Vinnan - 25.10.1979, Blaðsíða 21
Könnun sú sem Guðjón fjallar um sýndi mjög slakt ástand í öryggis- og heilbrigSismálum. -
Myndin er tekin í skipasmíSastöð.
læknir var ritari og starfsmaður nefnd-
arinnar.
I apríl 1979, eða tveim árum síðar,
lauk nefndin samningu lagafrumvarps
um rammalöggjöf varðandi aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,
sem lagt var fram á Alþingi í maímán-
uði sl.
I lagafrumvarpinu eru ýmiss athygl-
isverð nýmæli og nauSsynlegar breyt-
ingar frá eldri lögum, þ. e. lögum nr.
23, frá 1. febrúar 1952, um öryggisráS-
stafanir á vinnustöðum og lögum nr. 12
frá 17. mars 1969, um heilbrigðiseftir-
lit.
ÞýSingarmestu atriði í hinu nýja
lagafrumvarpi eru að mínum dómi
þessi:
1. Eftirlit með aðbúnaði, hollustuhátt-
um og öryggi á vinnustöðum verður
hjá einni stofnun, Vinnueftirliti ríkis-
ins, sem kemur í stað þeirra stofnana
sem til þessa hafa fylgst með vinnu-
umhverfi verkafólks. Aðilar vinnu-
markaðarins skulu tilnefna í stjórn
Vinnueftirlitsins 6 af 7 stjórnarmönn-
um en ekki stjórnmálaflokkarnir.
2. Stjórn Vinnueftirlitsins hefur vald til
aðgerða og ráðstafana til verndar
verkafólki við vinnu og getur m. a.
látið stöðva vinnu og hætta starfsemi,
ef heilbrigði og öryggi starfsfólksins
er í hættu.
3. Leitast er viS að skapa samstarfsvett-
vang milli verkafólks, verkstjóra og
atvinnurekenda, til að stuðla að bætt-
um aðbúnaði, hollustuháttum og ör-
yggi. I því skyni skal verkafólk til-
nefna sérstakan öryggistrúnaðar-
mann, og atvinnurekandi öryggis-
vörð. A vinnustöðum með 20 starfs-
mönnum eða fleiri skal stofnuð ör-
yggisnefnd, sem vinni að endurbót-
um á aðbúnaði, heilbrigðismálum og
öryggi.
4. OryggistrúnaSarmönnum verkafólks
og öryggisvörðum atvinnurekanda er
skylt að hlutast til um að vinna verði
stöðvuð strax ef skapast hefur bráð
hætta á heilsutjóni eða slysum.
5. Gert er ráð fyrir að aðilar vinnu-
markaðarins komi á fót öryggisnefnd-
um fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar,
sem fjalli um nýjar reglugerðir sem
settar verða eða geri tillögur um
breytingar á eldri reglum.
6. I lögunum er sérstakur kafli um
heilsuvernd, læknisskoðanir og rann-
sóknir sem miði að því að koma í veg
fyrir atvinnusjúkdóma.
7. Vinnueftirliti ríkisins skal veita, í
samstarfi við aðila vinnumarkaðar-
ins og öryggisnefndir, fræðslu og
upplýsingar varðandi hættur á vinnu-
stöðum og varnir gegn þeim, svo og
um nýja tækni og þekkingu, sem
stuðlað getur aS umbótum á aðbún-
aði, hollustuháttum og öryggi á
vinnustöðum. Lítil sem engin fræðsla
hefur verið veitt í þessum efnum hér-
lendis á undanförnum árum.
8. I lagafrumvarpinu er ákvæði um lág-
mark hvíldartíma og frídaga, svo og
um takmarkanir á vinnu barna og
unglinga. Samfelldur lágmarks hvíld-
artími, sem nú er 8 klst., er lengdur
í 10 klst. á sólarhring.
9. í bráSabirgðaákvæði með lagafrum-
frumvarpinu er Seðlabanka Islands
gert skylt að útvega á næstu fimm ár-
um, fjármagn, 300 milljónir kr. á ári,
miðað við verðlag 1. janúar 1979, iil
lánveitinga til fyrirtækja sem þurfa
að framkvæma umbætur á aðbúnaði,
hollustuháttum og öryggi við vinnu.
Mörg fleiri mikilsverð ákvæði eru í
hinu nýja lagafrumvarpi, sem of langan
tíma tæki að telja hér upp.
Nýja lagafrumvarpið er um ramma-
löggjöf og við samningu þess er gert
ráð fyrir að settar verði ýtarlegar reglu-
gerðir varðandi framkvæmd ýmissa
ákvæða þess, svo sem varðandi vinnu-
aðbúnað, vinnuframkvæmd, vinnuskil-
yrði, vinnuöryggi og heilbrigðismál
vinnustaða almennt.
Nefndinni sem samdi lagafrumvarp-
ið, var falið að sjá um könnun á
ástandi aðbúnaðar og hollustuhátta á
vinnustöðum. Nefndin fól Heilbrigðis-
eftirliti ríkisins og Oryggiseftirliti ríkis-
ins að framkvæma könnunina.
Megintilgangurinn með vinnustaða-
könnuninni er að fá upplýsingar um
raunverulegt ástand aðbúnaSar og holl-
ustuhátta á vinnustöðum og vekja at-
hygli almennings á því.
Upplýsingar sem fást úr niðurstöðum
könnunarinnar verða vafalaust notaðar
þegar samdar verða reglugerðir sam-
kvæmt hinni nýju löggjöf.
Því miður eru endanlegar niðurstöð-
ur úr vinnustaðakönnuninni ekki fyrir
hendi nú, en þegar svo verður koma
fram sæmilega trúverðugar upplýsingar
um aðbúnað og heilbrigðisástand vinnu-
staða.
Ég hef átt þess kost, sem einn nefnd-
armanna í nefndinni er vann aS samn-
ingu nýja lagafrumvarpsins, að skyggn-
ast í þær niðurstöSur sem þegar liggja
fyrir og einkum athugað niðurstöður
VINNAN 19