Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 25
víd/jo
VESTUR-ÞÝSKALAND:
Þýskt verkalýðsfélag deilir á
pólitískar „athuganir“
á verkamannaráðum
Samtök verkamanna í málmiðnaði í Vestur-
Þýskalandi, IG Metall, hefur krafist þess að
þegar í stað verði aflagðar athuganir, eða
pólitískar „tékkanir“, ríkisstofnunar þeirrar
er hefur með verndun stjórnarskrár ríkisins
að gera, á verkamannaráðum í vesturþýsk-
um fyrirtækjum. Þessi krafa fylgir í kjölfar
uppljóstrunar á því að stofnun þessi „kanni“
ráðin í ótilgreindum fjölda fyrirtækja, og að
slíkar „kannanir“ séu hluti af hefðbundnum
störfum hennar.
Einn af stjórnarmönnum IG Metall, Georg
Benz, sagði að þar sem ekki hefði verið neit-
að að um samvinnu væri að ræða milli þessar-
ar stofnunar og aðila í starfsmannahaldi fyrir-
tækjanna, sjálfra, lægi ljós fyrir nauðsyn þess
að vinnuráðin fengju yfirráð yfir innri upp-
lýsingakerfum fyrirtækjanna. Hann sagði að
verkalýðsfélögin gætu engan veginn gert sér
að góðu fullyrðingar ríkisstofnunarinnar um
að hún takmarkaði rannsóknir sínar við „fyr-
irtæki sem eru nauðsynleg lífi og vörnum
landsins og stór fyrirtæki“, því, eins og Benz
spurði: „Hver getur tryggt að einhver embætt-
ismaður skilgreini ekki sem mikilvægt fyrir
varnir landsins, fyrirtæki sem framleiðir þrjár
skrúfur fyrir flugvélaframleiðanda?“
Megin viðfangsefni þessarar ríkisstofnunar
er að „rannsaka“ samtök sem eru óvinveitt
vesturþýsku stjórnarskránni.
ÍTALÍA:
Verkalýðsfélag á skjánum
Innan skamms kemur að því að sjónvarps-
áhorfendur í Feneyjum og nágrenni geta horft
á vikulegan sjónvarpsþátt, sem gerður er að
öllu leyti af svæðisdeild ítölsku verkalýðssam-
takanna (CISL). Um verður að ræða 30-40
mínútna dagskrá, sem sjónvarpað verður hvert
laugardagskvöld (kl. 22.30, ef þið skylduð
eiga leið um), um sjónvarpsstöð í einkaeign,
RTV. Þáttur þessi, eða dagskrá, munu saman-
standa af fréttum, viðtölum og tilkynningum
um málefni verkalýðsfélaga.
Styttur vinnutími á Ítalíu
Nokkrar milljónir ítalskra verkamanna sjá
nú fram á styttingu árlegs vinnutíma síns um
40 til 80 klukkustundir, en stytting þessi á að
koma til framkvæmda á næsta ári. Þetta er
afrakstur samninga, sem nýverið var gengið
frá en samningar þessir styrkja einnig rétt
verkalýðsfélaga til þess að vinnuveitendur ráð-
færi sig við þau, einkum í því er varðar fjár-
festingarmál og ráðningar. Þá er í samning-
ana bætt atriðum er varða þjálfun og vernd
verkamanna, sem þurfa að skipta um störf.
Hinir fyrstu til að ljúka gerð þriggja ára
samnings voru verkamenn í málmiðnaði í
einkarekstri. I samtökum þeirra eru 1,2 millj.
manna. Félög þeirra, sem gert höfðu kröfu um
38 stunda vinnuviku, náðu fram að nýju
fimm frfdögum, sem afnumdir höfðu verið,
svo og styttingu árlegs vinnutíma um 40 stund-
ir.
I byggingaiðnaði á vinnuárið að styttast um
68 stundir, í vefnaðariðnaði um 40. Samning-
ar vefnaðarverkafólks gefa vaktavinnufólki
einnig kost á að vinna sex daga, 36 stunda
vinnuviku. I efnaiðnaði, sem er í eigu ríkis
eða sveitarfélaga, styttist vinnuvika verkafólks
í 37 stundir og 20 mínútur.
FRAKKLAND:
Samkomulag um fækkun
í frönskum stáliðnaði
Eftir fimm mánaða samningaumleitanir
hafa fulltrúar vinnuveitenda og félög verka-
manna í stáliðnaði Frakklands náð samkomu-
lagi um það hvernig standa beri að fækkun
verkamanna í iðnaðinum í norður- og austur-
hluta landsins, um 21.000 manns. Stáliðnaður
í Frakklandi hefur staðið ákaflega höllum
fæti nú um langt bil.
Hjá fyrirtækjum, sem á að endurskipu-
leggja, er heimilt að setja þá verkamenn sem
náð hafa 55 ára aldri, á eftirlaun, er nema
70% af síðustu launum þeirra. Verkamönnum
á aldrinum 50-55 ára, sem annað hvort eru
bæklaðir, eða hafa haft mjög erfið störf með
höndum, verður gefinn kostur á að fara sjálf-
viljugir á eftirlaun, sem nema 79% af síðustu
launum þeirra. Uppsagnir mega koma til gagn-
vart síðarnefnda hópnum, ef of fáir íaka þessu
bcði. Til viðbótar við þær greiðslur sem þeir
fá frá eftirlaunasjóðum hefur franska ríkið
bcðið hverjum þeim er fer sjálfviljugur frá
störfum, upphæð sem nemur 50.000 frönkum,
sem er liðlega 4,5 milljónir íslenskra króna.
Ungum verkamönnum, sem missa störf sín
við endurskipulagninguna, verða boðin önnur
störf og þeim tryggt að ekki verði um veru-
lega lækkun launa að ræða.
Þá hafa verkalýðsfélögin einnig náð fram
styttingu vinnutíma, úr 42,5 stundum á viku í
41,5 stundir, fyrir alla þá sem ekki vinna að
jafnaði á vöktum (en vinnuvika þeirra er þeg-
ar komin niður í 40 stundir). Hins vegar neit-
uðu vinnuveitendur að gangast inn á að þessi
stytting vinnuvikunnar hefði í för með sér
sér fjölgun starfsmanna (eða öllu heldur
fækkun þeirra er þyrftu að víkja úr starfi).
Félög verkamanna í stáliðnaði í Þýskalandi
óttast nú að „endurskipulagning“ komi til
með að taka sinn toll hjá þeim í náinni fram-
tíð. Vegna þessa hafa þau nýlega lokið gerð
samninga um tryggingu atvinnu og tekna við
tvo atvinnurekendur. Þessir samningar tryggja
hverjum og einum verkamanni vinnu til fimm
ára. Færslur innan fyrirtækis eru heimilar, en
laun mega ekki lækka.
BRESKA SAMVELDIÐ:
Vilja koma olíufélögunum
undir stjórn
Samtök verkamanna í bílaiðnaði, flugvéla-
iðnaði og framleiðslu landbúnaðartækja í
Bandaríkjunum (UAW) hafa í hyggju að fá
félaga sína, sem eru nær ein og hálf miljón
talsins, til að skrifa Carter forseta og þing-
mönnum sínum og krefjast þess að stóru olíu-
félögunum í Bandaríkjunum verði komið und-
ir opinbera stjórn, eða þeim settar einhverjar
skorður.
Þegar Douglas Fraser, forseti samtakanna,
tilkynnti þessa bréfaherferð, sagði hann til-
gang hennar vera að sýna „hversu sárlega
þjóðin þarfnast raunhæfrar og starfhæfrar
orkumálastefnu, sem sett getur olíurisunum
einhver takmörk. Bandaríska þjóðin telur sig
vera notaða í þágu olíufélaganna, og hún hef-
ur rétt fyrir sér. Fólk telur að verið sé að
ræna það og það hefur rétt fyrir sér,“ sagði
Douglas Fraser.
Bresk verkalýSsfélög
hefja aðgerðir vegna S.-Afríku
Þing breskra vcrkalýðsfélaga hefur farið
þess á leit við aðildarfélög sín, að þau grípi
til sérstakra aðgerða gagnvart þrjátíu og níu
tilteknum breskum fyrirtækjum, en dótturfé-
lög þessara fyrirtækja eru meðal stærstu
vinnuveitenda þeldökkra verkamanna í Suður-
Afríku. Er ætlunin með aðgerðunum að knýja
á um að fyrirtækin breyti til hins betra sam-
skiptum sínum við verkamenn, einkum þó að
þau viðurkenni verkalýðsfélög þeldökkra.
Þessar aðgerðir koma í kjölfar skýrslu, sem
breska ríkisstjórnin hefur birt, þar sem fjall-
að er um það hversu vel bresk fyrirtæki fara
eftir starfsreglum þeint er Efnahagsbandalag
Evrópu setti fyrirtækjum er hafa rekstur í
Suður-Afríku. Er breska ríkisstjórnin hin
fyrsta af stjórnum efnahagba.ndalagsríkjanna
níu til þess að birta slíka skýrslu.
Af þeim 178 fyrirtækjum sem gáfu ríkis-
stjórninni skýrslu um málefni sín, valdi þing
breskra verkalýðsfélaga 39, sem hafa í sinni
þjónustu fimm hundruð þeldökka eða fleiri.
VINNAN 23