Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 17

Vinnan - 01.09.1947, Qupperneq 17
Sigtryggur Guðmundsson, fyrsti féhirðir félagsins Kristinn D. Guðmundsson, núverandi form. félagsins mestu fyrir frjáls framlög félagsmanna. Á aðalfundi árið 1944 voru samþykkt lög fyrir styrktarsjóðinn og var þá einnig samþykkt að helmingur greiddra iðgjalda, að frádregnum skatti til sambandanna, rynni í hann. Styrktarsjóðurinn er nú að upphæð kr. 9687,11 og er að mestu ávaxtaður í Stofnlánadeild sjávarútvegsins. Vélstjórafélag Isafjarðar er ungt að árum og saga þess því eðlilega ekki eins viðburðarík og hinna eldri stéttarfélaga, er hófu merki verkalýðshreyfingarinnar fyrst á loft, en það er von okkar að það verði styrkur hlekkur í þeirri keðju, sem nú þarf að vernda þá sigra er unnizt hafa, um leið og sótt er fram. Svo bezt geturn við hinir yngri goldið skuld okkar við brautryðjendur verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Fyrsta stjórn Vélstjórafélags Isafjarðar var skipuð þessum mönnum: Sigurður Pétursson formaður, Arin- björn Clausen varaformaður, Guðfinnur Sigmundsson ritari, Sigtryggur Guðmundsson féhirðir. Formenn fé- lagsins hafa verið þrír á þessu 15 ára starfstímabili: Sigurður Pétursson í 9 ár, Arinbjörn Clausen í 2 ár og núverandi formaður, Kristinn D. Guðmundsson, í 4 ár. Ritarar hafa verið tveir: Guðfinnur Sigmundsson í 3 ár og núverandi ritari, Sigmundur Guðmundsson, í 12 ár. Féhirðar hafa verið fjórir: Sigtryggur Guðmunds- VINNAN 195

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.