Vinnan


Vinnan - 01.09.1947, Page 18

Vinnan - 01.09.1947, Page 18
VILHELM EKELUND : Sigurður Hj. Sigurðsson núverandi féhirðir son í eitt ár, Arinbjörn Clausen í 1 ár, Hermann Er- lendsson í 7 ár, og núverandi féhirðir, Sigurður H. Sigurðsson, í 6 ár. Varaformenn hafa verið fjórir: Arinbjörn Clausen í 4 ár, Bjarni Guðmundsson í 1 ár, Haraldur Kristjánsson í 1 ár og núverandi varaformað- ur, Kristján Bjarnason, í 9 ár. Á síðasta aðalfundi félagsins voru kjörnir heiðurs- félagar í tilefni af 15 ára afmælinu tveir af stofnendum félagsins, þeir Sigurður Pétursson, fyrsti formaður fé- lagsins og formaður þess í níu ár, og Arinbjörn Clau- sen, er sat í stjórn félagsins í sjö ár og þar af tvö ár formaður. I Vélstjórafélagi Isafjarðar eru nú 89 félagsmenn. Félagssjóður telst að upphæð kr. 2494,59, en töluverð- ur hluti þeirrar upphæðar eru því miður óinnheimt fé- lagsgjöld, sem óvíst er að hve miklu leyti fást greidd. Árgjald félagsins er nú kr. 40,00. Vettvangur vinnandi kvenna Framh. af hls. 192 grein, en starfið er nýtt og því laust við allar erfða- venjur. — Hvernig eru laun ykkar samanborið við hlið- stæðar iðngreinar þar sem karlmenn vinna? — Starfið er mjög hliðstætt karlmannafatasaumi, en launin eru ennþá mikið lægri en svéinakaup hjá herra- klæðskerum. En annars er mikil ákvæðisvinna og við berum meira úr býtum á þann hátt en með mánaðar- kaupi. Nú er búið að segja upp samningum, ákvæðis- taxti verður óbreyttur, en við förum fram á töluverða 'N LOFSÖNGUR til hafsins og Apollons V Bláa strönd í ljósvakans legi. Sjá, aspir og bjarkir úr liminu breiða og krónurnar hefja mót ljósinu hvítu. Hjarta mitt er sem blómstrandi björkin — er guðinn mín vitjar — og sem nývakið blóm, er brosir á morgni síns lífs, Þyrstir í Ijós og í þrá lyftist. O, hve þú lykur mig ilmi tærum og ungum, ymur þinn er sem viðlag míns fótataks, hvort sem friðsælar grundir ég geng eða glymjandi Hræti, svala, bláa, silfurgljáandi — hækkun á grunnkaupi þeirra, sem ráðnir eru upp á mánaðarkaup. — Hvaða kaup höfðuð þið áður en félagið var stofnað? — Á meðan við vorum deild í Iðju höfðum við 240 krónur á mánuði og premíu, svo það gat orðið allt upp í 270 krónur. Eftir þriggja mánaða verkfall haust- ið 1944 fengum við mánaðarkaupið hækkað í 350 krónur. — Það er ekkert búið að gera af því, sem þarf að gera, segir Kristrún að lokum. — Okkur liggur á að fá iðnina betur skipulagða, en alltaf skortir okkur tíma. Við þyrftum að hafa konu, sem gæti farið um á vinnustöðvunum og rætt við stúlkurnar um félagsmál þeirra. Það væri miklu hægt að áorka þá. Kvenþjóðin þarf að gera meiri kröftur til sjálfrar sín og jafnframt kröfur um fullt launajafnrétti. íhaldið, hvar sem það er að finna, segir, að með svo skefjalausu jafnrétti muni heimurinn ekki standast. En mér finnst að sú iðn- grein, sem ekki getur starfað án þess að hafa kvenfólk sem ódýran vinnukraft, sé alls ekki starfhæf. R. K. 196 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.