Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Side 9

Vinnan - 01.09.1947, Side 9
Ályktanir landssambandanna um þessi mál skulu stílað- ar til aðalritara H. S. Þ. Afrit af þeim skulu send aðal- ritara Alþj óðasambandsins svo meðlimir þess, sem eru fulltrúar á þingi H. S. Þ. geti notfært sér þær eftir þörfum. Varðandi ástandið í nýlendunum var samþykkt álykt- un er fordæmdi það misrétti, er hinir titluðu íbúar þeirra verða að þola af hendi hvíta kynstofnsins, og krafðist tafarlausra réttarbóta þeim til handa í fullu samræmi við 1. gr. sáttmála H. S. Þ. Einnig var sam- þykkt að fela aðalritaranum að undirbúa fræðslukerfi fyrir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í nýlend- unum. I samræmi við 13. gr. laga Alþjóðasambandsins var samþykkt að stofna inan þess eins margar fagdeildir og nauðsynlegt gæti talist. Skildu þær bera nafn sinnar starfsgreinar, svo sem: Fagdeild flutningaverkamanna, Fagdeild málmiðnaðarverkamanna o. s. frv. Fagdeildir þessar njóta fulls sjálfstæðis innan Alþjóðasambands- ins í öllum málum er snerta þeirra starfsgrein, en hafa ekki ákvörðunarrétt í almennum málum. Fjármálum þeirra er þannig fyrir komið, að þau fá úr sjóði Al- þjóðasambandsins hvert um sig '/ý hluta þess fjár er viðkomandi starfsgrein geldur til þess, auk þess mega þau leggja sérstakt gjald á meðlimi sína, en þörfina fyrir það verða þau að sanna fyrir framkvæmdaráði Alþjóðasambandsins og fá samþykkt þess til. Starfsgreinasambönd þau, sem nú eru starfandi, leggjast niður, en stjórnir þeirra boða til stofnþinga hinna nýju fagdeilda í samráði við framkvæmdaráð Alþjóðasambandsins, og aðsetur þeirra skal vera hið sama og þess, þar sem því verður við komið. Ráðning starfsmanna og laun þeirra er háð samþykkt fram- kvæmdaráðs. Jafnóðum og landssamtökin staðfesta þessa samþykkt miðstjórnarinnar ganga einstök félög þeirra sjálfkrafa inn í hlutaðeigandi fagdeild. í skýrslu sinni dvaldi aðalritarinn nokkuð við sam- starfið milli Alþjóðasambandsins og H. S. Þ. og þá MiSstjórnin á fundi í Smetana- salnum í Prag VINNAN 187

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.