Vinnan - 01.12.1951, Side 17

Vinnan - 01.12.1951, Side 17
Samuel Gompers, stofnandi og fyrsti forseti A. F. L. þeirra, lífi og afkomu fólksins, aðbúnaði á vinnu- stöðum, menntunar- og menningarskilyrðum, húsakosti og ótal fleira, er gaf okkur réttar mynd- ir af lífskjörum þeim, er hinn almenni maður býr við í Bandaríkjunum. Þá heimsóttum við skrifstofur verkalýðssam- bandanna A. F. L. og C. I. O., og stofnanir þeirra. M. a. komum við í hina miklu útvarpsstöð A. F. L., og flutti Finnur Jónsson þar útvarpsfyrirlestur. Svo að segja daglega hlýddum við á fyrirlestra í Roosevelt College, er ýmsir menntamenn og verkalýðsleiðtogar fluttu um félagsmálefni, lífs- afkomu, vinnuskilyrði og launakjör í Bandaríkj- unum. Fjölda merkra stofnana og safna skoðuðum við þar í borg. Má þar til nefna hin miklu slátur- hús Swifts, sem fræg eru hér á landi úr bók Uptons Sinclair — Á refilstigum — stærstu kauphöll veraldarinnar — The Board of Trade — hið merka vísinda- og iðnaðarsafn — Museum of Science and Industry — hið stórmerka náttúrugripasafn Chicagoborgar — Chicago Natural History Museum — safn úr sögu Chicagobargar — Chicago Historical Society — og alþýðubókasafnið — Chicago Public Library, svo að eitthvað sé nefnt. Þjóðhátíðardaginn 17. júní vorum við á útisam- komu Islendinga í Chicago og var þar margt manna saman komið. Síðar um daginn vorum við heima hjá Árna Helgasyni, ræðismanni íslands í Chicago, og nutum þar ánægjulegra stunda. Að lokinni dvöl okkar í Chicago heimsóttum við þessar borgir: Knoxville. Skoðuðum við þar hin miklu raf- orkuver í Tennessee Valley, sem eru þau stærstu í heimi sinnar tegundar. Einnig skoðuðum við kjarnorkusafn Bandaríkj- anna í Oak Ridge, heimsóttum verkalýðsfélög og kynntum okkur starfsemi þeirra. T. d. sátum við fund í verkalýðsfélagi í Maryville, en félag þetta var eitt þeirra mörgu, er vinur okkar Dean Clowes hafði stofnað, og höfðum við mikla ánægju af að sitja fund þennan, sem fram fór með ágætum, en var þó um margt á aðra lund, en við eigum að venjast. Enn fremur kynntum við okkur búrekst- ur og búskaparhætti bændanna, er þarna yrkja hina frjósömu mold Tennessee-dalsins. Hér varð heitast á okkur eða 95 stig á Farenheit í skugganum. Port Huron, landamæraborgin við Fljótið bláa. Þar dvöldumst við fjóra daga og kynntum okkur einkum sumarskóla C. I. O., fyrir forustumenn verkalýðsfélaganna, sem starfaði við mikla aðsókn um þessar mundir. En þarna voru nú um 300 verkalýðsleiðtogar. Kynntumst við þarna mörgu af fólki þessu, sem komið var víðs vegar að, og fengum upplýsingar um störf þess og kjör. Kenosha, lítil vinaleg borg. Aðalatvinna íbú- anna er í Nash-bílaverksmiðjunum og Simmons verksmiðjunum, er framleiða einkum húsbúnað fyrir sjúkrahús. Við fengum tækifæri til að kynnast starfrækslu þessarar verksmiðju, og tók okkur fimm klukku- stundir að fara í gegnum hana og fylgjast með starfseminni allt frá því, að brotajárnið, sem not- að var til framleiðslunnar, fór í bræðsluofnana, og til þess er framleiðslan, sem einkum eru sjúkra- rúm, var tilbúin til afgreiðslu. Þá skoðuðum við þarna öfluga prentsmiðju, er verkalýðsfélögin eiga, og kynntum okkur blaða- útgáfu þeirra, sem þarna er í stórum stíl. A. F. L. og C. I. O. hafa þarp'a sameigjinlega skrifstofu og blaðaútgáfu. Einnig heimsóttum við verkamannafjölskyldur á heimili þeirra, kynntum okkur kjör þeirra og afkomu. Þá heimsóttum við einnig bændur í ná- grenni borgarinnar og kynntum okkur búskapar- háttu þeirra og lífskjör. Madison, háskólaborgin fagra við vötnin fjögur. Dvöldumst við þar í fimm daga við sumarskóla verkamanna, sem rekinn er af háskólanum. Verkalýðsleiðtogarnir, sem þarna voru saman komnir, konur og karlar, voru bæði af hinum hvíta og svarta kynstofni, sömuleiðis prófessor- VINNAN 7

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.