Vinnan - 01.12.1951, Síða 14
þegasamtökin sjái að verulegu, leyti um
framkvæmd á.
2. Tryggt verði nægilegt framboð nauðsynja-
vara á hverjum tíma við því verði, sem
reiknað er með í vísitölu framfærslukostn-
aðar.
3. Lækkaðir séu til muna tollar á nauðsynja-
vörum og afnuminn söluskattur af þeim og
innheimta hans gerð einfaldari, á meðan
hann að einhverju leyti er innheimtur.
4. Persónufrádráttur verði hækkaður til muna
og lækkaðir skattar af lágum tekjum, jafn-
framt því sem komið verði á strangara eftir-
liti með skattaframtölum þeirra, er sjálfstæða
atvinnu stunda.
5. Vísitala framfærslukostnaðar verði nú þeg-
ar endurskoðuð, þannig að hún sýni réttari
mynd en nú er af þeim breytingum, sem á
honum verða.“
Atvinnuleysið.
„Fundurinn telur, að öllum megi nú vera ljóst
orðið, að um tíma hefur átakanlegt atvinnuleysi
ríkt í mörgum kaupstöðum og kauptúnum lands-
ins, og sá mikli samdráttur, sem orðið hefur og
síeykst í iðnaði landsmanna og fleiri þáttum at-
vinnulífs þjóðarinnar, miði að því að veita hung-
urvofunni brautargengi inn á alþýðuheimilin í
landinu.
Fundurinn fordæmir því allar þær aðgerðir
stjórnarvalda landsins, er sinn þátt eiga í því að
hið ömurlega ástand hefur skapazt í atvinnumál-
um þjóðarinnar og skorar á öll samtök launa-
manna, hvar í stétt eða flokki sem þeir standa,
svo og á samtök atvinnurekenda að láta einskis
ófreistað til að rétta á ný við atvinnurekstur lands-
manna og tryggja honum sem öruggasta afkomu,
um leið og hann þá veitti alþýðu manna, sem
fullkomnast öryggi til að búa við mannsæmandi
lífskjör. Og vill fundurinn benda á nokkur atriði,
sem verða mættu til þess að bæta mjög úr ríkj-
andi ástandi atvinnumálanna.“
Rdðstafanir gegn atvinnuleysi.
„í þessum efnum vill fundurinn benda á eftir-
farandi:
1. Nú þegar verði látin fram fara allsherjar
athugun á því, á hvem hátt verði sem bezt
og til frambúðar ráðið fram úr árstíðar-
bundnu atvinnuleysi, er herjar á kaupstaði
og kauptún landsins.
2. Útgerðarfélögum sé gert unnt að leggja upp
afla skipa sinna hér á landi til sem fyllstrar
verkunar, m. a. með því að tryggja þeim auk-
in rekstrarlán, og hraðfrystihúsum eða fisk-
kaupmönnum, sem kaupa aflann, verði séð
fyrir auknu lánsfé til starfsemi sinnar. Haf-
izt verði handa um raunhæfar ráðstafanir
til þess að tryggja útgerðinni nauðsynjar
sínar á sannvirði.
3. Ríkisstjórnin hlutist til um að dreifa afla
togaranna á þann veg, að við það skapist
allsherjaratvinnuaukning í landinu, og sem
flestum kaupstöðum og kauptúnum verði
gert mögulegt að taka á móti afla þeirra og
hagnýta hann í sem stærstum stíl. Telur
sambandsstjórnin, að skylda mætti togara-
eigendur til að hlíta fyrirmælum ríkisvalds-
ins í þessum efnum, þar sem ríkið hefur út-
vegað togarana og lánað kaupverð þeirra að
miklu leyti, enda gæti líka framlag af ríkisfé,
ef með þyrfti, til atvinnumiðlunar sem þess-
arar verið þjóðhagslegur ávinningur.
4. Endurskoðaður sé rekstursgrundvöllur báta-
útvegsins með tilliti til þess að spara í rekst-
urskostnaði slíkra fyrirtækja, einkum stjórn-
arkostnaði, þannig að unnt verði að létta að.
einhverju leyti af almenningi þeim byrðum,
er á hann eru lagðar með styrkjum til hans.
5. Hlúð verði að innlendum iðnaði eftir megni
og honum séð fyrir meira og hagstæðara
lánsfé en hann á kost á nú. Því samþykk-
ir fundurinn að skora á alþingi það, er nú
situr, að samþykkja framkomið frumvarp
til laga um iðnaðarbanka. Takmarkaður
verði innflutningur á þeim iðnaðarvörum,
sem hægt er að framleiða í landinu og inn-
flutningur á hráefnum til iðnaðar látinn
sitja í fyrirrúmi fyrir fullunnum iðnaðar-.
vörum.“
Uppsögn samninga að öðrum kosti.
„Ef alþingi og ríkisstjóm sinna eigi á viðhlítandi
hátt þeim ábendingum, er að framan greinir í
verðlags-, dýrtíðar og atvinnumálinn, samþykkir
sambandsstjóm að beita sér fyrir uppsögn samn-
inga og þess samkomulags um verðlagsuppbót, er
gert var 21. maí s. 1., og felur miðstjóminni að
vinna að því að sameina alla krafta verkalýðs-
samtakanna til baráttu fyrir því að knýja fram
úrbætur, svo að hlutur launþega verði réttur
varðandi afkomu þeirra og atvinnuöryggi.“
4 VINNAN