Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 31

Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 31
fram kunna að fara milli ríkisstjórnarinnar og L. í. Ú., um fiskverð og gjaldeyrisfríðindi bátaútvegsins eða aðrar þær ráðstafanir, sem gerðar kunna að verða, til aðstoðar báta- útveginum á komandi vertíð. Skal miðstjórnin, að fengn- um tæmandi upplýsingum um væntanlegt samkomulag L. I. Ú. og ríkisstjórnarinnar, gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að tryggja, að sjómenn njóti alltaf sama verðs fyrir aflahlut sinn og útgerðarmenn, enda leiti miðstjórnin umsagnar stéttarfélaga sjómanna um, hverjar ráðstafanir þau teldu haldbeztar til tryggingar óskoruðum rétti sjó- manna í þessu efni. Öryggi sjómanna og 12 stunda hvíld. „SJÓMANNARÁÐSTEFNA A. S.Í., haldin í Reykjavík dagana 16.—19. nóv. 1951, samþykkir að beina eftirfarandi áskorun til alþingis og ríkisstjórnar um öryggismál sjó- manna: 1. Ráðstefnan skorar á alþingi að samþykkja lög um 12 stunda hvíld háseta á togurum við allar veiðar, þar sem fengin er reynsla fyrir því, að lengdur hvíldartími háset- anna kostar útgerðina lítið eða ekkert fé, en er sjálfsagt menningarmál og eykur mjög öryggi sjómanna, og lengir starfsaldur þeirra til hagsældar fyrir þá, útgerðina og þjóðina í heild. Þá bendir ráðstefnan á það, að þessi lög- gjöf mundi draga úr vinnudeilum og auðvelda kjarasamn- inga milli sjómanna og útvegsmanna. 2. Ráðstefnan skorar á alþingi að samþykkja framkomna tillögu um réttarrannsókn á aðdraganda og tildrögum að öllum slysum, sem verða á sjó, og brýnir það fyrir öllum sjómönnum að vera vel á verði um rétt sinn og félaga sinna, þegar slys ber að höndum. 3. Ráðstefnan minnir á, að mörg hryllileg slys hafa or- sakazt af því, að spil og aðrar vinnuvélar eru ekki nægi- lega varðar, svo að menn, sem vinna við þessi tæki, fest- ast í þeim og slys hljótast af. Enn fremur leggur ráðstefnan áherzlu á, að tengli (kopling) séu þannig staðsett við allar vindur og vinnu- vélar, að fyrirvaralaust sé hægt að stöðva þær. 4. Ráðstefnan krefst þess, að þegar verði sett fullkomn- ari lög og reglugerðir um öryggisútbúnað allra skipa og báta, þar sem í séu skýlaus ákvæði um, að talstöðvar, björgunarbátar, þar með taldir gúmmíbátar, séu á hverju fljótandi fari ásamt ljóskösturum og auka matarforða í vatnsheldum umbúðum. Ekkert skip eða bátur fái haffærisskírteini, nema öllum settum öryggisreglum og framangreindum kröfum sé full- nægt. 5. Ráðstefnan krefst þess, að jafnan sé stranglega gætt við lögskráningu á skip, að skipverjar séu ávallt það margir um borð, að skipi og skipshöfn stafi ekki hætta af mannfæð skipshafnarinnar og settum lögum og reglum þar um sé fylgt. 6. Ráðstefnan brýnir það fyrir skipaskoðunarmönnum að gæta þess, að ávallt séu öll öryggistæki skipa og út- búnaður ofan þilja og neðan í lagi, svo sem lensitæki, öryggislokur o. fl. 7. Ráðstefnan skorar á alþingi það, er nú situr, að samþykkja frumvarp til laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum með þeim breytingum, að framan við 20. gr. frumvarpsins bætist: „Á vinnustöðum, þar sem aflvélar eru eða önnur vél- knúin tæki notuð við reksturinn, skal að jafnaði vera starfandi maður eða menn, er hafa þekkingu á vélum þeim og tækjum, sem á vinnustöðum eru. í fiskiðjuverum, frystihúsum og rafstöðvum skulu ein- göngu vera við vélgæzlu menn, sem hafa öðlazt vélstjóra- réttindi, og skulu þeir sjá um, að allur öryggisútbúnaður sé í lagi, í nánu samráði við öryggiseftirlitið. Þó skulu þeir menn, sem nú eru í þessum störfum, en hafa þó ekki tilskilin vélstjóraréttindi, eigi missa rétt til starfans við setningu þessara laga“. 8. Ráðstefnan skorar á yfirstandandi alþingi að sam- þykkja framkomna þingsályktunartillögu frá þingmönnum Norðlendinga um að hafa björgunar- og eftirlitsskip fyrir Norðurlandi yfir haust- og vetrarmánuðina. 9. Ráðstefnan brýnir það fyrir öllum félögum sjómanna- og verkamanna og öðrum verkalýð að vera vel á verði um, að lögum og reglum um öryggi sé hvarvetna framfylgt, og að gæta fyllstu varúðar við alla vinnu og forðast slys eftir fremsta megni og vanmeta ekki gildi öryggistækja og öryggisútbúnaðar“. Dýrtíðin þjóðarvoði. „SJÓMANNARÁÐSTEFNA A.S.Í., haldin dagana 16,— 19. nóv. 1951, álítur, að dýrtíðin sé nú komin á það stig, að þjóðarvoði stafi af henni, og hið stórfellda atvinnu- leysi, sem herjar í útgerðarstöðum landsins, sé bein af- leiðing hennar ásamt mjög minnkandi aflamagni og hinni miklu lánsfjárkreppu, sem einnig stafar af dýrtíð og skefjalausum innflutningi á miður nauðsynlegum varn- ingi. Þess vegna leggur r'áðstefnan megináherzlu á það, að dýrtíðin verði stöðvuð og færð niður. Bætt verði úr lánsfjárþörfinni, lánsfé dreift hlutfallslega eftir stærð út- gerðarstaða, og innflutningur á varningi, sem hægt er að framleiða í landinu, takmarkaður ásamt innflutningi á glingri og ónauðsynlegum vörum. Ráðstefnan heitir því á miðstjórn A. S. í. að taka upp baráttu gegn dýrtíðinni og samhæfa alla krafta verkalýðshreyfingarinnar til sókn- ar og varnar í þeirri baráttu. Til lækkunar á dýrtíðinni bendir ráðstefnan á eftir- farandi: 1. Söluskattur á öllum nauðsynjavörum, byggingarvör- um, útgerðarvörum og allri þjónustu verði afnuminn á alþingi því, er nú situr. 2. Tekið verði upp strcmgt verðlagseftirlit bæði á heild- sölu og smásölu og sanngjörn hámarksálagning leyfð á allri verzlun og allri þjónustu. Afnumdir verði tollar og skattar á útgerðarnauðsynjum smáútvegsins og sett ströng verðlagsákvæði um verzlun með þær vörur. 3. Viðskiptum landsmanna verði beint eftir megni til þeirra landa, sem hagkvæmust viðskipti veita, og að þeir innflytjendur, sem bezt verzlunarsambönd hafa hverju sinni, verði látnir framkvæma innflutninginn". Atvinnuleysið. „TIL ÞESS AÐ BÆTA ÚR hinu sívaxandi atvinnuleysi bendir ráðstefnan á eftirfarandi: 1. Fiskiðjuverum og smáútvegsmönnum verði séð fyrir rekstursfé, svo að hægt sé að gera vélbátana út allt árið og fiskiðnaðurinn geti starfað óhindrað. Nýjum fiskiðju- verum verði komið upp, þar sem þeirra er þörf. Ríflegum VINNAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.