Vinnan - 01.12.1951, Side 16
Sendinefndin íslenzka. Talið frá vinstri: Hálfdán Sveinsson, Helgi Hannesson, Finnur ]ónsson Ingimundur Gests-
son, Guðmundur Sigtryggsson og Sæmundur Olafsson. Lengst til vinstri stendur Mc Callister.
stór iðnaðarhéruð, járn- og stáliðnað gat að líta í
stórum stíl. Enn fremur voru hér mikil kolanámu-
héruð. Landslagið var hið fegursta, en byggingar
fremur ljótar, smáar og óhreinar.
Hitinn var 90 stig á Farenheit, þ. e. 32 stig á
Celsíus mæli.
Átján klukkustundum eftir, að við yfirgáfum
New York, komum við til Chicago-borgarinnar,
sem í hugum margra Islendinga er helzt tengd við
alls konar glæpi, en kom okkur fyrir sjónir sem
afar falleg borg og íbúar hennar hið vingjarn-
legasta fólk.
Chicagoborg er um margt ólík New York, sem
einkennist mest af hinum háu byggingum sínum.
I Chicago eru hús aðeins um 50 hæðir, og byggist
borgin mjög út til allra hliða.
I Chicago dvöldumst við um tveggja vikna
skeið og bjuggum á The International House, sem
er heimavist stúdenta þeirra, er nám stunda við
hinn fræga Chicago háskóla — The Univercity
of Chicago — Gat þarna að líta fólk frá öllum
álfum heims og flestum þjóðlöndum. I New York
hafði bætzt í hóp okkar sjöundi „íslendingurinn“,
eins og við kölluðum Dean Clowes, eftir
að við fórum að kynnast honum og hinni fram-
úrskarandi lipurð hans. En Dean Clowes var
fylgdar- og aðstoðarmaður okkar á öllu ferðalag-
inu sem fulltrúi E. C. A. og reyndist hinn ágæt-
asti drengur. Hann er einn þeirra mörgu fulltrúa
verkalýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum, sem
starfa hjá efnahagssamvinnustofnuninni, en hefur
um margra ára skeið verið starfsmaður C. I. O.
verkalýðssambandsins og stofnað fjölda verka-
lýðsfélaga, einkum í stáliðnaðinum.
í Chicago tók á móti okkur Frank Mc Callister,
prófessor við Roosevelt College, velþekktan há-
skóla í Chicago. Var hann framkvæmdastjóri
fararinnar og hafði að mestu veg og vanda af dvöl
okkar þar í borg.
En tímann þar notuðum við sérstaklega til að
kynnast fræðslustarfsemi bandarísku verkalýðs-
samtakanna, sögu þeirra og þróun, enn fremur
til að kynnast samvinnuhreyfingu Bandaríkjanna,
hinni miklu og fjölþættu iðnaðaruppjbyggingu
6 VINNAN
i