Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 16
Sendinefndin íslenzka. Talið frá vinstri: Hálfdán Sveinsson, Helgi Hannesson, Finnur ]ónsson Ingimundur Gests- son, Guðmundur Sigtryggsson og Sæmundur Olafsson. Lengst til vinstri stendur Mc Callister. stór iðnaðarhéruð, járn- og stáliðnað gat að líta í stórum stíl. Enn fremur voru hér mikil kolanámu- héruð. Landslagið var hið fegursta, en byggingar fremur ljótar, smáar og óhreinar. Hitinn var 90 stig á Farenheit, þ. e. 32 stig á Celsíus mæli. Átján klukkustundum eftir, að við yfirgáfum New York, komum við til Chicago-borgarinnar, sem í hugum margra Islendinga er helzt tengd við alls konar glæpi, en kom okkur fyrir sjónir sem afar falleg borg og íbúar hennar hið vingjarn- legasta fólk. Chicagoborg er um margt ólík New York, sem einkennist mest af hinum háu byggingum sínum. I Chicago eru hús aðeins um 50 hæðir, og byggist borgin mjög út til allra hliða. I Chicago dvöldumst við um tveggja vikna skeið og bjuggum á The International House, sem er heimavist stúdenta þeirra, er nám stunda við hinn fræga Chicago háskóla — The Univercity of Chicago — Gat þarna að líta fólk frá öllum álfum heims og flestum þjóðlöndum. I New York hafði bætzt í hóp okkar sjöundi „íslendingurinn“, eins og við kölluðum Dean Clowes, eftir að við fórum að kynnast honum og hinni fram- úrskarandi lipurð hans. En Dean Clowes var fylgdar- og aðstoðarmaður okkar á öllu ferðalag- inu sem fulltrúi E. C. A. og reyndist hinn ágæt- asti drengur. Hann er einn þeirra mörgu fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum, sem starfa hjá efnahagssamvinnustofnuninni, en hefur um margra ára skeið verið starfsmaður C. I. O. verkalýðssambandsins og stofnað fjölda verka- lýðsfélaga, einkum í stáliðnaðinum. í Chicago tók á móti okkur Frank Mc Callister, prófessor við Roosevelt College, velþekktan há- skóla í Chicago. Var hann framkvæmdastjóri fararinnar og hafði að mestu veg og vanda af dvöl okkar þar í borg. En tímann þar notuðum við sérstaklega til að kynnast fræðslustarfsemi bandarísku verkalýðs- samtakanna, sögu þeirra og þróun, enn fremur til að kynnast samvinnuhreyfingu Bandaríkjanna, hinni miklu og fjölþættu iðnaðaruppjbyggingu 6 VINNAN i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.