Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Page 11

Vinnan - 01.09.1947, Page 11
Athyglisverður dómur Ár 1947, mánudaginn 30. júní, var í félagsdómi í málinu nr. 1947: Vinnuveitendafélag Islands gegn Al- þýSusambandi íslands f. h. Verkamannafélagsins Hlífar uppkveðinn svohljóðandi dómur. Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi, af Vinnuveit- endafélagi íslands gegn Alþýðusambandi íslands f. h. Verkamannafélagsins Hlífar með stefnu dags. 10. þ. m. Tildrög málsins eru þessi: Hinn 30. maí s.l. boðaði VerkamannafélagiS Dags- brún í Reykjavík Vinnuveitendafélagi Islands, að það mundi hefja verkfall frá og með 7. þ. m. og meS bréfi, dags. 4. þ. m., er barst stefnanda 6. s. m., tilkynnti VerkamannafélagiS Hlíf í Hafnarfirði honum eftirfar- andi samþykkt trúnaðarmannaráðs félagsins: „Fundur haldinn í trúnaðarmannaráði V.m.f. Hlífar miðvikud. 4. júní 1947, samþykkir verkbann á allar vörur eða flutningstæki, sem V.m.f. Dagsbrún í Reykja- vík lýsir í bann frá og með 7. júní. Ennfremur samþykkir fundurinn samúðarvinnu- stöðvun frá og meS 14. júní 1947 eftir því sem tilefni gefst til hjá eftirtöldum aðiljum: H.f. Eimskipafélagi íslands, SkipaútgerS ríkisins, Reykjavíkurbæ, Vinnu- veitendafélagi íslands. Stefnandi telur, að „verkbann“ það, sem um ræðir í fyrri hluta samþykktarinnar sé raunverulega samúðar- verkfall með nefndu verkfalli Dagsbrúnar, er hófst 7. þ. m. Nú hafi VerkamannafélagiS Hlíf tilkynnt það án nokkurs fyrirvara og þannig brotið gegn ákvæðum 16. gr. 80 1938. Þá heldur stefnandi því og fram, að sá galli sé á síðari lið nefndrar samþykktar, að ekki komi nægilega ljóst fram, með hvaða verkfalli sú samúðar- vinnustöðvun sé gerð, sem þar er boðuð. Verði því að meta hana ógilda með öllu. En dómkröfur stefnanda í málinu eru þær, að verkbannsboðun sú, er um ræðir í fyrra lið samþykktarinnar verði metin ólögmæt og stefndur dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot á 16. gr. laga nr. 80 1938. Þá krefst hann þess að boðun sú um samúðarverkfall, er fellst í síðari lið samþykktarinnar verði dæmd ógild að öllu leyti. Loks krefst hann máls- kostnaðar eftir mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Kröfu sína um sýknu byggir stefndi á því, að af- greiðslubann það, er um ræSir í fyrra lið samþykktar trúnaðarmannaráðsins, lúti ekki ákvæSum II. kafla laga nr. 80, 1938. Auk þess sé samþ. í fullu samræmi við 18. gr. nefndra laga, þar sem afgreiðslubannið hafi átt að takmarkast við þær tegundir vinnu sem Dagsbrúnar- menn framkvæmi venjulega í Reykjavík og miSi að því að hindra, aS slík vinna verði flutt frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Hafi tilkynning um afgreiðslubannið því í raun og veru verið óþörf. Þá telur stefndi að ljóst sé af samþykkt trúnaðar- mannaráðsins að samúðarverkfall það, sem boðað er í siðari lið hennar sé til stuðnings verkfalli Dagsbrúnar, er hófst 7. þ. m. og komi ekki til mála að tilkynningin um samúðarverkfallið verði metin ógild. Af því sem fram er komið við munnlegan flutning málsins verður að byggja á því, að stefndi hafi ekki ætlazt til þess, að „verkbann“ það, er hann boðaði stefnda 4. þ. m., væri víðtækara en svo, að þaS næði aðeins til þeirrar vinnu, sem félagsmenn í Dagsbrún vinna venjulega. Stefnandi hefur lýst yfir því, aS hann hafi ekki lagt víðtækari merkingu í „verkbannið“. AS þessu athuguðu verður ekki talið, að verkbanns- tilkynning Hlífar gangi lengra en 18. gr. laga nr. 80, 1938 heimilar og var hún því nægilega boðuS. Sam- kvæmt þessu ber að sýkna stefnda af dómkröfum stefn- anda að þessu leyti. Enda þótt ekki sé tekið fram berum orSum í síðari lið oftnefndrar trúnaðarmannaráðssamþykktar, að sam- úðarvinnustöðvun Hlífar sé til stuðnings verkfalli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, þá verður að telja, að stefnandi hafi, af samhengi síðara liðs samþykktar- innar við þann fyrri, mátt vera nægilega ljóst, að sú var tilætlunin. Ber því einnig að sýkna stefnda af kröfu stefnanda að því er þetta málsatriði snertir. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnandi greiði stefnda málskostnað er ákveðst kr. 250.00. Dómsorð: „Stefndi, Alþýðusa/nbatid Islands f. h. Verkamanna- félagsins Hlífar, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Vinnuveitendafélags íslands, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda kr. 250.00 í málskostnað innan 15 daga jrá birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum.“ VINNAN 189

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.