Vinnan - 01.12.1951, Síða 13
Ályktun jullskipaðrar stjórnar Alþýðusambands íslands um
verðlags-, dýrtíðar- og atvinnumál:
Dýrtíðin verði stöðvuð og næg atvinna tryggð
Annars beitir Alþýðusambandið sér fyrir uppsögn samninga
til að rétta hlut launastéttanna
„FUNDUR FULLSKIPAÐRAR STJÓRNAR
A. S. í., haldinn 17.—18. nóv. 1951, vill minna á
samþykktir tveggja síðustu Alþýðusambandsþinga
um dýrtíðarmálin, þar sem gerð var sú lágmarks-
krafa af hendi verkalýðssamtakanna, að dýrtíð-
in yrði algjörlega stöðvuð og síðan lækkuð. Yrði
sú krafa að vettugi virt, var sambandsstjórn falið
að beita sér fyrir kauphækkun, sem aukinni dýrtíð
næmi, svo að kaupmáttur heildarlaunanna héldist
í sem mestu samræmi við verðlag í landinu.
Þessa síðari leið til kjarabóta telja verkalýðs-
samtökin þó hreint neyðarúrræði og miður æski-
lega og líta á hana sem algera nauðvörn.“
Heimatilbúin dýrtíð.
„Á þremur síðustu árum hefur miðstjórn
sambandsins margítrekað kröfur verkalýðs-
samtakanna við stjórnarvöld landsins um að
stöðva og síðan lækka dýrtíðinia, svo að
forðast mætti óæskilegt kapphlaup milli
verðlags og kaupgjalds. En þessa leið hafa
stjórnarvöld landsins ekki óskað að fara
nema að litlu leyti, þar eð ýmsar ráðstafanir
hafa verið gerðar af alþingi og ríkisstjórn, er
orðið hafa til þess að auka stórlega dýrtíð
og verðbólgu í landinu, og má þar m. a.
nefna: gengislækkunina, bátagjaldeyrinn svo
nefnda, hinn illræmda söluskatt og nú síðast
afnám verðlagsákvæða og verðlagseftirlits,
er hefur haft í för með sér skefjalaust álagn-
ingarokur á nauðsynjmn almennings.
Sambandsstjórn er það ljóst, að það er ekki á
valdi ríkisstjórnar eða alþingis að koma í veg fyrir
þá aukningu dýrtíðar, er orsakast af hækkuðu
verði erlendis, á þeim vörum, er þjóðin verður að
kaupa og flytja inn.
En það verður að teljast sannað mál, að
mikill hluti hinnar sívaxandi dýrtíðar er heima-
tilbúinn og bein afleiðing ýmissa tilskipana og
laga ríkisstjórnar og löggjafans.
Vegna framangreindra og annarra slíkra ráð-
stafana, er ýtt hafa undir sívaxandi dýrtíð, þá
hefur miðstjórn Alþýðusambandsins þrásinnis orð-
ið að hvetja til kauphækkana og knýja þær fram
til þess að jafna metin. Vill fundurinn benda á
þá hættu, sem af kann að hljótast, ef stöðugt er
haldið áfram ,á braut sívaxandi dýrtíðar, sem svo
leiðir af sér stórfelldan samdrátt atvinnulífsins eða
jafnvel algera stöðvun þess.
Með tilliti til þess, sem að framan greinir, tel-
ur sambandsstjórn, að vegna ört vaxandi dýrtíð-
ar sé lífskjörum og atvinnuöryggi launafólks
stefnt í þann voða, að við svo búið verði ekki unað,
og vill benda á, að þess er engin von, að verka-
lýðssamtökin eða önnur samtök launþega uni
því, að kaup launafólks á sjó og landi sé að veru-
legu leyti bundið á sama tíma, og heilli stétt er í
sjálfsvald sett að raka saman tugmilljóna gróða.“
Róðstafanir gegn dýrtíðinni.
„Fundurinn skorar því á alþingi og ríkisstjórn
að hefjast nú þegar handa um ráðstafanir, er koma
mættu að gagni til þess að hefta frekari dýrtíð og
verðþenslu. Vill hann í þessum efnum benda m.a.
á eftirfarandi:
1. Komið verði í veg fyrir óhóflega verzlunar-
álagningu með því m. a., að fulltrúar laun-
þega hafi á hverjum tíma aðgang að öllu
því, er máli skiptir til upplýsinga á verð-
lagi og vöruálagningu og eigi rétt á því að
birta hverjar þær upplýsingar, er þeir telja
almenning miklu varða; enn fremur, að sett
verði hámarksálagning á nauðsynjavörur og
verðlagseftirlit tekið upp að nýju, er laun-
VINNAN 3