Vinnan - 01.12.1951, Síða 26
Erlendar
verkalýðsfréttir
V____________________________________________J
___________________________________________J
Danmör\.
Verkalýðsfélögin búa sig
undir nýja samninga.
Víðtækar samningaumleitanir standa fyrir dyrum milli
verkamanna og atvinnurekenda í Danmörku. Næstum allir
samningar verkalýðsfélaganna við samband atvinnurek-
enda renna út hinn 1. marz 1952. Uppsögn samninga þurfti
að vera lokið fyrir 20. nóvember.
Einstök félög geta sjálf ákveðið um kröfur sínar, en
danska alþýðusambandið hefur sent öllum sambandsfélög-
unum ákv.eðnar tillögur, sem stjórn sambandsins og for-
menn allra félaganna höfðu komið sér saman um og sam-
þykkt. Þær kröfur, sem sambandið leggur til að gerðar
verði, eru í stórum dráttum þessar: Stytting vinnuvik-
unnar úr 48 klst. í 44 klst. og samsvarandi hækkun launa;
sumarleyfi verði lengt úr 2 í 3 vikur og framlag vinnu-
veitenda í orlofssjóð verði hækkað úr 4%% í 6%%
af vikulegum launagreiðslum; að fullar uppbætur verði
greiddar á allt grunnkaup samkvæmt vísitölunni, eins og
hún er á hverjum tíma; félögin skuli sjálf ákveða um
kröfur, er miða að hækkun grunnlauna.
Flest öll sambandsfélögin gerðu kröfu til styttingar á
vinnutímanum og lengra sumarleyfis bæði 1948 og 1950,
en samkomulag um þessi atriði náðist í hvorugt skiptið.
Sáttasemjari ríkisins vísaði kröfunni um styttri vinnu-
viku til vinnuaflsnefndar ríkisins. Hefur nefnd þessi nú
skilað áliti til verkalýðsfélaganna, og mun álit þetta nú
verða notað sem grundvöllur að nýjum viðræðum.
Bandaríhin.
Truman forseti lofar frjóls
verkalýðssamtök heims.
Samuel Gompers er það nafn, sem mestur ljómi stafar
af í sögu verkalýðssamtakanna í Bandaríkjunum, enda
var hann stofnandi og fyrsti forseti AFL sambandsins, sem
nú telur meira en 8 milljónir verkamanna innan sinna vé-
banda. Gompers var sannkölluð hetja í baráttu verka-
manna vestan hafs fyrir stofnun félagssamtaka og bætt-
um kjörum. Er það ekki sízt starfi hans að þakka, hversu
geysiöflug og áhrifarík verkalýðssamtök Bandaríkjanna
eru nú orðin.
Fyrir skömmu var torg eitt í Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna, gefið nalnið Gompers-torg, og stjórnaði
Truman forseti athöfn þeirri, er fram fór við það tæki-
færi. I ræðu sinni komst forsetinn m. a. svo að orði:
„Verkamönnum öllum er það Ijóst, að frjáls samtök —
sameining vinnandi manna um allan heim — er einhver
sterkasta vörnin gegn yfirgangi hins alþjóðlega komm-
únisma. Heðlimum verkalýðssamtakanna er það einnig
fullljóst, að vér getum ekki vænzt friðar í heiminum, ef
vér snúum baki við þörfum, óskum og vonum annarra
frjálsra þjóða um auknar framfarir.
Það er fyrst og fremst af þessum sökum, að verkalýðs-
samtök Bandaríkjanna hafa stutt stefnu vora í utanríkis-
málum af slíkri festu og einurð. Það er og af þessum sök-
um, að verkalýðssamtök vor starfa af slíkum áhuga og
dugnaði með verkalýðssamtökum annarra landa að friði
og aukinni velmegun alþýðunnar".
Veglegur minnisvarði Samuels Gompers stendur við torg
þetta, en hann var reistur árið 1933 og afhjúpaði Franklin
D. Roosevelt forseti hann.
Noregur.
Ríkisstjórnin tekur að sér
kröfuna um auknar dýrtíð-
aruppbœtur.
Hinn 19. október s. 1. lagði norska landssambandið fram
kröfur um auknar dýrtíðaruppbætur til handa verkamönn-
um vegna síaukinnar dýrtíðar (aukningin hafði numið
9,4% síðan í aprílmánuði s. 1., en þá fengu verkamenn
samþykktar nokkrar uppbætur á laun sín). Samkomu-
lagsumleitanir við samtök atvinnurekenda fóru út um
þúfur, og hinn 31. október samþykkti fulltrúaráð lands-
sambandsins að mæla með því við öll sambandsfélögin,
að þau segðu upp gildandi samningum.
Deilunni var þá vísað til sáttanefndar, en hún gat ekki
fundið neina lausn á henni.
Ríkisstjórnin hefur nú tekið málið í sínar hendur, og
hefur hún ákveðið að leggja fyrir þjóðþingið norska
ákveðnar tillögur, er miða að lausn deilunnar.
England.
Afstaða verkalýðssamtak-
anna til hinnar nýju ríkis-
stjórnar.
Stjórn verkalýðssambandsins hefur birt yfirlýsingu, þar
sem svo segir, m. a.:
„Með úrslitum hinna nýafstöðnu kosninga lýkur, að
minnsta kosti um stundarsakir, alllöngu tímabili, er stjórn
verkamanna hefur setið að vöidum, en á þessum tíma
hefur undraverður árangur náðst í baráttunni fyrir bætt-
um lífskjörum almennings á Bretlandi.
Enda þótt úrslit kosninganna geti á engan hátt talizt
ósigur fyrir verkamannaflokkinn,1) hafa þau eigi að síður
veitt íhaldsflokknum meirihlutaaðstöðu á þingi.
-------------- Framhald á bls. 34.
1) Verkamannaflokkurmn hlaut fleiri atkvæði en íhalds-
flokkurinn, en hins vegar færri þingsæti. Stafar þetta af
kjördæmaskipan á Englandi.
16 VINNAN