Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 23
Vinstrimenn unnu sveitarstjórnarkosningarnar
með glœsibrag, þannig að nú er 70% allra
sveitarstjórna stjórnað af kommúnistum og
jafnaðarmönnum. Fasistarnir eru fáir, en þeir
hafa aftur á móti fjármagnið, sem Jrarf til
stöðugs áróðurs, auk þess sem þeir eru dyggi-
lega studdir af lögreglunni.
átti sér stað í febrúar sl., en það var
ekki fyrr en í apríLmánuði að samning-
ur var undirritaður, eftir að vinna hafði
verið lögð niður hjá fyrirtækinu á nýj-
an leik.
Viðlíka hörð barátta er nú í gangi hjá
verksmiðjum bandaríska Fordrisans.
Þar hafa 4000 verkamenn barist frá síð-
ustu áramótum fyrir því að fá í gegn
launasamning. Þeir hafa farið í skvndi-
en eftir sem áður eru starfsemi hennar
reistar skorður með mörgum gömlum
fasistalögum. Og sú minnihlutastjórn
Miðdemókrataflokksins sem nú situr að
völdum, reynir sitt besta til að takmarka
áhrif hennar.
Lengra og lengra til hægri
Það er þess vegna bæði af raunsæi og
nauðsyn sem <tvö stærstu verkalýðssam-
Við fiöfum fengið okkar
réftindi - en andstœð-
ingurinn er sá saml
verkföll og einnig hafa þeir haft þann
háttinn á, að fara í einu og öllu eftir
settum reglum og tafið þannig fyrir
framleiðslunni.
En það er ekki aðeins hjá erlendu fyr-
irtækjunum sem vandamálin koma upp.
Spánska atvinnurekendasambandið er
ekki síður erfitt við að eiga.
I ástandi eins og því sem hér hefur
verið lýst, er sterk og einhuga verkalýðs-
hreyfing ákaflega nauðsynleg. Og
spánska verkalýðshreyfingin á við mörg
vandamál að etja, því ríkisbáknið er
ennþá í meginatriðum „frankóserað“ í
uppbyggingu. Þannig eru viðbrögð hins
opinbera við verkföllum og verkalýðs-
baráttu enn í dag handtökur og vald-
beiting. Meðan verkafólk er handtekið
og fangelsað fyrir virkni í baráttunni
horfa yfirvöld hins vegar í gegnum
fingur sér þegar í hlut eiga hægri sinn-
uðustu samtök og einstaklingar þjóðfé-
lagsins, sem eru óátalið látin komast
upp með hryðjuverk, valdbeitingu
margskonar og morð.
Leiðtogi hins nýj a verkalýðssambands
Spánar (UGT), Nicolas Redondo, sagði
nýlega í viðtali við danska LO-blaðið,
að meginástæðan fyrir erfiðleikum
verkalýðshreyfingarinnar á Spáni væri
sú, að hinir raunverulegu valdaaðilar
þj óðfélagsins, herinn, kirkjan og stór-
iðjuhöldarnir, væru í dag fyllilega jafn
sterkir og þeir voru á dögum Frankós.
— Þar hefur ekki orðið á nein breyt-
ing, segir Redondo í viðtalinu. — Ffvorki
hvað snertir einstaklinga né fjárhags-
lega uppbyggingu. Bankavaldið og fjár-
málamennirnir hafa sama valdið og
hernum er stjórnað af sömu mönnum og
áður.
— Sá hópurinn sem lengst er til
hægri starfar í kringum fasistasamtökin
Fuerza Nueva (Nýtt afl) og er ákaflega
fámennur. En hann hefur afgerandi á-
hrif þar sem hann getur alltaf reitt sig á
lögregluna, þar sem foringjarnir, full-
trúarnir og spæjararnir sitja enn í sömu
embættum og þeir höfðu á valdatíma
Frankós, bætir Redondo við.
Verkalýðshreyfingin hefur smátt og
smátt verið að fá lýðræðisleg réttindi,
tök Spánar hafa tekið upp mjög náið
samstarf. Þetta eru UGT, sem áður er
nefnt, og CCOO (Fulltrúar verkalýðs-
ins). Fyrrnefnda sambandið er nátengt
jafnaðarmannaflokknum, en CCOO
kommúnistaflokknum. Það gefur því
auga leið að uppi eru deilumál milli
þessara tveggja sambanda, um hug-
myndafræði, skipulagsmál og starfsað-
ferðir. En þessum deilumálum hefur nú
verið ýtt til hliðar. Óvæntur sigur kom-
múnista og jafnaðarmanna í sveitar-
stjórnarkosningum í mars sl. höfðu af-
gerandi áhrif í sambandi við þessa sam-
vinnu, en eftir þessar kosningar ráða
þessir tveir flokkar um 70% af öllum
sveitarstjórnum á landinu, þ. á m. þeim
stærstu.
Þetta hefur skapað ótta hjá stjórnar-
flokknum UCD (Miðdemókrötum), sem
hefur reynt að svara þessari óvæntu
uppákomu með því að svipta sveitar-
stjórnirnar valdi í ýmsum þýðingar-
miklum málum og setja þau þess í stað
í hendur eins konar amtmanna. Að
sögn þeirra Redondos og starfsbróður
VINNAN 21