Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 7
kaupshækkunar og þess, að til viðbótar
hálfum verðbótum var greiddur verð-
bótaviðauki. I september var einnig aft-
ur grunnkaupshækkun, greiðslu verð-
bótaviðauka hætt, jafnframt því sem
farið var að miða greiðslu verðbóta við
óskerta verðbótavísitölu (með þaki).
Samtímis voru niðurgreiðslur auknar
og söluskattur afnuminn af matvælum.
I desemebr 1978 eykst kaupmáttur
vegna verðbóta, sem að vísu voru tak-
markaðar, og aukinna niðurgreiðslna.
Takmörkun verðbóta skyldi mætt með
lækkun skatta og félagslegum umbótum
(sjá nánar grein mína í 3. tbl. Vinn-
unnar 1979). Síðan hefur kaupmáttur
farið lækkandi vegna aukningar á frá-
dráttarliðum í verðbótavísitölu, sem
komu í kjölfar laga nr. 13 frá 10. apríl
1979, þrátt fyrir 3% grunnkaupshækk-
un í júní 1979. Þannig má gera ráð fyr-
ir að kaupmáttur lækki um iy2 til 2%
milli áranna 1978 og 1979.
Hækkanir á kaupi verkamanna frá
1. mars 1978 til 1. sept. 1979
1. 1. mars 1978 hækkuðu mánaðarlaun
um 6,93%, eftir að áður gildandi
laun höfðu verið lækkuð um 1590 kr.
Hækkun þessi nam helmingi hækkun-
ar verðbótavísitölu og verðbótaauka.
Samkvæmt lögum nr. 3/1978 var frá
1. mars einnig greiddur verðbótavið-
auki, sem fór lækkandi eftir því sem
heildartekjur hækkuðu og dó út við
kr. 169.000 heildartekjur á mánuði.
Tekjuáhrif almennra verðbóta og
verðbótaviðauka frá 1. mars eru
áætluð 6%.
2. 1. júní 1978 hækkuðu laun um 6,4%
vegna almennra verðbóta. Við þá
hækkun bættist grunnkaupshækkun
kr. 5000 á mánuði, sem gerði kr. 5603
með verðbótum. Ofan á mánaðarlaun
þannig reiknuð var síðan greiddur
verðbótaviðauki skv. lögum nr. 3/
1978 og nr. 63/1978. Hækkun dag-
vinnulauna er alls talin um 22,5% 1.
júní. Tekjuáhrif eru nokkuð minni
eða um 18%, þar sem verðbótavið-
auki lagðist ekki á yfirvinnu- og
vaktaálög.
3. 1. september 1978 hækkuðu grunn-
laun um kr. 4000 á mánuði, eða alls
kr. 4992 með verðbótum. Frá sama
tíma féllu úr gildi lög nr. 3/1978 og
nr. 63/1978 og var greiðslu verðbóta-
viðauka því hætt, en greiðsla verð-
bóta miðuð við óskerta verðbótavísi-
tölu, 142,29 stig, sem gilt hefði frá 1.
júní, ef ekki hefði komið til fyrr-
nefndrar lagasetningar. Þeirri hækk-
un verðbóta, sem að óbreyttu hefði
orðið 1. september var hins vegar
eytt með niðurfærslu verðlags, sem
fólst í auknum niðurgreiðslum og
niðurfellingu söluskatts á matvörum,
sbr. lög nr. 96 frá 8. september 1978.
I þessum lögum er einnig ákvæði um
að hámark (þak) verðbóta á mánað-
arlaun fyrir dagvinnu skuli frá 1.
sept. miðast við laun sem voru kr.
200.000 miðað við verðbótavísitölu
þá er gilti 1. des. 1977. Tekjuáhrif
launabreytinganna 1. sept 1978 eru
áætluð 7,6%.
4. 1. desember 1978 komu 6,12% verð-
bætur á laun lægri en 262.605 (þak-
ið). Þau laun, sem voru yfir þessum
mörkum, hækkuðu um kr. 16.075. Að
óbreyttum lögum áttu verðbætur að
hækka um 14,13%, en með lögum um
tímabundnar ráðstafanir til viðnáms
gegn varðbólgu nr. 103/1978 var
ákveðið að kauphækkun yrði 6,12%,
niðurgreiðslur auknar sem svaraði
3,01% af verðbótavísitölu, félagsleg-
ar umbætur auknar, sem næmi 3%
af verðbótavísitölu og skattar lág-
tekjufólks lækkaðir, sem næmi 2% af
verðbótavísitölu.
5. 1. mars 1979 hækkuðu laun um 6,9%
vegna verðlagsbóta. Hærri mánaðar-
laun en 278.680 á mánuði hækkuðu
um 19.230 kr.
6. 1. júní ’79 hækkuðu laun um 11,4%.
Laun hærri en 220.000 hækkuðu þó
einungis um 9,22%. Við greiðslu
verðbóta var framfylgt lögum nr. 13
frá 10. apríl 1979 um stjórn efnahags-
mála, sem þýddi 5 prósentustiga
minni hækkun á hærri laun og um
2,8% prósentustiga minni hækkun á
lægri laun en orðið hefði að óbreytt-
um lögum.
7. 25. júní 1979 hækkaði grunnkaup um
3%.
8. 1. september 1979 hækkaði kaup um
9,17% vegna verðlagsbóta.
Ekkert
þras hér
Nýlega var auglýst eftir skúringakonum
hjá gamalgrónu fyrirtæki í Reykjavík.
Fyrirtækið var að flytja starfsemi sína í
nýtt húsnæði innan borgarinnar og hef-
ur sjálfsagt þurft að bæta við sig skúr-
ingakonum. Enda nýja húsnæðið mun
stærra. Á þriðja tug kvenna sótti um
starfið og voru allar kallaðar til viðtals
á sama tíma, þannig að sá umsækjend-
anna sem ræddi við ritstjóra Vinnunnar
um málið, þurfti að bíða í sex klukku-
stundir eftir viðtali við konu þá sem um
ráðningar þessar sá.
Það var þó ekki biðin sem var tilefni
þess að við Vinnuna var rætt, heldur sá
formáli sem „ráðningastjóri“ fyrirtæk-
isins hafði á viðtali sínu við umsækj-
endur. Þar kom sem sé glögglega í ljós
að hugmyndin er að fyrirtækið fari eig-
in leiðir í sambandi við greiðslur launa
fyrir skúringarnar.
„Við viljum ekki fólk í vinnu hér,
sem kemur veifandi Framsóknartöxt-
um,“ sagði konan. „Það verðum við
sem ákveðum hvað borgað verður fyrir
starfið.“
Þarna á sem sagt að ráða til starfa
fólk, sem ekki er sífellt að íþyngja at-
vinnurekandanum með juði um kaup og
kjör, heldur tekur þegjandi við því sem
að því er rétt - hvað sem kjarasamning-
um verkalýðsfélagsins líður.
Oneitanlega athyglisverð sjónarmið
árið 1979.
■hm
VINNAN 5