Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 12
lýösfélaganna hlýtur að þurfa að koma
frá verkalýðsfélögunum á viðkomandi
stað. Því hlýtur það að vera skýlaus
krafa viðkomandi stéttarfélaga, til dæm-
is í Eyjum, að enginn aðkomumaður sé
ráðinn í vinnu, án þess að samráð sé
um það haft við stéttarfélögin.
I þessu sambandi er rétt að minnast
aðeins á vinnumiðlun og þau sjálfsögðu
réttindi verkalýðsfélaganna að stjórna
henni. Með slíku skipulagi kæmist sér-
hver farandverkamaður strax í bein
tengsl við viðkomandi stéttarfélag.
Hann fengi kjarasamningana upp í
hendurnar, ásamt útskýringum og leið-
beiningum; hlyti persónuleg kynni af
sínu félagi og vissi að þar væri ætíð
skjóls að leita.
Ef nýta á orku farandverkafólks inn-
an verkalýðshreyfingarinnar, er skipu-
lag í líkingu við ofangreinda hugmynd,
undirstaða þess, að slíkt megi takast.
A fyrstu árum fjórða áratugsins var
kreppan í uppsiglingu. Fiskverð fór
lækkandi og því átti að lækka kaup sjó-
manna. Það átti fyrst og fremst að gera
með því að koma á hlutaskiptum í stað
fastakaups háseta. Um þetta snerist sjó-
mannaverkfallið í Eyjum 1932 fyrst og
fremst. (Innan sviga má geía þess að
líklega eru samtök íslenskra sjómanna
enn þann dag í dag að súpa seyðið af
skammsýni ASÍ-forystunnar þá.)
Samstarf og samvinnuvilji Sjómanna-
félags Vestmannaeyja við farandverka-
fólk í þessari deilu sýnir glöggt, að ár-
angurs er því aðeins að vænta í vinnu-
deilum um kjör fólks í sj ávarútvegi, að
bæði heimafólk og aðkomufólk beri
fyllsta traust hvort til annars og létu
ekki atvinnurekendur spilla því trausti.
Þó var meiri ástæða til að ætla, að út
af brygði á þessum tímum atvinnuleys-
is og örbirgðar, þegar margir lifðu á
vertíðarkaupinu árið út og aðrir á von
um góða vertíð næsta ár.
Það má segja að þessi vinnudeila sé
fyrsta tilraunin til að samræma kjör
bátasjómanna í einni verstöð. Eins og
kemur fram í tilvitnunum í ævisögu
Theodórs Friðrikssonar, „I verum“,
tíðkaðist þá að menn semdu fyrir sig
sjálfir, án tillits til þess hvað sá næsti
fékk. Þarna átti að brjóta blað og auð-
vitað snerist atvinnurekendavaldið
ókvæða við því, eins og við mátti búast,
að missa þannig hluta af skömmtunar-
stjóraembætti sínu.
Þessi deila varð ekki aðeins próf-
steinn á skilning ASI á vandamálum
bátasjómanna, heldur einnig prófraun
á hið lifandi samband forystunnar við
einstaka félagsmenn. Utkoman varð í
báðum tilvikum neikvæð og því miður
er það fyrst nú, á haustmánuðum 1979,
að raddir heyrast um nauðsyn þess að
mál þessi verði tekin föstum tökum.
Formleg samtök farandverkafólks í
sjávarútvegi hafa aldrei verið til og
verða aldrei til. Eiga aldrei að' þurfa að
vera til.
í öðrum atvinnugreinum, til dæmis
við vegalagnir, virkjana- og stóriðju-
framkvæmdir, þykir sjálfsagt að semja
um fæði og húsnæði fyrir farandverka-
fólk, auk ferða til og frá vinnustað á
vissum tímum. Einnig þykja þá sjálf-
sagðar vissar uppbætur vegna fjarveru
frá fjölskyldu og vinum, hvort sem slíkt
er fyrir hendi eður ei - ásamt ýmsum
öðrum hlunnindum.
Það hlýtur að vera skýlaus skylda
Verkamannasambands Islands, Sjó-
mannasambands íslands og Alþýðusam-
bands íslands, að taka upp kröfur far-
andverkafólks, sem settar voru fram í
Eyjum í sumar. Þær kröfur voru um
frítt fæði, fríar ferðir til heimabyggðar
með vissu millibili, ákveðnar lágmarks-
gæðakröfur í sambandi við húsnæði
(ekki sláturhúsareglugerðin) og auk
þess að tryggja farandverkafólki full
réttindi innan verkalýðshreyfingarinn-
ar, til dæmis hvað varðar rétt til at-
vinnuleysisbóta, greiðslur úr sjúkra- og
styrktarsjóðum o. fl.
Um leið hljóta augu sömu aðila að
opnast fyrir því, hvert lykilstarf almennt
verkafólk í sjávarúrvegi vinnur.
Þannig ættu réttlátar kröfur farand-
verkafólks að lyfta undir í kjarabaráttu
verkafólks í sjávarútvegi og minnka það
órabil sem því miður er orðið milli þess
og margra annarra innan Alþýðusam-
bandsins.
Valur Valsson sjómaður.
Um ]>að bil helmingur farandverkafólks í sjáv-
arútvegi eru sjómenn. (Ljósm. Vinnan,-hm)
. . . I þessu sambandi er rétt að
minnast aðeins á vinnumiðlun og
þau sjálfsögðu réttindi verkalýðs-
félaganna að stjórna lienni . . .
10 VINNAN