Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 25
Sitt af hverju tagi
SKIP LIGGUR við festar í höfn. Kaðalstigi hangir út
fyrir borðstokk þess, og eru fimmtán þrep í stiganum,
en þrjátíu sentímetrar milli hvers þreps. I höfn þessari
er hæðarmismunur sjávarborðs um flóð og fjöru níutíu
sentímetrar. Sé neðsta þrep kaðalstigans tíu sentímetrum
ofar yfirborði sjávar á fjöru, hvað færast þá mörg þrep
hans i kaf um háflæði?
-—o—
ARABAHÖFÐINGI einn átti tvo sonu, og var svo
mikill metnaður þeirra og ofurkapp, að það olli gamla
manninum hugsýki. Ræddi hann oft við þá, að kapp væri
bezt.með forsjá, en þeir léðu fortölum hans ekki eyra.
Hann ákvað þá, að gera tilraun til að sýna þeim fram
á þetta með svo ljósum og óvefengj anlegum rökum, að
þeir mættu lengi muna, kallaði þá báða fyrir sig og til-
kynnti þeim, að hann hefði hugsað sér að leggja fyrir
þá þraut að vinna, og skyldi sá, er sigraði hljóta fjárfúlgu
mikla að launum.
Þegar bræðurnir heyrðu þetta, þótti þeim heldur en
ekki hlaupa á snæri sín, og báðu hann segja sér þrautina
sem fyrst. „Jú“, sagði öldungurinn, „þið eruð báðir hesta-
menn miklir, og hef ég valið þrautina með tilliti til þeirrar
íþróttar ykkar. Þið skuluð heyja kappreið milli hinna
helgu borga eða frá Medína til Mekka, og skal eigandi
þess hestsins, sem seinni verður til Mekka, hljóta verð-
launin“.
Þeir bræður litu hvor á annan og þótti nú ekki jafn
gott í efni og þeir hugðu áður, en ákváðu samt að taka
karl á orðinu og reyna með sér um verðlaunin. Þeir riðu
greitt af stað frá Medína og ekki liðu margir sólarhringar
unz þeir sáu mjóturnana í Mekka gægjast upp yfir sand-
öldurnar.
6. Að margt fólk hefur hlotið alvarlega at-
vinnusjúkdóma vegna þekkingarleysis á
hættum þeim, sem fólgnar eru í störfum
þess.
Þannig mætti margt upp telja, því að mörgu er
áfátt í þessum efnum, en læt þó þetta nægja að
sinni.
Að lokum skal það tekið fram, að ég tel, að
við höfum eigi efni á að fóma lengur lífi, limum
og heilsu manna vegna aðgerðaleysis í þessum
málum. Að vísu hefur Reykjavíkurbær stigið
stórt spor í rétta átt með samþykkt um heilbrigðis-
eftirlit. En það er ekki nóg. Þetta er mál allra
landsmanna, hvort sem störf þeirra eru unnin á
sjó eða landi. Því er það sameiginleg krafa okkar
allra, að alþingi samþykki lög um öryggi á vinnu-
stöðum nú þegar.
En þegar þeir áðu hestum sínum í þeirri vin, sem næsi
var borgarmúrum Mekka, þótti þeim heldur vandast málið,
og vildi hvorugur leggja upp þaðan síðasta spölinn, fyrr
en hinn væri kominn af stað, þar eð báðir vildu þeir láta
sinn hest verða seinni að borgarhliðinu. Þrættu þeir um
þetta og körpuðu nokkra hríð.
Að síðustu kom þó yngri bróðurnum ráð í hug til að
jafna deiluna. Og er hann hafði sagt bróður sínum það,
stigu þeir báðir á bak í skyndi, og knúðu hestana eins
hratt og þeir komust að hliði hinnar helgu borgar, og
vildu nú báðir um fram allt verða fyrstir í markið.
Og nú er það spurningin, sem þið skuluð brjóta heil-
ann um ... I hverju var ráð yngri bróðurins fólgið?
—'O—
TVÆR járnbrautarlestir leggja af stað frá New York
til Denver á hverjum degi, og sömuleiðis leggja tvær
lestir daglega af stað frá Denver til New York. Ferðin
með járnbrautarlest milli þessara borga tekur þrjá sólar-
hringa. Hve mörgum járnbrautarlestum myndir þú mæta
á leiðinni, ef þú ferðaðist með lest frá Denver til New
York? Ráðningar á bls. 34.
—o—
ÉG HAFÐI heimsó.tt gamla kunningjakonu mína; mað-
urinn hennar var ekki heima, og einhverra hluta vegna
var hún í því skapi, að henni varð einkar skrafdrjúgt um
ýmsa galla hans; sérstaklega varði hún mörgum orðum
til að lýsa eyðslusemi hans á öllum sviðum. Og seinna,
þegar hún sýndi mér húsið, og við komum í miðstöðvar-
herbergið, benti hún á slökkvitæki, sem hékk þar á vegg
og sagði: „Þama sérðu nú sönnun þess, að það eru ekki
ýkjur, þegar ég held því fram, að hann sé eyðslukló á fé.
Þetta slökkvitæki kostaði nú hvorki meira né minna en
hundrað krónur, — en hann lét sig ekki muna um það.
Og síðan hengdi hann það þarna og hefur ekki látið sér
til hugar koma að nota það . . .“
—o—
LÍTIL STÚLKA, dóttir kunningja míns, kom til mín
um daginn. Hún starði lengi á hillurnar i bókaskápum
mínum, sem allar voru hlaðnar bókum, og mælti síðan:
„Við fáum líka lánaðar bækur . . . en við skilum þeim
alltaf aftur“.
—o—
VIÐGERÐAMAÐUR barði að dyrum: „Er það hérna,
sem komið hefur leki að miðstöðvarkatlinum?" spurði
hann.
„Já, og það er mikið, að þér komið“, svaraði húsmóðirin
reiðilega. „Það eru nú liðnir þrír dagar, síðan ég hringdi
til ykkar . . . jú, ég hringdi til ykkar þann níunda, svo
að það eru þrír dagar . . .“
„Afsakið frú“, mælti viðgerðamaðurinn, „en þá á ég
víst að fara í annað hús. Húsmóðirin, sem ég átti að lag-
færa miðstöðvarketilinn hjá, hringdi þann fimmta. Sæl-
VINNAN 15