Vinnan - 01.12.1951, Síða 30
Sjómannaráðstefna Alþýðusambandsins
SJÓMANNARÁÐSTEFNA Alþýðusambands íslands var
sett kl. 16.30 föstudaginn 16. nóv. 1951, og var haldin í Al-
'þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Forseti sambandsins, Helgi Hannesson, setti ráðstefn-
una, bauð fulltrúa velkomna og skýrði frá þeim málum,
er ætlað væri, að ráðstefnan tæki sérstaklega til með-
ferðar.
Kosið var í þessar nefndir er störfuðu á ráðstefnunni:
Togarakjaranefnd, bátakjaranefnd, öryggis- og dýrtíðar-
málanefnd og allsherjarnefnd.
Á ráðstefnunni voru mættir auk miðstjórnar sambands-
ins og annarra sambandsstjórnarmanna þessir fulltrúar:
Hilmar Jónsson frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, Þór-
hallur Hálfdánarson frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, Jó-
hann S. Jóhannsson frá Verkalýðsfélagi Akraness, Guð-
mundur Valdimarsson frá Verkalýðsfélaginu Aftureldingu
Hellissandi, Kristján Jónsson frá Verkalýðsfélaginu Jökli
Ólafsvík, Kristinn B. Gíslason frá Verkalýðsfélagi Stykkis-
hólms, Gunnlaugur Kristófersson frá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Patreksfjarðar. Friðrik Hafberg frá Verka-
iýðsfélaginu Skildi Flateyri, Gunnar Jóhannsson frá
Verkamannafélaginu Þrótti Siglufirði, Sigurður Ólafs-
son frá Verkalýðsfélagi Dalvíkur, Tryggvi Gunnlaugsson
frá Vélstjórafélagi Akureyrar, Tryggvi Helgason frá Sjó-
mannafélagi Akureyrar, Arnór Kristjánsson frá Verka-
mannafélagi Húsavíkur, Ásbjörn Karlsson frá Verkalýðs-
félagi Djúpavogs, Sigurður Stefánsson frá Sjómannafélag-
inu Jötni Vestmannaeyjum, Alfreð Einarsson frá Vél-
stjórafélagi Vestmannaeyja, Gísli Gíslason frá Verka-
manna- og sjómannafélaginu Bjarma, Sigurður Gíslason frá
Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Margeir Sigurðsson, frá
Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðneshrepps, Pétur Péturs-
son frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.
Á ráðstefnunni voru samþykktar tillögur þær og álykt-
anir er hér fara á eftir:
Kjör síldveiðisjómanna.
„SJÓMANNARÁÐSTEFNA A.S.Í., haldin 16,—19. nóv.
1951, fagnar því, að tekizt hefur að ná samkomulagi við
Landssamband ísl. útvegsmanna um greiðslu verðlags-
uppbótar samkvæmt samkomulagi verkalýðsfélaganna og
atvinnurekenda dags. 21. maí s. 1.
Rráðstefnan lítur svo á, að enda þótt með núgildandi
samningum hafi náðst í höfuðatriðum samræming á kjör-
um síldveiðisjómanna, þá séu þeir í nokkrum veigamikl-
um atriðum það óljósir, að þörf sé lagfæringar.
Fyrir því skorar ráðstefnan á miðstjórn A. S. í. að leita
eftir því við Landssamband ísl. útvegsmanna, hvort ekki
sé unnt að fá á samningunum nauðsynlegar breytingar, en
fáist þær ekki, beri miðstjómin það undir viðkomandi
félög, hvort segja skuli samningunum upp, til þess þá að
félögin sameiginlega knýi fram þær lagfæringar, sem þörf
er á“.
Kjör á línubátum.
„VEGNA ÞESS, að flestir samningar um kaup og kjör
á línuveiðum eru bundnir við áramót og uppsagnarfrestur
yfirleitt tveir mánuðir, verður ekki um uppsagnir að ræða
á þessum samningum fyrir komandi vertíð. Hins vegar
vill ráðstefnan beina því mjög eindregið til allra félaga,
sem með samninga þessa fara, að hún telur fullkomna
nauðsyn, að hlutartryggingarákvæðið í samningunum verði
samræmt svo fljótt, sem við verður komið, og skal trygg-
ingin miðuð við kaup fyrir 8 stunda vinnu verkamanna
við fiskaðgerð.
Þá telur ráðstefnan aðkallandi nauðsyn, að ákvæði samn-
inganna, verði samræmd, t. d. ákvæðið um verð á afla-
hlut sjómanna, sem ráðstefnan álítur sjálfsagt, að verði
hæsta gangverði á hverjum tíma.
Ennfremur telur ráðstefnan -brýna nauðsyn bera til, að
fengin verði full verðlagsuppbót á hlutartryggingu og
skorar á öll félög, sem hlut eiga að máli, að reyna til hlítar
að ná samkomulagi við útvegsmenn um greiðslu fullrar
verðlagsuppbótar á sama grundvelli og gert var með
samningi verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda dags. 21.
maí 1951.
Þar sem fullvíst má telja, að á síðustu vertíð hafi sjó-
mönnum verið greitt annað og lægra verð fyrir aflahlut
þeirra en útgerðarmenn fengu vegna hins svokallaða báta-
gjaldeyris, lítur ráðstefnan svo á, að slíkt ástand sé með
öllu óviðunandi og réttur sjómanna sé mjög freklega
fyrir borð borinn og þar með riftað þeim grundvelli, sem
samningur um hlutarskipti hafa frá öndverðu byggst á,
sem er sameign hlutarsjómanna og útvegsmanna á afl-
anum.
Fyrir því er það alger lágmarkskrafa allra hlutarsjó-
manna, að þeir fái á hverjum tíma örugglega greitt sama
verð fyrir sinn hluta aflans og útgerðarmenn. Ráðstefnan
skorar á miðstjórn A. S.Í., og öll stéttarfélög sjómanna að
beita sér með oddi og eggju fyrir því, að afla sem fyllstra
upplýsinga um þetta mál og gera síðan nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess að tryggja, að sjómenn fái rétt verð fyrir
aflahlut sinn á síðustu vetrarvertíð.
Enn fremur felur ráðstefnan miðstjórn A. S. í. að hlut-
ast til um, að miðstjórnin hafi fuiltrúa við umræður, sem
20 VINNAN