Vinnan


Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 31

Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 31
Hvaðan koma bestu bœkurnar? UNDIR KALSTJÖRNU. Uppvaxtarsaga eftir SigurS A. Magnússon. Sigurður hefur skrifað hér afburða fallega en um leið átakanlega sögu um ungan dreng sem elst upp í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur á kreppuárunum. - Einstœður bókmenntaviðburður. - Almennt verð kr. 9945. Félagsverð kr. 8455. ÞRÚGUR REIÐINNAR eftir John Steinbeck. Þrúgur reiðinnar er ein af perlum heimsbókmenntanna. Steinbeck (Nóbelsverðlaun 1972) segir hér sögu amerískrar bændafjölskyldu sem flosnar upp í kreppunni miklu, selur búslóð sína fyrir notaðan bílgarm og heldur á honum yfir þvert meginlandið, lokkað af óprúttnum gylliboðum. Bókin er í snilldarþýðingu Stefáns Bjarmans. - Almennt verð kr. 10.005. Félagsverð kr. 8505. MIÐVIKUDAGAR í MOSKVU eftir Árna Bergmann. Árni Bergmann fór ungur að árum til Moskvu til háskólanáms. Fáir íslendingar hafa kynnst sovésku samfélagi eins náið og hann. Hér segir hann frá reynslu sinni, frá kynnum af jábræðrum skipulagsins og andófsmönnum og öllu þar á milli og gerir úttekt á þjóðlífi og þjóðskipulagi þar eystra. - Afar fróðleg og hreinskilin bók. - Almennt verð kr. 9945. Félagsverð kr. 8455. FYRIR SUNNAN eftir Tryggva Emilsson. Þriðja og síðasta bindi æviminninga Tryggva. Hér segir hann frá því þegar hann flyst til Reykjavíkur og brýtur nýtt land, frá harðri lífsbaráttu, nágrönnum, vinnu- félögum og verkalýðsátökum. í lokin er bókarauki um systkinin frá Hamarkoti. Fyrri bækur Tryggva, Eátækt fólk og Baráttan um brauðið vöktu fádæma hrifningu og voru báðar tilnefndar af Islands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. - Almennt verð kr. 12200. Félagsverð kr. 10370. MÁL OG MENNING

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.