt til verkfallsbrota, og þeir spyrji: Hvað hefur komið fyrir? Eru enn til menn í röðum samtakanna, sem unnt er að kaupa til sundrungar þeim? Og svarið verður játandi. Munurinn er aðeins sá, að þeim sundrungarbrögðum, sem áður var beint gegn einstökum félögum, er nú með þróaðri tækni stefnt gegn heildarsamtökum verkalýðsins. Auðstéttin er á margfalt stórbrotnari hátt en áður að beita hinu gamla en sígilda vopni gegn samhjálp og einingu alþýðunnar: að svelta þann sterka, en kaupa þann veika? 184 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.