Vinnan - 01.12.1951, Síða 36
um holtinu. Þeir eru kappsamir, vinna eins og
þeir geta. Þeir vita hvers vegna. Þeir eru ekki
vanir því að selja svikna vöru. Eldri mennirnir
stjórna fartinni, þeir yngri fylgja á eftir.
Svo er allt í einu kallað hvellri röddu: ,,Kaffi“
og mennirnir leggja niður haka og skóflur og
flykkjast inn í skúrinn. Þeir taka skrínur sínar,
bita og brúsa, setjast á bekkina tvo, eða bara á
gólfið og taka til snæðings. Það er þögult í fyrstu,
meðan menn matast, en svo kemur orð af orði,
eins og af sjálfu sér. Það eru yngri mennirnir
sem ríða á vaðið.
„Steinn Klakan er að teygja sig yfir allt, það er
meiri andskotans völlurinn á þeim manni,“ segir
ungur maður svarthærður. Hann er einsýnn og
hallar við, þegar hann er að borða.
„Já, hann breiðir sig yfir allt. Hann hefur keypt
tvo togara og er farinn að gera út. Hann átti ekki
nokkurn skapaðan hlut, en hann er framúrskar-
andi duglegur. Slíkum mönnum verður vel til fjár.
Hann er að verða voldugasti maðurinn hérna í
horginni.“
„Já, mér er sagt, að hann hafi sótt um tuttugu
lóðir hérna og ætli að byggja heilt hverfi og selja
svo íbúðirnar.“
„Það verður dáfalleg álagningin á þær.“
„Ég hef heyrt, að hann hafi sótt til bæjarstjórn-
arinnar um leyfi til að kaupa allar lóðir með-
fram Klakastíg, allt frá húsinu sínu og niður að
sjó. Hann kvað ætla að byggja bryggju þar fram-
undan og reisa geymsluhús. Það er voðaleg drift
á honum.“
„Ég á nú minn bæ og mína lóð undir honum,“
segir Stígur. Hann er órór. Hann hefur ekki heyrt
þetta fyrr.
„Hver á eiginlega Skuggahverfi?" spyr ungur
maður og hvatlegur. Hann situr út við dyr.
„Það eiga ýmsir“.
„Ég á mitt hús“, segir gamli maðurinn.
„Og ég á mitt,“ segir annar.
„Já, en er ekki Steinn Klakan og kó búnir að
ná því næstum öllu undir sig? Hann er búinn að
kaupa fiskstasjónina og allt þar í grennd?“
„Jú það er sagt svo“, segir gamall maður.
„Steinn Klakan er ekki einn af þeim verstu. Hann
vinnur sjálfur eins og þræll. Hann kemur alltaf
fyrstur á morgnana. Hann er ekki einn af þeim,
sem liggja í bælinu til hádegis. Ég vil alltaf viður-
kenna manndóminn, hvar sem hann kemur fram.“
„Ætli það verði ekki þröngt um kofann þinn
Stígur, ef Steinn Klakan kaupir alla lengjuna frá
strætinu og niður að sjó?“ segir ungi einsýni
maðurinn og lítur útundan sér til Stígs, sem situr
úti við dyr, réttum beinum.
„Mér er andskotans sama,“ segir Stígur. „Við
mamma eigum bæinn, og við látum hann ekki,
hvað sem í boði er. Ég veit, að mamma vill ekki
flytja. Hún hefur lifað næstum því alla sína ævi í
bænum okkar.“
„Við erum þrælar“ segir ungur maður með
hrafnsvarta lokka og bólgnar hendur. „Við verð-
um að hírast niðri í Skuggahverfi, við siglum
skipunum þeirra, við leggjum göturnar fyrir þá.
Við fáum rétt í magann og ekki meira. Þeir fá
nýjar og fagrar götur, ný heimili. En hvað fáum
við? Ekki neitt, aðeins Skuggahverfi eins og áður,
innilokun í þægð og umkomuleysi, vonleysi, —
ég sé ekki betur.“
„Hefur þú ekki verið á sjó, Jóhann?“ spyr
Stígur unga manninn.
„JÚ, en skipið var selt. Hann fór á hausinn.
Það er allt í lögfræðingnum. Við eigum allir
kaupið inni. Allir gengu slyppir frá nema hann.
Það er eins og vant er. Þeir, sem vinna og þræla
bera alla áhættuna, þó er sífellt verið að tala um
áhættu hinna. I hverjum andskotanum liggur sú
áhætta? Þeir skrifa bara á víxla, klófesta skip
fyrir þessa víxla, ráða menn á það, senda það
út á sjóinn til að fiska, en sitja sjálfir í landi. Ef
vel gengur, hirða þeir ágóðann, en ef illa fer, töpum
við og bankarnir, og bankarnir er sama og við.
Ég er búinn að vera vinnulaus síðan við hættum.
Ég fékk kort í gær. Ég hefði orðið að leita til
bæjarins þá og þegar. Þessi vinna frestar því
nokkuð.“
„Já, það er verst að fara á sveitina," segir
Þormóður. „Fátæktin sjálf er ekki verst, en að
finna það að vera kominn upp á aðra er lakara.“
„Nei, atvinnuleysið er verra. Það er eins og það
drepi eitthvað innan í manni. Maður linast upp.
Éyrst eftir að ég verð atvinnulaus, æði ég um
allt, rýk á fætur fyrir allar aldir og hendist stað
úr stað. En svo fer ég að linast og að lokum vil
ég helzt liggja fyrir eða hanga einhvers staðar
og reyna ekki neitt. Ég hugsa, að allir séu svona.“
„Já, að minnsta kosti yngri menn“, svarar Þor-
móður. „Við hinir eldri, sem erum aldir upp í
sveit og höfum eytt öllum beztu árum okkar við
sveitastörf þolum þetta betur. Við sóttum lífs-
afkomu okkar beint í náttúruna, en hér er eins
og við þurfum að biðja um hvern bita. Við réðum
sjálfir yfir okkur, en nú þurfum við að mæta með
26 VINNAN