Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 9
Farandverkafólk
og kjör þess
Lesendum Yinnunnar er sjálfsagt í
fersku minni að í sumar urðu
talsverðar umræður um kjör far-
andverkafólks, sérstaklega í fisk-
iðnaði. Umræður þessar spruttu af
kröfum farandverkafólks í Vest-
mannaeyjum um betri aðbúnað og
bætt kjör (sjá Vinnuna, 3. tbl.
þessa árs). Ekki minnkaði um-
ræðan eftir að einn bergþursinn í
hópi atvinnurekenda rak einn af
forystumönnum farandverkafólks í
þessari deilu fyrir þá sök, að hann
hefði slæm áhrif á starfsfólkið
með umtali sínu um aðbúnað á
vinnustaðnum. Þessari uppsögn var
þó hnekkt eftir nokkurn tíma og
maðurinn ráðinn á nýjan leik.
Ekki er ástæða til að rekja gang
þessara mála hér, en Valur Vals-
son, sjómaður í Vestmannaeyjum,
hefur sent Vinnunni meðfylgjandi
grein, þar sem hann gerir grein
fyrir aðbúnaði farandverkafólks
fyrr og nú, sýnir fram á hvað gera
þarf til úrbóta og leggur fram
ákveðnar tillögur í því sambandi.
Farandverkafólk er orð sem í seinni tíð
hefur æ oftar borið á góma, bæði í fjöl-
miðlum og manna á meðal.
Hvað er farandverkafólk?
Orðið lýsir sér nokkuð vel sjálft. Hér
er átt við verkafólk sem ferðast frá
heimabyggð sinni til annarra staða,
jafnvel annarra landa, í leit að vinnu.
Oft árstíðabundið eftir starfsgreinum,
og áraskipt milli landa eftir þróun og
stöðu efnahags- og atvinnulífs í hverju
landi.
Þannig er um farandverkafólk í þró-
uðum iðnríkjum Vestur-Evrópu - og
öllum Islendingum ætti enn að vera í
minni þeir stóru hópar Færeyinga sem
komu á vertíð til íslands fyrr á árum.
Farandverkafólk í einhverri mynd er
jafngamalt sögunni. Fyrst í formi þræla-
halds og síðar launafólks. Sögur af
„kóngsins lausamönnum“, sem varpa
rómantískum bjarma á líf þessa fólks,
eru að vísu óraunsæjar og segja lítt frá
staðreyndum, en þær vitna þó um bælda
þrá leiguliða og vistráðinna bjúa til að
reyna eitthvað nýtt og takast á við erfið
verkefni.
Atvinnuhættir á íslandi voru slíkir til
skamms tíma, að farandverkafólk vann
árstíðabundið, til skiptis í sjávarútvegi
og landbúnaði. Þó voru þeir til sem réru
sunnanlands á vetrarvertíðum en norð-
anlands á sumrum.
Það er ekki fyrr en löngu síðar, þeg-
ar farið er að leggja vegi, byggja brýr
og hafnir, ásamt virkjunarframkvæmd-
um og byggingu stóriðjuvera, sem far-
andverkafólks fer að gæta í öðrum
starfsgreinum.
I þessu spjalli verður því aðeins fjall-
að um farandverkafólk í sjávarútvegi,
þ. e. sjómenn og verkafólk í fiskverkun
og veiðarfæragerð (netamenn).
*
Það er nú liðin tíð, þegar ibúatala út-
gerðarbæja tvö- og jafnvel þrefaldaðist
ákveðinn tíma á ári hverju, eins og
gerðist sunnanlands á vetrarvertíðum
eftir að vélbátaöldin gekk í garð og
norðanlands á síldarárunum.
Vestmannaeyjar voru líklega sá stað-
ur sem flest farandverkafólk sótti til á
vetrarvertíð á þessum árum. En hvernig
voru kjör þessa fólks og aðbúnaður?
í bók sinni, „í verum“, segir Theodór
Friðriksson svo frá sinni fyrstu ferð til
Eyja:
„Mér brá í brún er ég sá Gísla þarna
á skipinu. Hann var á fyrsta farrými,
vel klæddur og strokinn. Ég vék mér að
honum glaðlega, kallaði hann „frater“
eins og ég var vanur, og spurði hann,
hvort hann væri að fara til Brasilíu.
Hann kvað að svo væri reyndar ekki,
en hann væri að fara til Vestmannaeyja,
þar væri hann ráðinn netamaður næstu
vertíð. Við sátum saman um stund um
borð á Sterling og ræddum um Vest-
mannaeyjar. Við höfðum heyrt, að þar
væri greitt hátt kaup á vertíðinni, þar
væri fast sóttur sjór, mikið drukkin
sterk vín og margs háttar slark. Varð ég
að lokum svo sveimhuga af þessu tali,
að ég bað Gísla að útvega mér starf hjá
góðum manni næstu vertíð, ef honum
litist eins vel á sig í Eyjum og af þeim
væri látið. En það tók ég fram, að ég
vildi þá verða aðgerðarmaður. Þessu
tók Gísli vel, og sagðist mundu skrifa
mér línu, er hann tæki að kynnast fólk-
inu . ..“
Og síðar segir Theodór:
„Skömmu fyrir jól 1919 fékk ég bréf
frá Gísla, þar sem hann lét vel af veru
sinni í Eyjum og kvaðst hafa ráðið mig
á ágætu heimili og til þess að taka að
mér aðgerð á fiski af vélbáti að hálfu.
En það tók hann fram, að þetta væri tal-
ið versta verk og ekki fært að leggja í
VINNAN 7