Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 18
inu að farið var fyrir alvöru að vinna
að markaðsmálum fyrir fisk í neytenda-
umibúðum.
Sé óhagkvæmt fyrir okkur Islendinga
að fullvinna fisk hér á landi til útflutn-
ings, þá ættu erfiðleikar Grænlendinga
að vera margfalt meiri. Þess vegna
hvarflar að manni, að einhver önnur
sjónarmið ráði í þessum efnum en hag-
kvæmnissjónarmið hér á íslandi, þegar
hálfunnið hráefni er flutt utan til full-
vinnslu. Þetta kemur einhvern veginn
ekki heim og saman.
Lokaorð
Hér á undan hef ég reynt að gera sem
besta grein fyrir því sem fram kom í
sambandi við námsstefnuna í Qaqortoq.
Ef til vill verið langorðari en einhverjir
hefðu kosið, en ég tel að ástæða hafi
verið til. Grænland og grænlenskt sam-
félag hafa verið ákaflega lítt þekkt hér
á landi, þótt stutt sé milli landanna.
Auk þess má fastlega gera ráð fyrir
að samskipti íslenskra og grænlenskra
verkalýðs- og fræðsluhreyfinga fari að
aukast í kjölfar þessarar námsstefnu.
Um það komu fram óskir bæði frá okk-
ur íslendingunum og græniensku full-
trúunum. Þess vegna hef ég talið nauð-
synlegt að geta nokkuð nákvæmlega um
það sem fram kom. 1 því felast vanda-
mál nútíðar og fortíðar og þær vonir
sem Grænlendingar binda við framtíð-
ina.
I námsstefnulok kom fram mikill á-
hugi á virku samstarfi frá öllum þátttak-
endum. Við íslendingarnir lögðum á
það áherslu, að komið verði á samvinnu
milli íslands, Grænlands, Færeyja og
Norður-Noregs. Þessi lönd ættu í sam-
einingu m. a. að stuðla að rannsóknum
á auðæfum náttúrunnar og nýtingu
þeirra, út frá nýjum sjónarhóli; hags-
munum verkalýðsstéttarinnar. Samvinna
um fræðslu- og menningarstarf í dreif-
býli væri einnig verkefni sem við teldum
að þessi lönd ættu að vinna sameigin-
lega að vegna áþekktra staðhátta. Þá
töldum við ástæðu til að kanna hvort
ekki ætti að efna til ráðstefnu þessara
landa um hvað hægt sé að gera í fræðslu-
og menningarmálum sjómanna, en þeim
málum er mjög ábótavannt vegna sér-
stöðu sjómanna og erfiðra starfshátta.
Þessum búningum hefur margur maðurinn
dáSst að - hátíðabúningi grœnlenskra kvenna.
Myndin er tekin á byggðarsafninu í Qaqortoq.
Um leið og ég þakka MFA fyrir að
gefa mér kost á að sitja þessa fróðlegu
námsstefnu, vil ég að lokum undirstrika
það sem fram kemur í lokaorðum sam-
eiginlegrar skýrslu okkar þremenning-
anna:
„Verkalýðshreyfingin á Grænlandi er
ung og kann að þarfnast aðstoðar félaga
sinna á Norðurlöndum. Verkalýðsfélög-
in á Norðurlöndum mega því ekki láta
sitt eftir liggja við að veita grænlensk-
um félögum sínum alla þá aðstoð sem
þeir kunna að þarfnast.“ -hm
16 VINNAN